„Afætur“ Sigmar Guðmundsson skrifar 4. nóvember 2022 10:01 Fólk ætti að hlusta á Magnús Ingvason, skólameistara FÁ, i viðtali á RÚV í gær. Hann talar um Írösku systurnar Yasameen og Zahraa sem stunduðu nám við skólann í eitt og hálft og stóðu sig afburða vel. Lögðu sig fram um að læra íslensku og voru góðir námsmenn, enda ekki sjálfgefið að það tækifæri fáist í Grikklandi, hvað þá Írak. Þær voru sóttar af lögreglu í skólann og vísað úr landi í skjóli nætur ásamt öðrum úr fjölskyldunni. Magnús talar um stúlkurnar af virðingu og væntumþykju og vísar til þess hvað þær voru vel liðnar af skólafélögum. Magnús og skólasystkinin þekkja systurnar, við flest önnur gerum það ekki. Á sama tíma er sístækkandi hópur íslenskra rasista að kalla stúlkurnar og fjölskyldu þeirra afætur á samfélagsmiðlum og í athugasemdakerfum fjölmiðlanna. Fréttum af ömurlegri framgöngu íslenskra stjórnvalda í þessu máli er póstað með glaðhlakkalegum óskum um góða ferð og ósóminn undirstrikaður með bros og hláturtjáknum. Það fólk þekkir systurnar ekki en telur sig samt þess umkomið að kalla þær og aðra hælisleitendur afætur. Líka fatlaðan bróður þeirra. Á einum þræðinum var fólk svo samanherpt í ofstækinu að fullyrða að hjólastóllinn væri leikmunur í leikriti fjölskyldunnar. Svona talar fólk opinberlega í dag og þykir ekki lengur tiltökumál. Sleggjudómarnir um hælisleitendur verða sífellt svæsnari og æ algengara að sú mynd sé teiknuð upp að öryrkjar, aldraðir og sjúklingar fái ekki þjónustu af því að fólk eins og systurnar fá að ganga í skóla á Íslandi. Engu virðist skipta, hvorki hjá stjórnvöldum né þeim sem ljótast tala í athugasemdum, að mál þessa fólks hafa enn ekki verið kláruð í kerfinu hér á Íslandi. Forsætisráðherra þjóðarinnar kom af fjöllum í fjölmiðlum í gær þegar sú staðreynd barst í tal. Ekkert hefur síðan spurst til félagsmálaráðherrans sem virðist týndur og skoðanalaus á þessum sömu fjöllum. Það er auðvitað ekkert skrítið að umræðan sé að þróast með þessum hætti. Af hverju skyldu Jón og Gunna ekki tala svona í kommentakerfinu á sama tíma og stjórnvöld gefa tóninn með fjandsamlegri stefnu gagnvart fólki í þessari stöðu? Í samfélagi þar sem stjórnvöld telja sér það sæmandi að henda fötluðum manni og námfúsum systrum hans upp í leiguflugvél að næturlagi, í skjóli lögreglu sem skipar flugvallastarfsmönnum að hindra fjölmiðla í að upplýsa almenning um myrkraverkið, er ekkert skrítið að heift og rætni þrífist vel. Eftir höfðinu dansa jú limirnir. Ég geri mér grein fyrir því að það eru ekki miklar líkur á að landsfundarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins nenni að lesa einhverja svona grein frá Viðreisnarþingmanni. En ef einhver þeirra skildi ramba á skrifin, þá langar mig í mestu vinsemd að benda á að skoðanir Bjarna og Guðlaugs á þessu máli, skipta talsvert meira máli en hvort formaður Sjálfstæðisflokksins komi úr Garðabæ eða Borgarnesi. Kannski væri best að höggva á hnútinn með því að gera bara Jón Gunnarsson að formanni. Honum hefur þó að minnsta kosti tekist það sem öðrum dómsmálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins hefur hingað til ekki tekist, en það er að koma enn harðari útlendingastefnu í gegnum þingflokka VG og Framsóknar. Án athugasemda. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Hælisleitendur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fólk ætti að hlusta á Magnús Ingvason, skólameistara FÁ, i viðtali á RÚV í gær. Hann talar um Írösku systurnar Yasameen og Zahraa sem stunduðu nám við skólann í eitt og hálft og stóðu sig afburða vel. Lögðu sig fram um að læra íslensku og voru góðir námsmenn, enda ekki sjálfgefið að það tækifæri fáist í Grikklandi, hvað þá Írak. Þær voru sóttar af lögreglu í skólann og vísað úr landi í skjóli nætur ásamt öðrum úr fjölskyldunni. Magnús talar um stúlkurnar af virðingu og væntumþykju og vísar til þess hvað þær voru vel liðnar af skólafélögum. Magnús og skólasystkinin þekkja systurnar, við flest önnur gerum það ekki. Á sama tíma er sístækkandi hópur íslenskra rasista að kalla stúlkurnar og fjölskyldu þeirra afætur á samfélagsmiðlum og í athugasemdakerfum fjölmiðlanna. Fréttum af ömurlegri framgöngu íslenskra stjórnvalda í þessu máli er póstað með glaðhlakkalegum óskum um góða ferð og ósóminn undirstrikaður með bros og hláturtjáknum. Það fólk þekkir systurnar ekki en telur sig samt þess umkomið að kalla þær og aðra hælisleitendur afætur. Líka fatlaðan bróður þeirra. Á einum þræðinum var fólk svo samanherpt í ofstækinu að fullyrða að hjólastóllinn væri leikmunur í leikriti fjölskyldunnar. Svona talar fólk opinberlega í dag og þykir ekki lengur tiltökumál. Sleggjudómarnir um hælisleitendur verða sífellt svæsnari og æ algengara að sú mynd sé teiknuð upp að öryrkjar, aldraðir og sjúklingar fái ekki þjónustu af því að fólk eins og systurnar fá að ganga í skóla á Íslandi. Engu virðist skipta, hvorki hjá stjórnvöldum né þeim sem ljótast tala í athugasemdum, að mál þessa fólks hafa enn ekki verið kláruð í kerfinu hér á Íslandi. Forsætisráðherra þjóðarinnar kom af fjöllum í fjölmiðlum í gær þegar sú staðreynd barst í tal. Ekkert hefur síðan spurst til félagsmálaráðherrans sem virðist týndur og skoðanalaus á þessum sömu fjöllum. Það er auðvitað ekkert skrítið að umræðan sé að þróast með þessum hætti. Af hverju skyldu Jón og Gunna ekki tala svona í kommentakerfinu á sama tíma og stjórnvöld gefa tóninn með fjandsamlegri stefnu gagnvart fólki í þessari stöðu? Í samfélagi þar sem stjórnvöld telja sér það sæmandi að henda fötluðum manni og námfúsum systrum hans upp í leiguflugvél að næturlagi, í skjóli lögreglu sem skipar flugvallastarfsmönnum að hindra fjölmiðla í að upplýsa almenning um myrkraverkið, er ekkert skrítið að heift og rætni þrífist vel. Eftir höfðinu dansa jú limirnir. Ég geri mér grein fyrir því að það eru ekki miklar líkur á að landsfundarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins nenni að lesa einhverja svona grein frá Viðreisnarþingmanni. En ef einhver þeirra skildi ramba á skrifin, þá langar mig í mestu vinsemd að benda á að skoðanir Bjarna og Guðlaugs á þessu máli, skipta talsvert meira máli en hvort formaður Sjálfstæðisflokksins komi úr Garðabæ eða Borgarnesi. Kannski væri best að höggva á hnútinn með því að gera bara Jón Gunnarsson að formanni. Honum hefur þó að minnsta kosti tekist það sem öðrum dómsmálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins hefur hingað til ekki tekist, en það er að koma enn harðari útlendingastefnu í gegnum þingflokka VG og Framsóknar. Án athugasemda. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar