Leyfir almenningi að kjósa um endurkomu Trump Bjarki Sigurðsson skrifar 19. nóvember 2022 13:49 Musk leyfir fólkinu að ráða hvort Trump snúi aftur. Getty/Taylor Hill Elon Musk, eigandi Twitter og stofnandi Tesla, hefur boðið almenningi að kjósa um hvort Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti ætti að snúa aftur á Twitter. Á tólf klukkutímum hafa rúmlega tíu milljónir manna kosið. Donald Trump var bannaður á Twitter í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar á síðasta ári. Trump var með yfir 88 milljónir fylgjenda þegar aðgangi hans var lokað. Trump fór í mál við Twitter vegna bannsins og sakaði hann samfélagsmiðilinn um ritskoðun. Þá vildi hann meina að forsvarsmenn fyrirtækisins hefðu of mikil áhrif á pólitíska umræðu í Bandaríkjunum. Hann stofnaði í kjölfar bannsins sinn eigin samfélagsmiðil, Truth Social. Elon Musk hefur ávallt talað um Twitter sem stað þar sem er fullt tjáningarfrelsi. Hann vildi stoppa miðilinn frá því að banna fólk sem ekki væri með rétttrúnaðarskoðanir. Í kjölfar þess að Musk keypti miðilinn hefur hann verið að aflétta banni einstaklinga á miðlinum. Heilaga gralið, Donald Trump, er þó enn eftir og fá notendur Twitter að kjósa um hvort hann fái að snúa aftur. Reinstate former President Trump— Elon Musk (@elonmusk) November 19, 2022 Kosningin hófst klukkan 47 mínútur yfir miðnætti í gærnótt og hafa þegar þetta er skrifað rúmlega 10,2 milljónir notenda kosið. 52,3 prósent vilja að Trump fái að snúa aftur en 47,7 prósent vilja að banninu verði ekki aflétt. Undir kosninguna skrifaði Musk „Vox Populi, Vox Dei“ sem á íslensku þýðir: Rödd fólksins, rödd Guðs. Enn eru ellefu klukkutíma eftir af kosningunni og líklegt þykir að Musk muni taka ákvörðun um Trumo út frá niðurstöðu hennar. Bandaríkin Donald Trump Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Donald Trump var bannaður á Twitter í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar á síðasta ári. Trump var með yfir 88 milljónir fylgjenda þegar aðgangi hans var lokað. Trump fór í mál við Twitter vegna bannsins og sakaði hann samfélagsmiðilinn um ritskoðun. Þá vildi hann meina að forsvarsmenn fyrirtækisins hefðu of mikil áhrif á pólitíska umræðu í Bandaríkjunum. Hann stofnaði í kjölfar bannsins sinn eigin samfélagsmiðil, Truth Social. Elon Musk hefur ávallt talað um Twitter sem stað þar sem er fullt tjáningarfrelsi. Hann vildi stoppa miðilinn frá því að banna fólk sem ekki væri með rétttrúnaðarskoðanir. Í kjölfar þess að Musk keypti miðilinn hefur hann verið að aflétta banni einstaklinga á miðlinum. Heilaga gralið, Donald Trump, er þó enn eftir og fá notendur Twitter að kjósa um hvort hann fái að snúa aftur. Reinstate former President Trump— Elon Musk (@elonmusk) November 19, 2022 Kosningin hófst klukkan 47 mínútur yfir miðnætti í gærnótt og hafa þegar þetta er skrifað rúmlega 10,2 milljónir notenda kosið. 52,3 prósent vilja að Trump fái að snúa aftur en 47,7 prósent vilja að banninu verði ekki aflétt. Undir kosninguna skrifaði Musk „Vox Populi, Vox Dei“ sem á íslensku þýðir: Rödd fólksins, rödd Guðs. Enn eru ellefu klukkutíma eftir af kosningunni og líklegt þykir að Musk muni taka ákvörðun um Trumo út frá niðurstöðu hennar.
Bandaríkin Donald Trump Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira