Hægt á húsnæðisuppbyggingu til að verja seljendur lúxusíbúða í miðbænum Guðmundur Hrafn Arngrímsson skrifar 1. nóvember 2022 08:32 Í ársbyrjun 2019 kom út skýrsla átakshóp Þjóðhagsráðs um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu húsnæðismarkaði. Þar var máluð kolsvört mynd af stöðunni á húsnæðismarkaði, miklum húsnæðisskorti og lélegri framleiðni á íslenskum húsbyggingarmarkaði. Í niðurstöðum átakshópsins kom fram að óuppfyllt íbúðaþörf væri á milli 5-8.000 íbúðir. Átakshópurinn mat það einnig svo að sú uppbygging á húsnæðis sem þó var fyrir hendi hentaði ekki eigna- og tekjulágum einstaklingum. Í kjölfar þessara niðurstaðna og að tillögu átakshópsins kynnti ríkisstjórnin svo 40 aðgerðir sem koma áttu ástandi á húsnæðismarkaði í ásættanlegt horf. Í byrjun apríl sama ár tilkynntu stjórnvöld svo að auki stuðning við lífskjarasamning í 38 liðum. Allar þessar tillögur sem unnar voru í samstarfi stjórnvalda og hagsmunasamtaka, ásamt embættismönnum og sérfræðingum tóku mið af þeim áþreifanlegum húsnæðisskorti sem birtist hvað skýrast á höfuðborgarsvæðinu. Það þótti því skjóta skökku við að yfirvöld í Reykjavík undir stjórn núverandi borgarstjóra Dags B. Eggertssonar hafi ákveðið að draga úr húsnæðisuppbygginigu í borginni í kjölfarið. Það skyldu eflaust flestir ætla að viðbrögð við skorti á húsnæði þýddi áhersla á aukið framboð, en því var ekki að skipta hjá þáverandi meirihluta í borginni. Meirihlutinn í Reykjavík ákvað að hægja snarlega á húsnæðisuppbyggingu á ársbyrjun 2019 með þeim afleiðingum að íbúðum í Reykjavík fjölgaði aðeins um fimm hundruð fram til ársloka, eða einungis um fimmtíu prósent af þörfinni miðað við fólksfjölgun. Á árunum 2008 til 2014 voru fimm hundruð íbúðir fullkláraðar í Reykjavík, eða eitt einungis hundrað búðir á ári sem skildi eftir sig gríðarlegan skort. Frá 2014 og fram til ársloka 2018 voru tvö þúsund og fimm hundruð íbúðir fullkláraðar í borginni eða að meðaltali sex hundruð og fjörutíu hvert ár. Ástæðan sem gefin var fyrir þessum viðsnúningi hjá borgaryfirvöldum sem þýddi að ganga átti þvert á greiningar og áætlanir stjórnvalda var sú að tveir af viðskiptabönkunum ásamt byggingaraðilum og fasteignasölum töldu offramboð á dýru húsnæði í miðborginni vera að myndast. Til að bregðast við því töldu borgaryfirvöld best að draga úr almennri uppbyggingu þangað til að þessar íbúðir finndu kaupendur. Þetta hafði þau áhrif að húsnæðisverð hækkaði gífurlega og húsaleiga í kjölfarið. Húsnæðisstefna þáverandi meirihluta árið 2019 gekk því út á að verja fjárfesta og byggingaraðila sem stóðu að byggingu lúxusíbúða í miðbænum, á margumtöluðum þéttingareitum en láta almenning og ekki síst leigjendur borga fyrir það. Hækkun á húsaleigu í kjölfarið endaði svo að mestu leyti í vösum sömu fjárfesta, þeirra sem ríktu og ríkja enn yfir húsnæðisuppbyggingu í borginni. Meðalfermetraverð á leigumarkaði í Reykjavík hækkaði um hundrað og fimmtíu krónur á mánuði árið 2018. Árið 2019 varð hækkunin þrjú hundruð krónur, hækkun á húsaleigu jókst því um hundrað prósent á milli ára. Þessi umfram hækkun má rekja beint til ákvarðana