Stríðsreksturinn sagður valda stórfelldri losun Kjartan Kjartansson skrifar 14. nóvember 2022 23:20 Rússneskur og úkraínskur skriðdreki í Donetsk í Austur-Úkraínu. Vísir/EPA Innrás Rússa í Úkraínu hefur leitt til gríðarlegrar losunar á gróðurhúsalofttegundum, að sögn fulltrúa Úkraínu á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Þeir segjast safna upplýsingum um „umhverfisglæpi“ Rússa. Ruslan Strilets, umhverfisráðherra Úkraínu, fullyrðir að stríðsreksturinn hafi leitt beint til losunar á 33 milljónum tonna af gróðurhúsalofttegundum. Breska ríkisútvarpið BBC segir það jafnast á við losun um sextán milljón bíla í tvö ár. Úkraínumenn telja þar með losun vegna skógarelda og elda sem eru kveiktir vegna landbúnaðar auk olíu sem hefur verið brennt í árásum á stórar birgðarstöðvar. „Rússland hefur breytt náttúruverndarsvæðum okkar í herstöðvar. Rússland gerir allt sem það getur til þess að stytta sjóndeildarhring okkar og ykkar. Vegna stríðsins þurfum við að gera enn meira til þess að sigrast á loftslagsvánni,“ sagði Strilets á COP27-ráðstefnunni í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi. Hann heldur því einnig fram að endurbygging Úkraínu eigi eftir að kalla á enn frekari losun, allt að 49 milljónir tonna koltvísýrings. Rússar ættu að bera ábyrgð á þeirri losun. Stjórnvöld í Kænugarði safna upplýsingum í sarpinn um það sem þau telja umhverfisglæpi Rússa, alls um tvö þúsund talsins. Saka þau Rússa um að eyða skógum, losa eiturgufur og skemma vatnsveitur. Hyggjast þau leita réttar síns og krefja Rússa bóta. Loftslagsmál Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rússar reyna að innlima losun hernumdra svæða Tilraunir Rússa til þess að innlima landsvæði sem þeir hafa hernumið í Úkraínu taka á sig ýmsar myndir. Nú þurfa úkraínsk stjórnvöld að verjast því að Rússar reyni að taka ábyrgð á losun gróðurhúsalofttegunda á hernumndu svæðunum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. 19. október 2022 12:29 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Sjá meira
Ruslan Strilets, umhverfisráðherra Úkraínu, fullyrðir að stríðsreksturinn hafi leitt beint til losunar á 33 milljónum tonna af gróðurhúsalofttegundum. Breska ríkisútvarpið BBC segir það jafnast á við losun um sextán milljón bíla í tvö ár. Úkraínumenn telja þar með losun vegna skógarelda og elda sem eru kveiktir vegna landbúnaðar auk olíu sem hefur verið brennt í árásum á stórar birgðarstöðvar. „Rússland hefur breytt náttúruverndarsvæðum okkar í herstöðvar. Rússland gerir allt sem það getur til þess að stytta sjóndeildarhring okkar og ykkar. Vegna stríðsins þurfum við að gera enn meira til þess að sigrast á loftslagsvánni,“ sagði Strilets á COP27-ráðstefnunni í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi. Hann heldur því einnig fram að endurbygging Úkraínu eigi eftir að kalla á enn frekari losun, allt að 49 milljónir tonna koltvísýrings. Rússar ættu að bera ábyrgð á þeirri losun. Stjórnvöld í Kænugarði safna upplýsingum í sarpinn um það sem þau telja umhverfisglæpi Rússa, alls um tvö þúsund talsins. Saka þau Rússa um að eyða skógum, losa eiturgufur og skemma vatnsveitur. Hyggjast þau leita réttar síns og krefja Rússa bóta.
Loftslagsmál Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rússar reyna að innlima losun hernumdra svæða Tilraunir Rússa til þess að innlima landsvæði sem þeir hafa hernumið í Úkraínu taka á sig ýmsar myndir. Nú þurfa úkraínsk stjórnvöld að verjast því að Rússar reyni að taka ábyrgð á losun gróðurhúsalofttegunda á hernumndu svæðunum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. 19. október 2022 12:29 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Sjá meira
Rússar reyna að innlima losun hernumdra svæða Tilraunir Rússa til þess að innlima landsvæði sem þeir hafa hernumið í Úkraínu taka á sig ýmsar myndir. Nú þurfa úkraínsk stjórnvöld að verjast því að Rússar reyni að taka ábyrgð á losun gróðurhúsalofttegunda á hernumndu svæðunum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. 19. október 2022 12:29