Framtíðin er okkar Gígja Sigríður Guðjónsdóttir skrifar 2. nóvember 2022 11:00 Sjálfstæðisflokkurinn býður annað hvert ár upp á stærstu og flottustu lýðræðisveislu Íslands þegar landsfundur flokksins er haldinn. Um helgina koma saman um 2.000 fulltrúar flokksins til að móta stefnu og sýn flokksins til framtíðar. Á landsfundi getur allt gerst. Allir hafa atkvæðisrétt, öll atkvæði vega jafnt og allir eru kjörgengir til hvers konar trúnaðarstarfa innan félaga og flokksins í heild. Það stefnir í sögulegan landsfund þar sem tilkynnt hefur verið nokkuð óvænt um mótframboð til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. Landsfundarfulltrúum bíður því það mikla ábyrgðarhlutverk að velja á milli þeirra. Bjarni Benediktsson hefur setið á Alþingi síðan 2003 og hefur verið farsæll formaður flokksins síðan 2009. Guðlaugur Þór var einnig kjörinn á þing árið 2003 og hefur verið í forystu flokksins, sem oddviti og ráðherra en einnig sem ritari Sjálfstæðisflokksins um tíma. Ábyrgð okkar landsfundarfulltrúa er mikil og við þurfum að horfa nokkra leiki fram í tímann og spyrja okkur þessara spurninga: Er Guðlaugur Þór sú breyting sem ég vil akkúrat núna? Er Guðlaugur Þór yfir höfuð raunveruleg breyting? Sjálfstæðismenn hafa átt 9 afbragðs formenn í yfir 90 ára sögu flokksins og allir eiga þeir það sameiginlegt að vera miðaldra karlmenn. Ef sjálfstæðismenn vilja raunverulega breytingu, er sú breyting í boði akkúrat núna? Er svona nauðsynlegt að breyta bara til þess að breyta? Sjálfstæðismenn þurfa nú að sameinast um það að klára yfirstandandi kjörtímabil með krafti undir styrkri stjórn núverandi forystusveitar. Síðan er kominn tími til að leyfa nýrri kynslóð sjálfstæðismanna –ungum konum sem körlum - að taka við keflinu og leiða flokkinn. Höfundur er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ og situr í stjórn Landssambands Sjálfstæðiskvenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn býður annað hvert ár upp á stærstu og flottustu lýðræðisveislu Íslands þegar landsfundur flokksins er haldinn. Um helgina koma saman um 2.000 fulltrúar flokksins til að móta stefnu og sýn flokksins til framtíðar. Á landsfundi getur allt gerst. Allir hafa atkvæðisrétt, öll atkvæði vega jafnt og allir eru kjörgengir til hvers konar trúnaðarstarfa innan félaga og flokksins í heild. Það stefnir í sögulegan landsfund þar sem tilkynnt hefur verið nokkuð óvænt um mótframboð til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. Landsfundarfulltrúum bíður því það mikla ábyrgðarhlutverk að velja á milli þeirra. Bjarni Benediktsson hefur setið á Alþingi síðan 2003 og hefur verið farsæll formaður flokksins síðan 2009. Guðlaugur Þór var einnig kjörinn á þing árið 2003 og hefur verið í forystu flokksins, sem oddviti og ráðherra en einnig sem ritari Sjálfstæðisflokksins um tíma. Ábyrgð okkar landsfundarfulltrúa er mikil og við þurfum að horfa nokkra leiki fram í tímann og spyrja okkur þessara spurninga: Er Guðlaugur Þór sú breyting sem ég vil akkúrat núna? Er Guðlaugur Þór yfir höfuð raunveruleg breyting? Sjálfstæðismenn hafa átt 9 afbragðs formenn í yfir 90 ára sögu flokksins og allir eiga þeir það sameiginlegt að vera miðaldra karlmenn. Ef sjálfstæðismenn vilja raunverulega breytingu, er sú breyting í boði akkúrat núna? Er svona nauðsynlegt að breyta bara til þess að breyta? Sjálfstæðismenn þurfa nú að sameinast um það að klára yfirstandandi kjörtímabil með krafti undir styrkri stjórn núverandi forystusveitar. Síðan er kominn tími til að leyfa nýrri kynslóð sjálfstæðismanna –ungum konum sem körlum - að taka við keflinu og leiða flokkinn. Höfundur er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ og situr í stjórn Landssambands Sjálfstæðiskvenna.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun