Gangast loks við því að útvega Rússum dróna Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2022 09:10 Leifar þess sem Úkraínuher segir íranskan Shahed-dróna sem var skotinn niður nærri borginni Kúpjansk. AP/Úkraínuher Utanríkisráðherra Írans viðurkenndi í fyrsta skipti í dag að ríkisstjórn hans hefði útvegað Rússum dróna sem hafa verið notaðir í sprengjuárásir í Úkraínu. Hann fullyrðir að drónarnir hafi verið afhentir áður en innrás Rússa í Úkraínu hófst. Íranskir drónar hafa verið notaðir í sprengjuárásum Rússa á orkuinnviði og óbreytta borgara í Úkraínu á undanförnum vikum. Fram að þessu hafa írönsk stjórnvöld þó neitað því að vopna Rússa í stríðinu. Sendiherra þeirra hjá Sameinuðu þjóðunum kallaði ásakanir um slíkt „algerlega stoðlausar“ fyrr í þessari viku. Annað hljóð var komið í strokkinn þegar Hossein Amirabdollahian, utanríkisráðherra Írans, træddi við fréttamenn í Teheran í morgun. „Við létum Rússa fá takmarkað magn dróna mörgum mánuðum fyrir stríðið í Úkraínu,“ fullyrti ráðherrann, að sögn AP-fréttastofunnar. Írönsk stjórnvöld hefðu ekki vitað af því að drónarnir væru notaðir í Úkraínu og þau væru staðráðin í að stöðva átökin. „Ef Úkraína hefur einhver gögn undir höndum um að Rússland hafi notað íranska dróna í Úkraínu ættu þeir að láta okkur fá þau. Ef það er sannað fyrir okkur að Rússland hafi notað íranska dróna í stríði gegn Úkraínu látum við okkur það ekki í léttu rúmi liggja,“ sagði Amirabdollahian. Bandaríkin og fleiri vestræn ríki sem eiga sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafa krafist þess að Antonio Guterres, framkvæmdastjóri samtakanna, láti rannsaka hvort að Rússar hafi notað íranska dróna til að ráðast á óbreytta borgara í Úkraínu. Íran Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Segir Rússa hafa gert þrjátíu drónaárásir á tveimur dögum Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sagði í reglulegu ávarpi sínu í nótt að Rússar hafi gert fleiri en þrjátíu árásir með drónum á Úkraínskar borgir síðustu tvo dagana. 28. október 2022 07:34 Senda dróna og eldflaugar til Rússa Ráðamenn í Íran hafa samþykkt að selja Rússum mikið magn eldflauga og dróna. Þau vopn munu Rússar væntanlega nota til að gera árásir á skotmörk í Úkraínu en þær árásir Rússa beinast að mestu gegn borgaralegum skotmörkum og hafa verið fordæmdar sem stríðsglæpir. 18. október 2022 18:17 Fordæma drónaárásir Rússa á óbreytta borgara Hvíta húsið fordæmdi í dag sjálfsprengidrónaárásir Rússa á borgaraleg skotmörk í borgum og bæjum Úkraínu. Talskona Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi að Bandaríkjamenn myndu standa áfram við bakið á Úkraínumönnum og að Rússar myndu gjalda fyrir stríðsglæpi þeirra í Úkraínu. 17. október 2022 23:54 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Íranskir drónar hafa verið notaðir í sprengjuárásum Rússa á orkuinnviði og óbreytta borgara í Úkraínu á undanförnum vikum. Fram að þessu hafa írönsk stjórnvöld þó neitað því að vopna Rússa í stríðinu. Sendiherra þeirra hjá Sameinuðu þjóðunum kallaði ásakanir um slíkt „algerlega stoðlausar“ fyrr í þessari viku. Annað hljóð var komið í strokkinn þegar Hossein Amirabdollahian, utanríkisráðherra Írans, træddi við fréttamenn í Teheran í morgun. „Við létum Rússa fá takmarkað magn dróna mörgum mánuðum fyrir stríðið í Úkraínu,“ fullyrti ráðherrann, að sögn AP-fréttastofunnar. Írönsk stjórnvöld hefðu ekki vitað af því að drónarnir væru notaðir í Úkraínu og þau væru staðráðin í að stöðva átökin. „Ef Úkraína hefur einhver gögn undir höndum um að Rússland hafi notað íranska dróna í Úkraínu ættu þeir að láta okkur fá þau. Ef það er sannað fyrir okkur að Rússland hafi notað íranska dróna í stríði gegn Úkraínu látum við okkur það ekki í léttu rúmi liggja,“ sagði Amirabdollahian. Bandaríkin og fleiri vestræn ríki sem eiga sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafa krafist þess að Antonio Guterres, framkvæmdastjóri samtakanna, láti rannsaka hvort að Rússar hafi notað íranska dróna til að ráðast á óbreytta borgara í Úkraínu.
Íran Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Segir Rússa hafa gert þrjátíu drónaárásir á tveimur dögum Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sagði í reglulegu ávarpi sínu í nótt að Rússar hafi gert fleiri en þrjátíu árásir með drónum á Úkraínskar borgir síðustu tvo dagana. 28. október 2022 07:34 Senda dróna og eldflaugar til Rússa Ráðamenn í Íran hafa samþykkt að selja Rússum mikið magn eldflauga og dróna. Þau vopn munu Rússar væntanlega nota til að gera árásir á skotmörk í Úkraínu en þær árásir Rússa beinast að mestu gegn borgaralegum skotmörkum og hafa verið fordæmdar sem stríðsglæpir. 18. október 2022 18:17 Fordæma drónaárásir Rússa á óbreytta borgara Hvíta húsið fordæmdi í dag sjálfsprengidrónaárásir Rússa á borgaraleg skotmörk í borgum og bæjum Úkraínu. Talskona Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi að Bandaríkjamenn myndu standa áfram við bakið á Úkraínumönnum og að Rússar myndu gjalda fyrir stríðsglæpi þeirra í Úkraínu. 17. október 2022 23:54 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Segir Rússa hafa gert þrjátíu drónaárásir á tveimur dögum Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sagði í reglulegu ávarpi sínu í nótt að Rússar hafi gert fleiri en þrjátíu árásir með drónum á Úkraínskar borgir síðustu tvo dagana. 28. október 2022 07:34
Senda dróna og eldflaugar til Rússa Ráðamenn í Íran hafa samþykkt að selja Rússum mikið magn eldflauga og dróna. Þau vopn munu Rússar væntanlega nota til að gera árásir á skotmörk í Úkraínu en þær árásir Rússa beinast að mestu gegn borgaralegum skotmörkum og hafa verið fordæmdar sem stríðsglæpir. 18. október 2022 18:17
Fordæma drónaárásir Rússa á óbreytta borgara Hvíta húsið fordæmdi í dag sjálfsprengidrónaárásir Rússa á borgaraleg skotmörk í borgum og bæjum Úkraínu. Talskona Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi að Bandaríkjamenn myndu standa áfram við bakið á Úkraínumönnum og að Rússar myndu gjalda fyrir stríðsglæpi þeirra í Úkraínu. 17. október 2022 23:54