Tenging Kherson við umheiminn styrkist Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. nóvember 2022 21:53 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu. AP/Andrew Kravchenko Tímamót urðu í dag þegar forsætisráðherra Bretlands fór í óvænta heimsókn til Úkraínu, í fyrsta sinn frá því hann tók við embætti. Hann hét Selenskí áframhaldandi ríkulegum stuðningi Breta. Þá styrkist tenging Kherson-borgar við umheiminn nú með degi hverjum, þó staðan sé enn alvarleg. Þúsundir söfnuðust saman á aðaltorgi Kherson-borgar í gær og þáðu þar matargjafir og aðra mannúðaraðstoð en nú er smám saman verið að tjasla borginni saman eftir að Rússar hörfuðu þaðan fyrir viku. „Sérstakir staðir, „ósigrandi staðir“ voru opnaðir í Kherson í dag. Fyrstu tveir. Þeir verða fleiri. Þar sem rafmagnið er komið á í borginni getur fólk hlaðið símana sína, haldið á sér hita, drukkið te og fengið hjálp. Fjarskipti eru komin á, fólk hefur Starlink og svo framvegis. Við vitum að þetta er mjög erfitt fyrir fólkið því hernámsliðið eyðilagði allt áður en það lagði á flótta. En við munum tengja allt, lagfæra allt,“ sagði Selenskí í ávarpi. Þá urðu tímamót í gær þegar fyrsta lestin tók á brott frá Kherson til Kænugarðs í níu mánuði. Lestinni var svo fagnað ákaft þegar hún lagði af stað til baka frá Kænugarði. Önnur tímamót urðu svo í dag þegar Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands fór í fyrsta sinn til fundar við Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í dag. Heimsóknin var óvænt en leiðtogarnir hittust í Kænugarði, þar sem Sunak hét áframhaldandi stuðningi við Úkraínumenn í stríðinu. Stuðningurinn felst meðal annars í nýjum loftvarnarbúnaði handa Úkraínu; fimmtíu milljón punda pakki, segir í frétt BBC. Þá munu Bretar einnig senda mannafla, sérþjálfaða verkfræðinga og herlækna, til aðstoðar Úkraínumönnum. Bretland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Selenskí segir tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns Volodómír Selenskí Úkraínuforseti segir að linnulausar árásir Rússa á innviði landsins hafi gert það að verkum að nú séu tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns. 18. nóvember 2022 07:34 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Þúsundir söfnuðust saman á aðaltorgi Kherson-borgar í gær og þáðu þar matargjafir og aðra mannúðaraðstoð en nú er smám saman verið að tjasla borginni saman eftir að Rússar hörfuðu þaðan fyrir viku. „Sérstakir staðir, „ósigrandi staðir“ voru opnaðir í Kherson í dag. Fyrstu tveir. Þeir verða fleiri. Þar sem rafmagnið er komið á í borginni getur fólk hlaðið símana sína, haldið á sér hita, drukkið te og fengið hjálp. Fjarskipti eru komin á, fólk hefur Starlink og svo framvegis. Við vitum að þetta er mjög erfitt fyrir fólkið því hernámsliðið eyðilagði allt áður en það lagði á flótta. En við munum tengja allt, lagfæra allt,“ sagði Selenskí í ávarpi. Þá urðu tímamót í gær þegar fyrsta lestin tók á brott frá Kherson til Kænugarðs í níu mánuði. Lestinni var svo fagnað ákaft þegar hún lagði af stað til baka frá Kænugarði. Önnur tímamót urðu svo í dag þegar Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands fór í fyrsta sinn til fundar við Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í dag. Heimsóknin var óvænt en leiðtogarnir hittust í Kænugarði, þar sem Sunak hét áframhaldandi stuðningi við Úkraínumenn í stríðinu. Stuðningurinn felst meðal annars í nýjum loftvarnarbúnaði handa Úkraínu; fimmtíu milljón punda pakki, segir í frétt BBC. Þá munu Bretar einnig senda mannafla, sérþjálfaða verkfræðinga og herlækna, til aðstoðar Úkraínumönnum.
Bretland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Selenskí segir tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns Volodómír Selenskí Úkraínuforseti segir að linnulausar árásir Rússa á innviði landsins hafi gert það að verkum að nú séu tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns. 18. nóvember 2022 07:34 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Selenskí segir tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns Volodómír Selenskí Úkraínuforseti segir að linnulausar árásir Rússa á innviði landsins hafi gert það að verkum að nú séu tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns. 18. nóvember 2022 07:34