borgaryfirvalda um að hægja á uppbyggingu húsnæðis og auka þrýsting á leigumarkaðnum í kjölfarið. Aukakostnaður leigjenda í Reykjavík vegna þessa varð 2.1 milljarður fyrir árið 2019 eða 144.000 kr fyrir hverja meðal-íbúð á leigumarkaðnum. Á leigumarkaði í Reykjavík eru um það bil fjórtán þúsund íbúðir og meðalstærð þeirra er 80 fermetrar. Það gera tæplega 1.2 milljón fermetra sem margfaldast með þeirri umframhækkun sem varð árið 2019. Niðurstaðan er ljós, með ákvörðun sinni um að verja fjárfesta á lúxusíbúðamarkaðnum sköðuðu borgaryfirvöld velferð og framfærslu þúsunda fjölskyldna í Reykjavík. Það var sem sagt offramboð á lúxusíbúðum í miðbænum árið 2019 sem notuð var sem átylla fyrir að hægja á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í borginni með áðurnefndum afleiðingum. Þessi afstaða kom berlega í ljós fyrir síðustu sveitastjórnarkosningar þegar að fulltrúar meirihlutans báru ítrekað við offramboði á húsnæðismarkaði þegar þau voru spurð um ástæðuna fyrir því að dregið var úr uppbyggingu árið 2019. Enn í dag bólar ekkert á yfirsjón þeirri sem ætla mætti að kæmi í kjölfar þess heimatilbúna ástands sem ýkti neyð láglaunafólks í borginni. Hingað til hefur núverandi borgarstjóri þvertekið fyrir að Reykjavíkurborg komi sér sjálf fyrir á húsbyggingamarkaði og auki framboð, né hefur hann léð máls á því að leigjendur fái leiðréttingu vegna ákvarðana hans, þeir sem borga hvað hæst fyrir þessa þjónkun við fjárfesta. Höfundur er formaður Samtaka leigjenda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leigumarkaður Húsnæðismál Reykjavík Borgarstjórn Guðmundur Hrafn Arngrímsson Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í ársbyrjun 2019 kom út skýrsla átakshóp Þjóðhagsráðs um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu húsnæðismarkaði. Þar var máluð kolsvört mynd af stöðunni á húsnæðismarkaði, miklum húsnæðisskorti og lélegri framleiðni á íslenskum húsbyggingarmarkaði. Í niðurstöðum átakshópsins kom fram að óuppfyllt íbúðaþörf væri á milli 5-8.000 íbúðir. Átakshópurinn mat það einnig svo að sú uppbygging á húsnæðis sem þó var fyrir hendi hentaði ekki eigna- og tekjulágum einstaklingum. Í kjölfar þessara niðurstaðna og að tillögu átakshópsins kynnti ríkisstjórnin svo 40 aðgerðir sem koma áttu ástandi á húsnæðismarkaði í ásættanlegt horf. Í byrjun apríl sama ár tilkynntu stjórnvöld svo að auki stuðning við lífskjarasamning í 38 liðum. Allar þessar tillögur sem unnar voru í samstarfi stjórnvalda og hagsmunasamtaka, ásamt embættismönnum og sérfræðingum tóku mið af þeim áþreifanlegum húsnæðisskorti sem birtist hvað skýrast á höfuðborgarsvæðinu. Það þótti því skjóta skökku við að yfirvöld í Reykjavík undir stjórn núverandi borgarstjóra Dags B. Eggertssonar hafi ákveðið að draga úr húsnæðisuppbygginigu í borginni í kjölfarið. Það skyldu eflaust flestir ætla að viðbrögð við skorti á húsnæði þýddi áhersla á aukið framboð, en því var ekki að skipta hjá þáverandi meirihluta í borginni. Meirihlutinn í Reykjavík ákvað að hægja snarlega á húsnæðisuppbyggingu á ársbyrjun 2019 með þeim afleiðingum að íbúðum í Reykjavík fjölgaði aðeins um fimm hundruð fram til ársloka, eða einungis um fimmtíu prósent af þörfinni miðað við fólksfjölgun. Á árunum 2008 til 2014 voru fimm hundruð íbúðir fullkláraðar í Reykjavík, eða eitt einungis hundrað búðir á ári sem skildi eftir sig gríðarlegan skort. Frá 2014 og fram til ársloka 2018 voru tvö þúsund og fimm hundruð íbúðir fullkláraðar í borginni eða að meðaltali sex hundruð og fjörutíu hvert ár. Ástæðan sem gefin var fyrir þessum viðsnúningi hjá borgaryfirvöldum sem þýddi að ganga átti þvert á greiningar og áætlanir stjórnvalda var sú að tveir af viðskiptabönkunum ásamt byggingaraðilum og fasteignasölum töldu offramboð á dýru húsnæði í miðborginni vera að myndast. Til að bregðast við því töldu borgaryfirvöld best að draga úr almennri uppbyggingu þangað til að þessar íbúðir finndu kaupendur. Þetta hafði þau áhrif að húsnæðisverð hækkaði gífurlega og húsaleiga í kjölfarið. Húsnæðisstefna þáverandi meirihluta árið 2019 gekk því út á að verja fjárfesta og byggingaraðila sem stóðu að byggingu lúxusíbúða í miðbænum, á margumtöluðum þéttingareitum en láta almenning og ekki síst leigjendur borga fyrir það. Hækkun á húsaleigu í kjölfarið endaði svo að mestu leyti í vösum sömu fjárfesta, þeirra sem ríktu og ríkja enn yfir húsnæðisuppbyggingu í borginni. Meðalfermetraverð á leigumarkaði í Reykjavík hækkaði um hundrað og fimmtíu krónur á mánuði árið 2018. Árið 2019 varð hækkunin þrjú hundruð krónur, hækkun á húsaleigu jókst því um hundrað prósent á milli ára. Þessi umfram hækkun má rekja beint til ákvarðana borgaryfirvalda um að hægja á uppbyggingu húsnæðis og auka þrýsting á leigumarkaðnum í kjölfarið. Aukakostnaður leigjenda í Reykjavík vegna þessa varð 2.1 milljarður fyrir árið 2019 eða 144.000 kr fyrir hverja meðal-íbúð á leigumarkaðnum. Á leigumarkaði í Reykjavík eru um það bil fjórtán þúsund íbúðir og meðalstærð þeirra er 80 fermetrar. Það gera tæplega 1.2 milljón fermetra sem margfaldast með þeirri umframhækkun sem varð árið 2019. Niðurstaðan er ljós, með ákvörðun sinni um að verja fjárfesta á lúxusíbúðamarkaðnum sköðuðu borgaryfirvöld velferð og framfærslu þúsunda fjölskyldna í Reykjavík. Það var sem sagt offramboð á lúxusíbúðum í miðbænum árið 2019 sem notuð var sem átylla fyrir að hægja á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í borginni með áðurnefndum afleiðingum. Þessi afstaða kom berlega í ljós fyrir síðustu sveitastjórnarkosningar þegar að fulltrúar meirihlutans báru ítrekað við offramboði á húsnæðismarkaði þegar þau voru spurð um ástæðuna fyrir því að dregið var úr uppbyggingu árið 2019. Enn í dag bólar ekkert á yfirsjón þeirri sem ætla mætti að kæmi í kjölfar þess heimatilbúna ástands sem ýkti neyð láglaunafólks í borginni. Hingað til hefur núverandi borgarstjóri þvertekið fyrir að Reykjavíkurborg komi sér sjálf fyrir á húsbyggingamarkaði og auki framboð, né hefur hann léð máls á því að leigjendur fái leiðréttingu vegna ákvarðana hans, þeir sem borga hvað hæst fyrir þessa þjónkun við fjárfesta. Höfundur er formaður Samtaka leigjenda á Íslandi.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun