„Afætur“ Sigmar Guðmundsson skrifar 4. nóvember 2022 10:01 Fólk ætti að hlusta á Magnús Ingvason, skólameistara FÁ, i viðtali á RÚV í gær. Hann talar um Írösku systurnar Yasameen og Zahraa sem stunduðu nám við skólann í eitt og hálft og stóðu sig afburða vel. Lögðu sig fram um að læra íslensku og voru góðir námsmenn, enda ekki sjálfgefið að það tækifæri fáist í Grikklandi, hvað þá Írak. Þær voru sóttar af lögreglu í skólann og vísað úr landi í skjóli nætur ásamt öðrum úr fjölskyldunni. Magnús talar um stúlkurnar af virðingu og væntumþykju og vísar til þess hvað þær voru vel liðnar af skólafélögum. Magnús og skólasystkinin þekkja systurnar, við flest önnur gerum það ekki. Á sama tíma er sístækkandi hópur íslenskra rasista að kalla stúlkurnar og fjölskyldu þeirra afætur á samfélagsmiðlum og í athugasemdakerfum fjölmiðlanna. Fréttum af ömurlegri framgöngu íslenskra stjórnvalda í þessu máli er póstað með glaðhlakkalegum óskum um góða ferð og ósóminn undirstrikaður með bros og hláturtjáknum. Það fólk þekkir systurnar ekki en telur sig samt þess umkomið að kalla þær og aðra hælisleitendur afætur. Líka fatlaðan bróður þeirra. Á einum þræðinum var fólk svo samanherpt í ofstækinu að fullyrða að hjólastóllinn væri leikmunur í leikriti fjölskyldunnar. Svona talar fólk opinberlega í dag og þykir ekki lengur tiltökumál. Sleggjudómarnir um hælisleitendur verða sífellt svæsnari og æ algengara að sú mynd sé teiknuð upp að öryrkjar, aldraðir og sjúklingar fái ekki þjónustu af því að fólk eins og systurnar fá að ganga í skóla á Íslandi. Engu virðist skipta, hvorki hjá stjórnvöldum né þeim sem ljótast tala í athugasemdum, að mál þessa fólks hafa enn ekki verið kláruð í kerfinu hér á Íslandi. Forsætisráðherra þjóðarinnar kom af fjöllum í fjölmiðlum í gær þegar sú staðreynd barst í tal. Ekkert hefur síðan spurst til félagsmálaráðherrans sem virðist týndur og skoðanalaus á þessum sömu fjöllum. Það er auðvitað ekkert skrítið að umræðan sé að þróast með þessum hætti. Af hverju skyldu Jón og Gunna ekki tala svona í kommentakerfinu á sama tíma og stjórnvöld gefa tóninn með fjandsamlegri stefnu gagnvart fólki í þessari stöðu? Í samfélagi þar sem stjórnvöld telja sér það sæmandi að henda fötluðum manni og námfúsum systrum hans upp í leiguflugvél að næturlagi, í skjóli lögreglu sem skipar flugvallastarfsmönnum að hindra fjölmiðla í að upplýsa almenning um myrkraverkið, er ekkert skrítið að heift og rætni þrífist vel. Eftir höfðinu dansa jú limirnir. Ég geri mér grein fyrir því að það eru ekki miklar líkur á að landsfundarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins nenni að lesa einhverja svona grein frá Viðreisnarþingmanni. En ef einhver þeirra skildi ramba á skrifin, þá langar mig í mestu vinsemd að benda á að skoðanir Bjarna og Guðlaugs á þessu máli, skipta talsvert meira máli en hvort formaður Sjálfstæðisflokksins komi úr Garðabæ eða Borgarnesi. Kannski væri best að höggva á hnútinn með því að gera bara Jón Gunnarsson að formanni. Honum hefur þó að minnsta kosti tekist það sem öðrum dómsmálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins hefur hingað til ekki tekist, en það er að koma enn harðari útlendingastefnu í gegnum þingflokka VG og Framsóknar. Án athugasemda. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Hælisleitendur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Á að banna notkun gervigreindar í háskólum? Guðmundur Björnsson Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Fólk ætti að hlusta á Magnús Ingvason, skólameistara FÁ, i viðtali á RÚV í gær. Hann talar um Írösku systurnar Yasameen og Zahraa sem stunduðu nám við skólann í eitt og hálft og stóðu sig afburða vel. Lögðu sig fram um að læra íslensku og voru góðir námsmenn, enda ekki sjálfgefið að það tækifæri fáist í Grikklandi, hvað þá Írak. Þær voru sóttar af lögreglu í skólann og vísað úr landi í skjóli nætur ásamt öðrum úr fjölskyldunni. Magnús talar um stúlkurnar af virðingu og væntumþykju og vísar til þess hvað þær voru vel liðnar af skólafélögum. Magnús og skólasystkinin þekkja systurnar, við flest önnur gerum það ekki. Á sama tíma er sístækkandi hópur íslenskra rasista að kalla stúlkurnar og fjölskyldu þeirra afætur á samfélagsmiðlum og í athugasemdakerfum fjölmiðlanna. Fréttum af ömurlegri framgöngu íslenskra stjórnvalda í þessu máli er póstað með glaðhlakkalegum óskum um góða ferð og ósóminn undirstrikaður með bros og hláturtjáknum. Það fólk þekkir systurnar ekki en telur sig samt þess umkomið að kalla þær og aðra hælisleitendur afætur. Líka fatlaðan bróður þeirra. Á einum þræðinum var fólk svo samanherpt í ofstækinu að fullyrða að hjólastóllinn væri leikmunur í leikriti fjölskyldunnar. Svona talar fólk opinberlega í dag og þykir ekki lengur tiltökumál. Sleggjudómarnir um hælisleitendur verða sífellt svæsnari og æ algengara að sú mynd sé teiknuð upp að öryrkjar, aldraðir og sjúklingar fái ekki þjónustu af því að fólk eins og systurnar fá að ganga í skóla á Íslandi. Engu virðist skipta, hvorki hjá stjórnvöldum né þeim sem ljótast tala í athugasemdum, að mál þessa fólks hafa enn ekki verið kláruð í kerfinu hér á Íslandi. Forsætisráðherra þjóðarinnar kom af fjöllum í fjölmiðlum í gær þegar sú staðreynd barst í tal. Ekkert hefur síðan spurst til félagsmálaráðherrans sem virðist týndur og skoðanalaus á þessum sömu fjöllum. Það er auðvitað ekkert skrítið að umræðan sé að þróast með þessum hætti. Af hverju skyldu Jón og Gunna ekki tala svona í kommentakerfinu á sama tíma og stjórnvöld gefa tóninn með fjandsamlegri stefnu gagnvart fólki í þessari stöðu? Í samfélagi þar sem stjórnvöld telja sér það sæmandi að henda fötluðum manni og námfúsum systrum hans upp í leiguflugvél að næturlagi, í skjóli lögreglu sem skipar flugvallastarfsmönnum að hindra fjölmiðla í að upplýsa almenning um myrkraverkið, er ekkert skrítið að heift og rætni þrífist vel. Eftir höfðinu dansa jú limirnir. Ég geri mér grein fyrir því að það eru ekki miklar líkur á að landsfundarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins nenni að lesa einhverja svona grein frá Viðreisnarþingmanni. En ef einhver þeirra skildi ramba á skrifin, þá langar mig í mestu vinsemd að benda á að skoðanir Bjarna og Guðlaugs á þessu máli, skipta talsvert meira máli en hvort formaður Sjálfstæðisflokksins komi úr Garðabæ eða Borgarnesi. Kannski væri best að höggva á hnútinn með því að gera bara Jón Gunnarsson að formanni. Honum hefur þó að minnsta kosti tekist það sem öðrum dómsmálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins hefur hingað til ekki tekist, en það er að koma enn harðari útlendingastefnu í gegnum þingflokka VG og Framsóknar. Án athugasemda. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun