Afruglun á umræðu um brottvísanir Halldór Auðar Svansson skrifar 17. nóvember 2022 08:30 Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum þá hafa rússnesku hjónin Anton og Viktoria Garbar nú verið send héðan nauðug frá Íslandi og til Ítalíu. Þau flúðu heimaland sitt vegna andófs í garð stjórnvalda þeirra sem setti þau í mikla hættu á pólitískum ofsóknum – og þau langaði helst að sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi af því hingað hafa þau oft komið og hér eiga þau vini. Af því þau urðu að koma hingað í gegnum Ítalíu þá geta íslensk stjórnvöld hins vegar neitað að taka umsókn þeirra til efnismeðferðar, og þann rétt var ákveðið að nýta. Enda er það almenna reglan hér að ef hægt að er senda fólk annað, þá er það gert. Undantekning (fyrir utan frekar þröng ákvæði um persónubundnar aðstæður) er þó að ef fólk kemur í gegnum Grikkland eða Ungverjaland án þess að hafa sótt um vernd þar, þá er umsókn tekin til efnismeðferðar hér. Þetta gildir þó ekki um Ítalíu. Einnig er fólk jafnan endursent til Ungverjalands eða Grikklands ef það hefur fengið vernd þar – en fjöldabrottvísanir til Grikklands hafa vakið athygli og reiði og þá í seinni tíð sérstaklega á þeim grundvelli að fólk sem ílengdist hér yfir Covid-faraldurinn og hefur því verið hér lengi og myndað hér tengsl er sent til Grikklands í óvissar aðstæður. Þó stundum sé látið eins og þessi mál séu svo flókin og erfið viðureignar, að það megi ekki skipta sér af einstaka málum, o.s.frv. þá snýst umræðan sem hæst fer núna um frekar einföld og almenn efnisatriði sem hægt er að taka pólitískar ákvarðanir um. Öll hafa þessi atriði að gera með brottvísanir til ríkja á jaðri Evrópusvæðisins sem mikill fjöldi flóttafólks hefur viðkomu í. Spurningarnar eru fyrst og fremst þessar: Til hvaða ríkja á ekki að endursenda umsækjendur um alþjóðlega vernd? Eiga slík grið gagnvart endursendingu að gilda óháð því hvort umsækjendur hafa fengið vernd í viðkomandi ríki? Á, til þrautavara, að veita umsækjendum sem ílengdust hérna vegna Covid sérstaka grið frá brottvísun? Núverandi ríkisstjórn hefur tekið afstöðu til þessara spurninga og niðurstaðan er að breyta engu í núverandi fyrirkomulagi. Afstöðuleysi er nefnilega afstaða, sérstaklega þegar mánuður er tekinn í að endurnýja stjórnarsamstarf eftir kosningar og út úr því koma engar breytingar á fyrirkomulaginu, heldur þvert á móti áframhaldandi tilraunir til að breyta lögunum í þá átt að þrengja að rétti fólks til að sækja um vernd. Á móti þá liggur fyrir á Alþingi þingsályktunartillaga Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata sem er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela dómsmálaráðherra að tryggja að stofnanir sem undir ráðuneytið heyra sendi umsækjendur um alþjóðlega vernd ekki til Grikklands, Ítalíu eða Ungverjalands, óháð því hvort viðkomandi hafi þegar hlotið þar alþjóðlega vernd eða ekki.“ Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Píratar Hælisleitendur Alþingi Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum þá hafa rússnesku hjónin Anton og Viktoria Garbar nú verið send héðan nauðug frá Íslandi og til Ítalíu. Þau flúðu heimaland sitt vegna andófs í garð stjórnvalda þeirra sem setti þau í mikla hættu á pólitískum ofsóknum – og þau langaði helst að sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi af því hingað hafa þau oft komið og hér eiga þau vini. Af því þau urðu að koma hingað í gegnum Ítalíu þá geta íslensk stjórnvöld hins vegar neitað að taka umsókn þeirra til efnismeðferðar, og þann rétt var ákveðið að nýta. Enda er það almenna reglan hér að ef hægt að er senda fólk annað, þá er það gert. Undantekning (fyrir utan frekar þröng ákvæði um persónubundnar aðstæður) er þó að ef fólk kemur í gegnum Grikkland eða Ungverjaland án þess að hafa sótt um vernd þar, þá er umsókn tekin til efnismeðferðar hér. Þetta gildir þó ekki um Ítalíu. Einnig er fólk jafnan endursent til Ungverjalands eða Grikklands ef það hefur fengið vernd þar – en fjöldabrottvísanir til Grikklands hafa vakið athygli og reiði og þá í seinni tíð sérstaklega á þeim grundvelli að fólk sem ílengdist hér yfir Covid-faraldurinn og hefur því verið hér lengi og myndað hér tengsl er sent til Grikklands í óvissar aðstæður. Þó stundum sé látið eins og þessi mál séu svo flókin og erfið viðureignar, að það megi ekki skipta sér af einstaka málum, o.s.frv. þá snýst umræðan sem hæst fer núna um frekar einföld og almenn efnisatriði sem hægt er að taka pólitískar ákvarðanir um. Öll hafa þessi atriði að gera með brottvísanir til ríkja á jaðri Evrópusvæðisins sem mikill fjöldi flóttafólks hefur viðkomu í. Spurningarnar eru fyrst og fremst þessar: Til hvaða ríkja á ekki að endursenda umsækjendur um alþjóðlega vernd? Eiga slík grið gagnvart endursendingu að gilda óháð því hvort umsækjendur hafa fengið vernd í viðkomandi ríki? Á, til þrautavara, að veita umsækjendum sem ílengdust hérna vegna Covid sérstaka grið frá brottvísun? Núverandi ríkisstjórn hefur tekið afstöðu til þessara spurninga og niðurstaðan er að breyta engu í núverandi fyrirkomulagi. Afstöðuleysi er nefnilega afstaða, sérstaklega þegar mánuður er tekinn í að endurnýja stjórnarsamstarf eftir kosningar og út úr því koma engar breytingar á fyrirkomulaginu, heldur þvert á móti áframhaldandi tilraunir til að breyta lögunum í þá átt að þrengja að rétti fólks til að sækja um vernd. Á móti þá liggur fyrir á Alþingi þingsályktunartillaga Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata sem er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela dómsmálaráðherra að tryggja að stofnanir sem undir ráðuneytið heyra sendi umsækjendur um alþjóðlega vernd ekki til Grikklands, Ítalíu eða Ungverjalands, óháð því hvort viðkomandi hafi þegar hlotið þar alþjóðlega vernd eða ekki.“ Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun