Ríkisendurskoðun lætur liggja að því að Bankasýslan hafi brotið lög Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. nóvember 2022 12:05 Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi fer yfir skýrslu stofnunarinnar með stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd í dag. Vísir Ekki verður betur séð en Ríkisendurskoðun haldi því fram að Bankasýslan hafi brotið lög með því að selja ekki hlut ríkisins í Íslandsbanka á hæsta mögulega verði. Vanmat á eftirspurn í bankanum kunni að hafa skaðað hagsmuni ríkissjóðs. Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan var birt á vef Ríkisendurskoðunar í morgun eftir að henni var lekið til fjölmiðla í gær. Bankasýsla ríkisins sá um sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars í lokuðu útboði til svokallaðra hæfra fjárfesta með tilboðsfyrirkomulagi. Eftir mikla gagnrýni í samfélaginu á framkvæmd sölunnar ákvað fjármálaráðherra að fela Ríkisendurskoðun að gera úttekt á ferlinu. Upphaflega stóð til að skýrslan yrði tilbúin í júní á þessu ári en henni var ítrekað frestað. Í skýrslunni sem telur 72 blaðsíður og er mikill áfellisdómur yfir söluferlinu kemur meðal annars fram standa hafi þurft betur að undirbúningi og framkvæmd sölunnar á Íslandsbanka. Upplýsingagjöf Bankasýslu og fjármála-og efnahagsráðuneytis til Alþingis um söluferlið hafi verið gölluð. Ekki hafi verið gerðar tilhlýðilegar kröfur til hæfni söluaðila og vegna annmarka á framkvæmdinni hafi eftirspurn eftir bréfum verið vanmetin þegar lokaverð bréfa var ákveðið. Ráðgjafar Bankasýslunnar hafi af ótta við að erlendir fjárfestar féllu frá þátttöku í útboðinu lagt til að gengið yrði ekki hærra en 117 krónur á hlut. Ríkisendurskoðun telur að verðmyndun í ferlinu hafi gefið tilefni til að ákvarða hærra leiðbeinandi lokaverð. Vanmat á eftirspurn kunni að hafa haft áhrif á niðurstöðu útboðsins og skaðaða hagsmuni ríkissjóðs. Bankasýslan hafi brotið lög 155/2012 Bankasýslan hafi lagt til við ráðherra að eignarhluturinn skyldi seldur á lægra verði til að ná fram öðrum markmiðum en stofnunnni hafi borið samkvæmt lögum nr 155/2012 eða að ná fram hæsta verði. Með öðrum orðum að Bankasýslan hafi farið á svig við lög við söluna. Ríkisendurskoðun er þarna að vísa til laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum þar sem kemur fram að leita eigi hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignarhluti ríkisins í fjármálastofnunum. Fram kemur að ekki hafi verið tekið nægjanlegt tillit til orðsporsáhættu, eða gætt að meginreglum um gagnsæi og hlutlægni. Þá hafi jafnræði fjárfesta ekki verið tryggt. Þá kemur fram að tilboðsfyrirkomulagið sem var notað við söluna falli ekki vel að endurskoðun og prófun eins og ákvarðanir stjórnvalda þurfi jafnana að gera en í svörum Bankasýlsunnar um það var ferlinu fremur líkt við list en vísindi. Ríkisendurskoðandi baðst undan viðtali fyrir hádegisfréttir þar til hann væri búinn að gefa stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis skýrslu í dag. Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan var birt á vef Ríkisendurskoðunar í morgun eftir að henni var lekið til fjölmiðla í gær. Bankasýsla ríkisins sá um sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars í lokuðu útboði til svokallaðra hæfra fjárfesta með tilboðsfyrirkomulagi. Eftir mikla gagnrýni í samfélaginu á framkvæmd sölunnar ákvað fjármálaráðherra að fela Ríkisendurskoðun að gera úttekt á ferlinu. Upphaflega stóð til að skýrslan yrði tilbúin í júní á þessu ári en henni var ítrekað frestað. Í skýrslunni sem telur 72 blaðsíður og er mikill áfellisdómur yfir söluferlinu kemur meðal annars fram standa hafi þurft betur að undirbúningi og framkvæmd sölunnar á Íslandsbanka. Upplýsingagjöf Bankasýslu og fjármála-og efnahagsráðuneytis til Alþingis um söluferlið hafi verið gölluð. Ekki hafi verið gerðar tilhlýðilegar kröfur til hæfni söluaðila og vegna annmarka á framkvæmdinni hafi eftirspurn eftir bréfum verið vanmetin þegar lokaverð bréfa var ákveðið. Ráðgjafar Bankasýslunnar hafi af ótta við að erlendir fjárfestar féllu frá þátttöku í útboðinu lagt til að gengið yrði ekki hærra en 117 krónur á hlut. Ríkisendurskoðun telur að verðmyndun í ferlinu hafi gefið tilefni til að ákvarða hærra leiðbeinandi lokaverð. Vanmat á eftirspurn kunni að hafa haft áhrif á niðurstöðu útboðsins og skaðaða hagsmuni ríkissjóðs. Bankasýslan hafi brotið lög 155/2012 Bankasýslan hafi lagt til við ráðherra að eignarhluturinn skyldi seldur á lægra verði til að ná fram öðrum markmiðum en stofnunnni hafi borið samkvæmt lögum nr 155/2012 eða að ná fram hæsta verði. Með öðrum orðum að Bankasýslan hafi farið á svig við lög við söluna. Ríkisendurskoðun er þarna að vísa til laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum þar sem kemur fram að leita eigi hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignarhluti ríkisins í fjármálastofnunum. Fram kemur að ekki hafi verið tekið nægjanlegt tillit til orðsporsáhættu, eða gætt að meginreglum um gagnsæi og hlutlægni. Þá hafi jafnræði fjárfesta ekki verið tryggt. Þá kemur fram að tilboðsfyrirkomulagið sem var notað við söluna falli ekki vel að endurskoðun og prófun eins og ákvarðanir stjórnvalda þurfi jafnana að gera en í svörum Bankasýlsunnar um það var ferlinu fremur líkt við list en vísindi. Ríkisendurskoðandi baðst undan viðtali fyrir hádegisfréttir þar til hann væri búinn að gefa stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis skýrslu í dag.
Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira