Kynslóð af kynslóð sjálfstæðiskvenna Vala Pálsdóttir skrifar 4. nóvember 2022 12:31 Því var lengst af haldið fram af andstæðingum Sjálfstæðisflokksins að konur ættu ekki brautargengi innan flokksins. En þegar sjálfstæðiskonur taka undir gagnrýni andstæðinga verður ekki setið undir án andmæla. Mér er ljúft og skylt að koma því til áleiðis að konur er víða að finna í starfi flokksins, og hefur verið jafnt í forsvari og grasrótinni um árabil. Konur á öllum aldri - það er ekkert kynslóðabil að finna. Þá hefur það verið áberandi í forystu flokksins og ríkisstjórn, að þar hefur lagt mikið upp úr jöfnu kynjahlutfalli í tíð núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins. Það var vatn á myllu vinstri manna þegar hluti stjórnar Landssambands sjálfstæðiskvenna (LS) gekk úr stjórn haustið 2016 þegar helmingur prófkjöra flokksins var um garð genginn. Leiðtogi Suðurkjördæmis hafði ekki fengið nægan stuðning í prófkjörinu og lýsti stjórn óánægju með þá niðurstöðu, eða svo mætti skilja. Ég var kosningastjóri oddvita Reykjavíkur, Ólafar heitinnar Nordal, í prófkjöri fyrir Alþingiskosningarnar þetta ár. Þær konur sem höfðu sagt skilið við stjórn fögnuðu ekki glæsilegum áranngri Ólafar sem fékk yfir 90% atkvæða í prófkjörinu. Gengi annarra kvenna í Reykjavík var gott en fjórar konur höfnuðu í efstu átta sætunum. Árangur Áslaugar Örnu, sem hafði nýverið verið kosin ritari Sjálfstæðisflokksins, var einnig glæsilegur en hún fékk góðan stuðning sem tryggði henni öruggt þingsæti. Sigríður Andersen og Hildur Sverrisdóttir fylgdu henni fast á eftir. Ólöf hafði einmitt hvatt Áslaugu til þátttöku á landsfundi sem og í prófkjöri og veitt henni haldgóð ráð. Ólöf þurfti ekki að víkja fyrir henni, hún hvatti hana áfram eins og leiðtogar gera. Það var líka önnur ung kona sem Ólöf veitti brautargengi, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem hlaut góða kosningu í annað sæti í Norðurlandi vestra. Það skýtur því skökku við að ætla að endurskrifa söguna árið 2022 um árangur kvenna í flokknum og tala um glataða kynslóð kvenna við brottför ellefu kvenna. Ný stjórn tók við Landssambandi sjálfstæðiskvenna vorið 2017 og kom skemmtilega á óvart sá mikli fjöldi sem tók þátt í starfi sambandins. Fyrir 2020, hafa að jafnaði um tvö þúsund konur tekið þátt í starfi og viðburðum á vegum sambandsins. Þegar LS gaf út blaðið Auður (https://issuu.com/sjalfstaedifl/docs/au_ur-lorez) haustið 2019, þá stækkaði blaðið talsvert þar sem nægur var efniviðurinn, jafnt frá eldri kynslóðum sem nýjum. Það var skarð fyrir skildi þegar konurnar ellefu gengu úr flokknum en eftir var fjöldi öflugra kvenna sem starfaði áfram. Þannig að ómögulegt er að láta sem heil kynslóð hafi horfið úr flokknum, í reynd móðgun við þær þúsundir kvenna sem þar enn starfa. Sérstaklega þegar sveitastjórnarstigið er skoðað. Það kom á óvart, vegna ákvörðunar fyrri stjórnar LS, þegar við greindum hlut kvenna í flokknum fyrir landsfund í mars 2018. Í ljós kom að 45% kjörinna fulltrúa flokksins á sveitastjórnarstiginu voru konur, þessar tæplega sextíu konur voru kjörnir fulltrúar þegar hluti stjórnar LS sagði af sér og höfðu setið frá árinu 2014. Það er líka ánægjulegt að fá tækifæri til að segja aftur, að samanlagður fjöldi kvenna sem voru kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins voru fleiri en konur allra annarra flokka á landsvísu. Hlutur kvenna á sveitastjórnarstiginu hefur haldist óbreyttur, um og yfir 50% í sveitastjórnakosningnum 2018 og 2022. Geri aðrir betur! Raddir vinstri manna hljóðnuðu fljótt þegar þessi staðreynd lá fyrir. Eitt af því sem Landssambandið hefur líka gert síðustu ár er að stofna bakvarðasveit í aðdraganda bæði Alþingis- og sveitarstjórnakosninga. Þar er hópur reyndra kvenna, sem ekki er í framboði, tilbúinn til að gefa góð ráð og svara öllum þeim spurningum sem frambjóðendur hafa. Í bakvarðasveit LS hafa verið konur á öllum aldri, þar er ekkert kynslóðabil. Mín reynsla var sú að allir viðmælendur mínir höfðu mjög skýra sýn hvað þeir vildu en fannst gott að hafa hauk í horni til að geta leitað til ef eitthvað. Þannig styðja konur við konur í flokknum. Þannig viljum við hafa starf Sjálfstæðisflokksins að þekking flytjist milli frambjóðenda - á milli kynslóða. Ég get heils hugar tekið undir það að við eigum að tryggja fjölbreytileika í starfi flokksins, það gerum við með góðu félagsstarfi árið um kring og á landsfundi þegar fjölbreyttur hópur sjálfstæðisfólks kemur saman. Höfundur var formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna 2017-2022 og sat jafnframt í kosningastjórn í Reykjavík 2016 og 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Því var lengst af haldið fram af andstæðingum Sjálfstæðisflokksins að konur ættu ekki brautargengi innan flokksins. En þegar sjálfstæðiskonur taka undir gagnrýni andstæðinga verður ekki setið undir án andmæla. Mér er ljúft og skylt að koma því til áleiðis að konur er víða að finna í starfi flokksins, og hefur verið jafnt í forsvari og grasrótinni um árabil. Konur á öllum aldri - það er ekkert kynslóðabil að finna. Þá hefur það verið áberandi í forystu flokksins og ríkisstjórn, að þar hefur lagt mikið upp úr jöfnu kynjahlutfalli í tíð núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins. Það var vatn á myllu vinstri manna þegar hluti stjórnar Landssambands sjálfstæðiskvenna (LS) gekk úr stjórn haustið 2016 þegar helmingur prófkjöra flokksins var um garð genginn. Leiðtogi Suðurkjördæmis hafði ekki fengið nægan stuðning í prófkjörinu og lýsti stjórn óánægju með þá niðurstöðu, eða svo mætti skilja. Ég var kosningastjóri oddvita Reykjavíkur, Ólafar heitinnar Nordal, í prófkjöri fyrir Alþingiskosningarnar þetta ár. Þær konur sem höfðu sagt skilið við stjórn fögnuðu ekki glæsilegum áranngri Ólafar sem fékk yfir 90% atkvæða í prófkjörinu. Gengi annarra kvenna í Reykjavík var gott en fjórar konur höfnuðu í efstu átta sætunum. Árangur Áslaugar Örnu, sem hafði nýverið verið kosin ritari Sjálfstæðisflokksins, var einnig glæsilegur en hún fékk góðan stuðning sem tryggði henni öruggt þingsæti. Sigríður Andersen og Hildur Sverrisdóttir fylgdu henni fast á eftir. Ólöf hafði einmitt hvatt Áslaugu til þátttöku á landsfundi sem og í prófkjöri og veitt henni haldgóð ráð. Ólöf þurfti ekki að víkja fyrir henni, hún hvatti hana áfram eins og leiðtogar gera. Það var líka önnur ung kona sem Ólöf veitti brautargengi, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem hlaut góða kosningu í annað sæti í Norðurlandi vestra. Það skýtur því skökku við að ætla að endurskrifa söguna árið 2022 um árangur kvenna í flokknum og tala um glataða kynslóð kvenna við brottför ellefu kvenna. Ný stjórn tók við Landssambandi sjálfstæðiskvenna vorið 2017 og kom skemmtilega á óvart sá mikli fjöldi sem tók þátt í starfi sambandins. Fyrir 2020, hafa að jafnaði um tvö þúsund konur tekið þátt í starfi og viðburðum á vegum sambandsins. Þegar LS gaf út blaðið Auður (https://issuu.com/sjalfstaedifl/docs/au_ur-lorez) haustið 2019, þá stækkaði blaðið talsvert þar sem nægur var efniviðurinn, jafnt frá eldri kynslóðum sem nýjum. Það var skarð fyrir skildi þegar konurnar ellefu gengu úr flokknum en eftir var fjöldi öflugra kvenna sem starfaði áfram. Þannig að ómögulegt er að láta sem heil kynslóð hafi horfið úr flokknum, í reynd móðgun við þær þúsundir kvenna sem þar enn starfa. Sérstaklega þegar sveitastjórnarstigið er skoðað. Það kom á óvart, vegna ákvörðunar fyrri stjórnar LS, þegar við greindum hlut kvenna í flokknum fyrir landsfund í mars 2018. Í ljós kom að 45% kjörinna fulltrúa flokksins á sveitastjórnarstiginu voru konur, þessar tæplega sextíu konur voru kjörnir fulltrúar þegar hluti stjórnar LS sagði af sér og höfðu setið frá árinu 2014. Það er líka ánægjulegt að fá tækifæri til að segja aftur, að samanlagður fjöldi kvenna sem voru kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins voru fleiri en konur allra annarra flokka á landsvísu. Hlutur kvenna á sveitastjórnarstiginu hefur haldist óbreyttur, um og yfir 50% í sveitastjórnakosningnum 2018 og 2022. Geri aðrir betur! Raddir vinstri manna hljóðnuðu fljótt þegar þessi staðreynd lá fyrir. Eitt af því sem Landssambandið hefur líka gert síðustu ár er að stofna bakvarðasveit í aðdraganda bæði Alþingis- og sveitarstjórnakosninga. Þar er hópur reyndra kvenna, sem ekki er í framboði, tilbúinn til að gefa góð ráð og svara öllum þeim spurningum sem frambjóðendur hafa. Í bakvarðasveit LS hafa verið konur á öllum aldri, þar er ekkert kynslóðabil. Mín reynsla var sú að allir viðmælendur mínir höfðu mjög skýra sýn hvað þeir vildu en fannst gott að hafa hauk í horni til að geta leitað til ef eitthvað. Þannig styðja konur við konur í flokknum. Þannig viljum við hafa starf Sjálfstæðisflokksins að þekking flytjist milli frambjóðenda - á milli kynslóða. Ég get heils hugar tekið undir það að við eigum að tryggja fjölbreytileika í starfi flokksins, það gerum við með góðu félagsstarfi árið um kring og á landsfundi þegar fjölbreyttur hópur sjálfstæðisfólks kemur saman. Höfundur var formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna 2017-2022 og sat jafnframt í kosningastjórn í Reykjavík 2016 og 2021.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun