Tillaga um náttúruspjöll í boði Sjálfstæðisflokksins Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 15. nóvember 2022 12:30 Elliðaárnar hafa stundum verið kallaðar Perla Reykjavíkur enda einstakt að laxaveiðiá renni um höfuðborg. Þar sem raforkuvinnslunni hefur verið hætt eru markvissar aðgerðir til að endurheimta fyrra lífríki í ánum þegar farnar að skila sér. Tæming Árbæjarlónsins Lónið ofan Árbæjarstíflu var tæmt varanlega 29. október 2020. Tæming og fylling þessa inntakslóns fyrir Elliðaárvirkjun hafði verið árviss viðburður en ákvörðun var tekin að tæmining yrði til frambúðar. Tvær vatnsstöður voru á lóninu. Á veturna var lónið sett í vetrarstöðu sem náði yfir báðar kvíslar ánna og teygði lónið sig langt upp eftir Árbæjarhverfi. Á sumrin var lónið sett í lægri sumarstöðu en sumarlónið varð til við lokun stíflunnar Árbæjarmegin (Árbæjarkvísl). Fiskvegur var um mjóa rennu og er Breiðholtsmegin stíflunnar. Við tæmingu lónsins árið 2019 fyrir sumarstöðu varð vart við mikinn fiskdauða sem tilkynntur var til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og sýndu rannsóknir árið eftir fram á að súrefnismettun fellur við tæminguna samhliða miklum framburði. Í kjölfarið fór OR í vinnu við að leita leiða til að kanna hvaða mótvægisaðgerðir væri hægt að gera nú þegar framleiðslu rafmagns væri hætt í samráði Heilbrigðiseftirlitið. Kynntir voru fjórir kostir og tveir þeirra þóttu vænlegastir fyrir lífríki ánna og var annar þeirra valinn, þ.e. að opna lokurnar Árbæjarmegin og tryggja þannig fiskgengd upp kvíslina með þeim hætti. Stýrihópur Reykjavíkurborgar Tæming lónsins var umdeild og í kjölfarið stofnaði Borgarráð sérstakan stýrihóp til þess að fara yfir þetta mál sem og önnur sem tengdust Elliðaárdalnum. Samkvæmt erindisbréfi hópsins átti leiðarljós hans að vera hagsmunir lífríkisins, útivistar og mannlífs, enda Elliðaár og dalurinn allur einstök náttúru– og útivistar perla. Stýrihópurinn hélt 12 fundi á og kallaði til sín á allar helstu stofnanir og hagsmunaaðila sem talið væri að tengdust málinu á einn eða annan hátt. Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, Hafrannsóknarstofnun, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, deild náttúru og garða hjá Umhverfis- og skipulagssviði, Minjastofnun, Borgarsögusafn, Náttúrufræðistofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Orkustofnun, Hollvinasamtök Elliðaárdalsins og Stangaveiðifélag Reykjavíkur. Mörg lög – mörg sjónarmið Í vinnu sinni varð starfshópurinn áskynja um réttaróvissu og ákvað að óska eftir lögfræðiáliti og greiningu á lagalegri hlið málsins en leitað var til skrifstofu borgarlögmanns. Spurningin sem lögð var til grundvallar, var hvort varanleg tæming lónsins væri í samræmi við lög og reglugerðir sem um slíkan gjörning kynnu að gilda í sinni víðustu mynd. Greinargerð borgarlögmanns var skýr og tók á þeim vafaatriðum sem stýrihópurinn varð áskynja um í samtölum við þá aðila sem fyrir nefndina komu. Álit borgarlögmanns byggði á þeim forsendum sem lágu fyrir þegar álitið var unnið. Það sama á að við um skrifleg sem og munnleg svör stofnana sem komu fram í lokaskýrslunni. Margskonar sjónarmið vegast á, lög og regluverk um ána, lífríki hennar, virkjunina og aðra þætti sem að málinu snúa eru margslungin. Ein hlið þessa máls er að sjálfsögðu skipulagshlutinn, ekki hvað síst vegna þess að þarna er um að ræða lón í miðri borg. Nýleg niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála tekur á þeim þætti málsins, ekki öðrum. Eftir standa aðrir þættir sem snúa að öðrum lögum eins og vatnalögum, náttúruverndarlögum, lögum um hollustuhætti, fornminjalögum og lögum um lax og silungsveiði. Fiskar og fuglar Eitt af verkefnum stýrihópsins var að koma með valkosti og mótvægisaðgerðir þar sem horft er til endurheimt lífríkis í ljósi þess að Árbæjarlón hafði verið tæmt. Strax eftir að lónið var tæmt hóf RVK borg, vikulegar fuglatalningar á svæðinu og hefur sú talning staðið síðustu tvö árin og ekkert bendir til að orðið hrun á fugla stofninum heldur hefur samsetning fuglanna breyst, fleiri mófuglar hafa sést en vatnafuglum hefur fækkað. OR hefur líka gert talningu á vatnafuglum síðustu tvö árin og niðurstöður benda í sömu átt að engar marktækar breytingar séu á fuglalífinu eftir tæmingu lónsins. Svo er það fiskurinn í dalnum. Það er auðvitað einstakt að hafa laxveiðiá aðgengilega í borgarlandinu. Þvílík lífsgæði fyrir borgarbúa að geta gengið um dalinn og séð laxa á göngu upp ána samhliða fuglasöng og árnið. Laxastofninn eflist Í frumdrögum skýrslu Jóhannesar Sturlaugssonar fiskifræðings fyrir árið í ár eru mjög áhugaverðar niðurstöður. Í stuttu máli þá annast Jóhannes vöktunarrannsóknir á laxi og urriða í Árbæjarkvísl Elliðaánna fyrir hönd Orkuveitu Reykjavíkur, en sú vöktun hófst 2021 í kjölfar þess að vatnsmiðlun í Árbæjarlóni var aflögð í lok október 2020. Lokaskýrsla mun liggja fyrir vorið 2023. Rannsóknin setur einmitt fram mynd af því hvernig lax og urriði nýta sér Árbæjarkvíslina eftir að hluti Elliðaánna fær að renna óhindrað árið um kring. Rannsóknin felur í sér vöktun á seiðabúskap í Árbæjarkvísl og stærð hrygningarstofna laxa og urriða þar. Í skýrslunni segir beinum orðum: „Rannsóknarniðurstöður 2022 vitna um mikla velgengni laxins í Árbæjarkvísl í kjölfar þess að sá einkennisfiskur Elliðaánna endurheimti gönguleið sína þar sem og hrygningar- og uppeldissvæði, í kjölfar þess að vatnsmiðlun fyrir tilstilli manngerðs Árbæjarlóns var aflögð.“ Mikið gleðiefni er fyrir lífríkið í dalnum hvað laxinn virðist aðlagast nýjum aðstæðum vel og sú tillaga sem lögð verður í dag fyrir borgarstjórn í boði Sjálfstæðisflokksins um að fylla í lónið „án tafar“ má trúlega skilgreina sem náttúruspjöll því hrygningatími laxins er einmitt núna um þessar mundir. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Umhverfismál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Elliðaárnar hafa stundum verið kallaðar Perla Reykjavíkur enda einstakt að laxaveiðiá renni um höfuðborg. Þar sem raforkuvinnslunni hefur verið hætt eru markvissar aðgerðir til að endurheimta fyrra lífríki í ánum þegar farnar að skila sér. Tæming Árbæjarlónsins Lónið ofan Árbæjarstíflu var tæmt varanlega 29. október 2020. Tæming og fylling þessa inntakslóns fyrir Elliðaárvirkjun hafði verið árviss viðburður en ákvörðun var tekin að tæmining yrði til frambúðar. Tvær vatnsstöður voru á lóninu. Á veturna var lónið sett í vetrarstöðu sem náði yfir báðar kvíslar ánna og teygði lónið sig langt upp eftir Árbæjarhverfi. Á sumrin var lónið sett í lægri sumarstöðu en sumarlónið varð til við lokun stíflunnar Árbæjarmegin (Árbæjarkvísl). Fiskvegur var um mjóa rennu og er Breiðholtsmegin stíflunnar. Við tæmingu lónsins árið 2019 fyrir sumarstöðu varð vart við mikinn fiskdauða sem tilkynntur var til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og sýndu rannsóknir árið eftir fram á að súrefnismettun fellur við tæminguna samhliða miklum framburði. Í kjölfarið fór OR í vinnu við að leita leiða til að kanna hvaða mótvægisaðgerðir væri hægt að gera nú þegar framleiðslu rafmagns væri hætt í samráði Heilbrigðiseftirlitið. Kynntir voru fjórir kostir og tveir þeirra þóttu vænlegastir fyrir lífríki ánna og var annar þeirra valinn, þ.e. að opna lokurnar Árbæjarmegin og tryggja þannig fiskgengd upp kvíslina með þeim hætti. Stýrihópur Reykjavíkurborgar Tæming lónsins var umdeild og í kjölfarið stofnaði Borgarráð sérstakan stýrihóp til þess að fara yfir þetta mál sem og önnur sem tengdust Elliðaárdalnum. Samkvæmt erindisbréfi hópsins átti leiðarljós hans að vera hagsmunir lífríkisins, útivistar og mannlífs, enda Elliðaár og dalurinn allur einstök náttúru– og útivistar perla. Stýrihópurinn hélt 12 fundi á og kallaði til sín á allar helstu stofnanir og hagsmunaaðila sem talið væri að tengdust málinu á einn eða annan hátt. Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, Hafrannsóknarstofnun, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, deild náttúru og garða hjá Umhverfis- og skipulagssviði, Minjastofnun, Borgarsögusafn, Náttúrufræðistofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Orkustofnun, Hollvinasamtök Elliðaárdalsins og Stangaveiðifélag Reykjavíkur. Mörg lög – mörg sjónarmið Í vinnu sinni varð starfshópurinn áskynja um réttaróvissu og ákvað að óska eftir lögfræðiáliti og greiningu á lagalegri hlið málsins en leitað var til skrifstofu borgarlögmanns. Spurningin sem lögð var til grundvallar, var hvort varanleg tæming lónsins væri í samræmi við lög og reglugerðir sem um slíkan gjörning kynnu að gilda í sinni víðustu mynd. Greinargerð borgarlögmanns var skýr og tók á þeim vafaatriðum sem stýrihópurinn varð áskynja um í samtölum við þá aðila sem fyrir nefndina komu. Álit borgarlögmanns byggði á þeim forsendum sem lágu fyrir þegar álitið var unnið. Það sama á að við um skrifleg sem og munnleg svör stofnana sem komu fram í lokaskýrslunni. Margskonar sjónarmið vegast á, lög og regluverk um ána, lífríki hennar, virkjunina og aðra þætti sem að málinu snúa eru margslungin. Ein hlið þessa máls er að sjálfsögðu skipulagshlutinn, ekki hvað síst vegna þess að þarna er um að ræða lón í miðri borg. Nýleg niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála tekur á þeim þætti málsins, ekki öðrum. Eftir standa aðrir þættir sem snúa að öðrum lögum eins og vatnalögum, náttúruverndarlögum, lögum um hollustuhætti, fornminjalögum og lögum um lax og silungsveiði. Fiskar og fuglar Eitt af verkefnum stýrihópsins var að koma með valkosti og mótvægisaðgerðir þar sem horft er til endurheimt lífríkis í ljósi þess að Árbæjarlón hafði verið tæmt. Strax eftir að lónið var tæmt hóf RVK borg, vikulegar fuglatalningar á svæðinu og hefur sú talning staðið síðustu tvö árin og ekkert bendir til að orðið hrun á fugla stofninum heldur hefur samsetning fuglanna breyst, fleiri mófuglar hafa sést en vatnafuglum hefur fækkað. OR hefur líka gert talningu á vatnafuglum síðustu tvö árin og niðurstöður benda í sömu átt að engar marktækar breytingar séu á fuglalífinu eftir tæmingu lónsins. Svo er það fiskurinn í dalnum. Það er auðvitað einstakt að hafa laxveiðiá aðgengilega í borgarlandinu. Þvílík lífsgæði fyrir borgarbúa að geta gengið um dalinn og séð laxa á göngu upp ána samhliða fuglasöng og árnið. Laxastofninn eflist Í frumdrögum skýrslu Jóhannesar Sturlaugssonar fiskifræðings fyrir árið í ár eru mjög áhugaverðar niðurstöður. Í stuttu máli þá annast Jóhannes vöktunarrannsóknir á laxi og urriða í Árbæjarkvísl Elliðaánna fyrir hönd Orkuveitu Reykjavíkur, en sú vöktun hófst 2021 í kjölfar þess að vatnsmiðlun í Árbæjarlóni var aflögð í lok október 2020. Lokaskýrsla mun liggja fyrir vorið 2023. Rannsóknin setur einmitt fram mynd af því hvernig lax og urriði nýta sér Árbæjarkvíslina eftir að hluti Elliðaánna fær að renna óhindrað árið um kring. Rannsóknin felur í sér vöktun á seiðabúskap í Árbæjarkvísl og stærð hrygningarstofna laxa og urriða þar. Í skýrslunni segir beinum orðum: „Rannsóknarniðurstöður 2022 vitna um mikla velgengni laxins í Árbæjarkvísl í kjölfar þess að sá einkennisfiskur Elliðaánna endurheimti gönguleið sína þar sem og hrygningar- og uppeldissvæði, í kjölfar þess að vatnsmiðlun fyrir tilstilli manngerðs Árbæjarlóns var aflögð.“ Mikið gleðiefni er fyrir lífríkið í dalnum hvað laxinn virðist aðlagast nýjum aðstæðum vel og sú tillaga sem lögð verður í dag fyrir borgarstjórn í boði Sjálfstæðisflokksins um að fylla í lónið „án tafar“ má trúlega skilgreina sem náttúruspjöll því hrygningatími laxins er einmitt núna um þessar mundir. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar