Nota fjarstýrðar byssur á Vesturbakkanum Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2022 16:03 Konur ganga framhjá varðturni sem búið er að koma fjarstýrðum byssum fyrir á. AP/Mahmoud Illean Ísraelski herinn hefur komið fjarstýrðum byssum fyrir á tveimur stöðum á Vesturbakkanum. Byssunum, sem skjóta táragasi, hvellsprengjum og gúmmíkúlum hefur verið komið fyrir á turni við flóttamannabúðir og á öðrum stað á Vesturbakkanum þar sem mótmælendur koma gjarnan saman. Auk þess að vera fjarstýrðar nota byssurnar gervigreind til að greina möguleg skotmörk. AP fréttaveitan hefur eftir talsmönnum hersins að byssurnar geti bjargað mannslífum og þá bæði lífum Ísraela og Palestínumanna. Gagnrýnendur sjá hins vegar fyrstu skref dystópískrar framtíðar þar sem Ísraelar halda hersetu sinni á Vesturbakkanum áfram í gegnum hátæknivopn. Vitni segja blaðamönnum AP að þegar mótmælendur í Al-Aroub flóttamannabúðunum köstuðu nýverið steinum og bensínsprengjum að ísraelskum hermönnum var fjarstýrða byssan þar notuð til að skjóta táragasi og gúmmíkúlum að mótmælendum. Hinni byssunni var komið fyrir í borginni Hebron á stað þar sem reglulega kemur til átaka milli ísraelskra hermanna og mótmælenda. Mikil spenna ríkir milli Palestínumanna og Ísraela og hefur óöld á Vesturbakkanum aukist. Þetta ár er sagt vera hið mannskæðasta þar frá 2006. Þá hefur sigur kosningabandalags Benjamíns Netanjahús, fyrrverandi forsætisráðherra, sem inniheldur meðal annars öfga-hægri flokk, bætt á áhyggjur fólks á því að ofbeldi muni versna enn frekar. Tvær fjarstýrðar byssur á toppi varðturns í Al-Aroub flóttamannabúðunum á Vesturbakkanum.AP/Mahmoud Illean Fjölmargir dánir Í frétt Times of Israel segir að Ísraelar hafi aukið umfang aðgerða þeirra á Vesturbakkanum í ár eftir að nítján Ísraelar dóu í árásum Palestínumanna fyrr á árinu. Rúmlega tvö þúsund hafa verið handteknir og rúmlega 130 Palestínumenn eru sagðir hafa dáið í þessum aðgerðum. TOI segir flesta þeirra hafa fallið í átökum við öryggissveitir. Fjórir ísraelskir hermenn hafa fallið. Ríkisstjórn Bandaríkjanna lýsti í gær yfir áhyggjum af ofbeldinu á Vesturbakkanum og var meðal annars vísað til hnífaárásar sem gerð var í gær. Þá stakk palestínskur maður þrjá til bana og særði aðra þrjá á bensínstöð á Vesturbakkanum. Hann ók svo á brott á stolnum bíl en keyrði skömmu síðar á aðra bíla. Þar stakk hann einn mann til viðbótar og stal öðrum bíl. Hann var skotinn til bana skömmu síðar. Þá dó fimmtán ára palestínsk stúlka eftir að hermenn skutu hana til bana á mánudaginn. Herinn segir hermennina hafa skotið stúlkuna eftir að hún neitaði að verða við skipunum þeirra um að stöðva bíl sinn og þeir segja hana hafa gefið í áður en þeir skutu hana. Vitni sagði þó AP fréttaveitunni að stúlkan hefði ekki ógnað hermönnunum á nokkurn hátt. Þeir hafi verið á bakvið aðra bíla svo hún hefði átt erfitt með að sjá þá yfir höfuð. Palestína Ísrael Tengdar fréttir Dramatísk endurkoma Netanjahú á lokametrunum Allt lítur út fyrir að blokk Benjamíns Netanjahú, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, nái 65 sætum af 120 á ísraelska þinginu. Líklegast er að hann verði aftur forsætisráðherra en hann þarf að treysta á stuðning öfgamannanna þeirra Itamar Ben-Gvir og Bezalel Smotrich. Ben-Gvir leiddi eitt sinn samtök sem eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum. 2. nóvember 2022 15:18 Sögulegar sættir í landamæradeilu Ísraels og Líbanons Yair Lapid, forsætisráðherra Ísraels, segir að sögulegt samkomulag hafi náðst við Líbanon sem bindur enda á áratugalangar deilur ríkjanna um markalínur á sjó á milli nágrannaríkjanna tveggja. Ríkin hafa verið svarnir óvinir um árabil. 11. október 2022 10:52 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Auk þess að vera fjarstýrðar nota byssurnar gervigreind til að greina möguleg skotmörk. AP fréttaveitan hefur eftir talsmönnum hersins að byssurnar geti bjargað mannslífum og þá bæði lífum Ísraela og Palestínumanna. Gagnrýnendur sjá hins vegar fyrstu skref dystópískrar framtíðar þar sem Ísraelar halda hersetu sinni á Vesturbakkanum áfram í gegnum hátæknivopn. Vitni segja blaðamönnum AP að þegar mótmælendur í Al-Aroub flóttamannabúðunum köstuðu nýverið steinum og bensínsprengjum að ísraelskum hermönnum var fjarstýrða byssan þar notuð til að skjóta táragasi og gúmmíkúlum að mótmælendum. Hinni byssunni var komið fyrir í borginni Hebron á stað þar sem reglulega kemur til átaka milli ísraelskra hermanna og mótmælenda. Mikil spenna ríkir milli Palestínumanna og Ísraela og hefur óöld á Vesturbakkanum aukist. Þetta ár er sagt vera hið mannskæðasta þar frá 2006. Þá hefur sigur kosningabandalags Benjamíns Netanjahús, fyrrverandi forsætisráðherra, sem inniheldur meðal annars öfga-hægri flokk, bætt á áhyggjur fólks á því að ofbeldi muni versna enn frekar. Tvær fjarstýrðar byssur á toppi varðturns í Al-Aroub flóttamannabúðunum á Vesturbakkanum.AP/Mahmoud Illean Fjölmargir dánir Í frétt Times of Israel segir að Ísraelar hafi aukið umfang aðgerða þeirra á Vesturbakkanum í ár eftir að nítján Ísraelar dóu í árásum Palestínumanna fyrr á árinu. Rúmlega tvö þúsund hafa verið handteknir og rúmlega 130 Palestínumenn eru sagðir hafa dáið í þessum aðgerðum. TOI segir flesta þeirra hafa fallið í átökum við öryggissveitir. Fjórir ísraelskir hermenn hafa fallið. Ríkisstjórn Bandaríkjanna lýsti í gær yfir áhyggjum af ofbeldinu á Vesturbakkanum og var meðal annars vísað til hnífaárásar sem gerð var í gær. Þá stakk palestínskur maður þrjá til bana og særði aðra þrjá á bensínstöð á Vesturbakkanum. Hann ók svo á brott á stolnum bíl en keyrði skömmu síðar á aðra bíla. Þar stakk hann einn mann til viðbótar og stal öðrum bíl. Hann var skotinn til bana skömmu síðar. Þá dó fimmtán ára palestínsk stúlka eftir að hermenn skutu hana til bana á mánudaginn. Herinn segir hermennina hafa skotið stúlkuna eftir að hún neitaði að verða við skipunum þeirra um að stöðva bíl sinn og þeir segja hana hafa gefið í áður en þeir skutu hana. Vitni sagði þó AP fréttaveitunni að stúlkan hefði ekki ógnað hermönnunum á nokkurn hátt. Þeir hafi verið á bakvið aðra bíla svo hún hefði átt erfitt með að sjá þá yfir höfuð.
Palestína Ísrael Tengdar fréttir Dramatísk endurkoma Netanjahú á lokametrunum Allt lítur út fyrir að blokk Benjamíns Netanjahú, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, nái 65 sætum af 120 á ísraelska þinginu. Líklegast er að hann verði aftur forsætisráðherra en hann þarf að treysta á stuðning öfgamannanna þeirra Itamar Ben-Gvir og Bezalel Smotrich. Ben-Gvir leiddi eitt sinn samtök sem eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum. 2. nóvember 2022 15:18 Sögulegar sættir í landamæradeilu Ísraels og Líbanons Yair Lapid, forsætisráðherra Ísraels, segir að sögulegt samkomulag hafi náðst við Líbanon sem bindur enda á áratugalangar deilur ríkjanna um markalínur á sjó á milli nágrannaríkjanna tveggja. Ríkin hafa verið svarnir óvinir um árabil. 11. október 2022 10:52 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Dramatísk endurkoma Netanjahú á lokametrunum Allt lítur út fyrir að blokk Benjamíns Netanjahú, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, nái 65 sætum af 120 á ísraelska þinginu. Líklegast er að hann verði aftur forsætisráðherra en hann þarf að treysta á stuðning öfgamannanna þeirra Itamar Ben-Gvir og Bezalel Smotrich. Ben-Gvir leiddi eitt sinn samtök sem eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum. 2. nóvember 2022 15:18
Sögulegar sættir í landamæradeilu Ísraels og Líbanons Yair Lapid, forsætisráðherra Ísraels, segir að sögulegt samkomulag hafi náðst við Líbanon sem bindur enda á áratugalangar deilur ríkjanna um markalínur á sjó á milli nágrannaríkjanna tveggja. Ríkin hafa verið svarnir óvinir um árabil. 11. október 2022 10:52