Ert þú að fara á landsfund? Júlíus Viggó Ólafsson skrifar 31. október 2022 18:31 Ef þú ert að fara á landsfund Sjálfstæðisflokksins næstu helgi þá er líklegt að þú, eins og vafalaust margir aðrir, sért ekki búin að ákveða hvort að Guðlaugur eða Bjarni fái atkvæðið þitt. Ég vil hér fara yfir kosningabaráttuna eins og hún blasir við mér. Innantómur hræðsluáróður Bjarni Benediktsson hefur haldið því fram í bæði opinberum yfirlýsingum og í símtölum við Sjálfstæðisfólk að ríkisstjórnin muni springa verði hann ekki kjörin formaður. Katrín Jakobsdóttir komst hins vegar vel að orði í Reykjavík síðdegis þegar hún sagði orðrétt: „Þetta er bara Sjálfstæðismanna að útkljá“ og tók þar með fyrir þá raulu. Það er ágætt að minna á að ríkisstjórnarsamstarfið byggir á málefnasamningi þriggja flokka, ekki þriggja einstaklinga. Þeir sem fleyta fram þessum áróðri ættu að spyrja sig hvort að ríkisstjórnin myndi springa ef Framsókn myndi velja sér nýjan formann. Við vitum að svarið við því er nei. Því miður hefur orðið vart við það að Bjarni sjálfur og hans nánasta stuðningsfólk dreifi nú þessum hræðsluáróðri til sjálfstæðisfólks. Kannski þarf að minna fólk á það að enginn einn maður er stærri en flokkurinn. Kosningabarátta Bjarna hefur fram til þessa einkennst af því að hann biður ekki um stuðning vegna eigin verðleika, heldur talar um þær „ýmsu hamfarir“ sem munu orsakast af mögulegri formennsku Guðlaugs. Þegar menn reka kosningabaráttu sína á hræðsluáróðri er tvennt sem gæti útskýrt það. Annað hvort ertu ekki með nægilega góða ferilskrá og neyðist því til að mála mótherjann sem verri kost en þig, eða þú hræðist að lúta í lægra haldi og grípur til niðurrifs sem síðasta úrræðis. Hnignandi staða Sjálfstæðisflokksins Fylgi flokksins hefur verið í frjálsu falli í of langan tíma. Staðan er sú að eini hægri flokkur landsins mælist nú með á milli 19-22% fylgi í skoðanakönnunum. Að horfast ekki í augu við þá staðreynd er að stinga hausnum í sandinn. Bjarni Benediktsson hefur þjónað landi og þjóð vel sem fjármálaráðherra, en við Sjálfstæðismenn erum ekki að kjósa okkur fjármálaráðherra. Við erum við að kjósa okkur formann sem getur leitt flokkinn áfram 73% svarenda í könnun Reykjavík Síðdegis í síðustu viku sögðust líklegri til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn með Guðlaug Þór sem formann. Þrátt fyrir það að könnunin sé ekki hávísindaleg, þá gefur hún okkur ágætis mynd af því hvor frambjóðandinn er líklegri til að afla flokknum fylgis. Alls svöruðu 5,700 könnuninni og þar af vildu rúmlega 4,100 sjá Guðlaug í brúnni. Stétt með stétt Kjörorð Sjálfstæðisflokksins voru eitt sinn stétt með stétt og var fylgi hans þverskurður af samfélaginu, hlutfallslega jafn mikið meðal mismunandi hópa óháð samfélagsstöðu. Sú er ekki tíðin lengur. Samkvæmt mælingum hefur flokkurinn misst fylgi sitt meðal lágtekjufólks, sem er nú undir 15%, og meðaltekjufólks sem er hrunið í um það bil 20%, á meðan fylgið helst yfir 40% meðal tekjuhárra. Þróunin hefur átt sér stað með Bjarna Benediktsson við stýrið. Flokkurinn þarf að bæta ásýnd sína og það tekur tíma. Venjulegt fólk, sama inn í hvernig fjölskylduaðstæður það fæðist, á að geta fundið sig í sjálfstæðisstefnunni. Sjálfstæðisstefnan stuðlar að samfélagi byggt á frelsi, tækifærum og ábyrgð. Samfélagi þar sem allir geta náð langt. Það er að minnsta kosti. ástæðan fyrir því að ég skráði mig í flokkinn, vinn í grasrótinni og kýs Sjálfstæðisflokkinn. Suðurkjördæmi Ég er Suðurnesjamaður og er lánsamur að eiga mér fólk að víðsvegar um Suðurkjördæmi. Ef þú ert landsfundarfulltrúi frá Suðurkjördæmi þá væri ekki verra að spyrja sig: „Hvernig hefur Bjarni sinnt kjördæminu sem formaður?“. Ef þú hugsar málið, tel ég líklegt að hið augljósa svar sé: Afar illa. Að lokum Þessi pistill er ekki ætlaður til þess að rífa Bjarna niður. Ég hef stutt hann lengi og það er ekki auðveld ákvörðun að styðja ekki formann flokksins. Hins vegar væri glapræði að horfast ekki í augu við staðreyndir. Fylgi flokksins hefur verið á niðurleið frá fyrsta degi af formennsku hans, fólk sækist í minna mæli eftir því að taka þátt í grasrótinni og það sjá allir að ákveðinn klíkuskapur er farin að hreiðra um sig í flokknum. Þegar fyrirtæki missir markaðshlutdeild sína og það hefur bara gerst undir einum framkvæmdastjóra, þá er kannski kominn tími til að skipta. Höfundur er stjórnarmeðlimur Sambands ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ef þú ert að fara á landsfund Sjálfstæðisflokksins næstu helgi þá er líklegt að þú, eins og vafalaust margir aðrir, sért ekki búin að ákveða hvort að Guðlaugur eða Bjarni fái atkvæðið þitt. Ég vil hér fara yfir kosningabaráttuna eins og hún blasir við mér. Innantómur hræðsluáróður Bjarni Benediktsson hefur haldið því fram í bæði opinberum yfirlýsingum og í símtölum við Sjálfstæðisfólk að ríkisstjórnin muni springa verði hann ekki kjörin formaður. Katrín Jakobsdóttir komst hins vegar vel að orði í Reykjavík síðdegis þegar hún sagði orðrétt: „Þetta er bara Sjálfstæðismanna að útkljá“ og tók þar með fyrir þá raulu. Það er ágætt að minna á að ríkisstjórnarsamstarfið byggir á málefnasamningi þriggja flokka, ekki þriggja einstaklinga. Þeir sem fleyta fram þessum áróðri ættu að spyrja sig hvort að ríkisstjórnin myndi springa ef Framsókn myndi velja sér nýjan formann. Við vitum að svarið við því er nei. Því miður hefur orðið vart við það að Bjarni sjálfur og hans nánasta stuðningsfólk dreifi nú þessum hræðsluáróðri til sjálfstæðisfólks. Kannski þarf að minna fólk á það að enginn einn maður er stærri en flokkurinn. Kosningabarátta Bjarna hefur fram til þessa einkennst af því að hann biður ekki um stuðning vegna eigin verðleika, heldur talar um þær „ýmsu hamfarir“ sem munu orsakast af mögulegri formennsku Guðlaugs. Þegar menn reka kosningabaráttu sína á hræðsluáróðri er tvennt sem gæti útskýrt það. Annað hvort ertu ekki með nægilega góða ferilskrá og neyðist því til að mála mótherjann sem verri kost en þig, eða þú hræðist að lúta í lægra haldi og grípur til niðurrifs sem síðasta úrræðis. Hnignandi staða Sjálfstæðisflokksins Fylgi flokksins hefur verið í frjálsu falli í of langan tíma. Staðan er sú að eini hægri flokkur landsins mælist nú með á milli 19-22% fylgi í skoðanakönnunum. Að horfast ekki í augu við þá staðreynd er að stinga hausnum í sandinn. Bjarni Benediktsson hefur þjónað landi og þjóð vel sem fjármálaráðherra, en við Sjálfstæðismenn erum ekki að kjósa okkur fjármálaráðherra. Við erum við að kjósa okkur formann sem getur leitt flokkinn áfram 73% svarenda í könnun Reykjavík Síðdegis í síðustu viku sögðust líklegri til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn með Guðlaug Þór sem formann. Þrátt fyrir það að könnunin sé ekki hávísindaleg, þá gefur hún okkur ágætis mynd af því hvor frambjóðandinn er líklegri til að afla flokknum fylgis. Alls svöruðu 5,700 könnuninni og þar af vildu rúmlega 4,100 sjá Guðlaug í brúnni. Stétt með stétt Kjörorð Sjálfstæðisflokksins voru eitt sinn stétt með stétt og var fylgi hans þverskurður af samfélaginu, hlutfallslega jafn mikið meðal mismunandi hópa óháð samfélagsstöðu. Sú er ekki tíðin lengur. Samkvæmt mælingum hefur flokkurinn misst fylgi sitt meðal lágtekjufólks, sem er nú undir 15%, og meðaltekjufólks sem er hrunið í um það bil 20%, á meðan fylgið helst yfir 40% meðal tekjuhárra. Þróunin hefur átt sér stað með Bjarna Benediktsson við stýrið. Flokkurinn þarf að bæta ásýnd sína og það tekur tíma. Venjulegt fólk, sama inn í hvernig fjölskylduaðstæður það fæðist, á að geta fundið sig í sjálfstæðisstefnunni. Sjálfstæðisstefnan stuðlar að samfélagi byggt á frelsi, tækifærum og ábyrgð. Samfélagi þar sem allir geta náð langt. Það er að minnsta kosti. ástæðan fyrir því að ég skráði mig í flokkinn, vinn í grasrótinni og kýs Sjálfstæðisflokkinn. Suðurkjördæmi Ég er Suðurnesjamaður og er lánsamur að eiga mér fólk að víðsvegar um Suðurkjördæmi. Ef þú ert landsfundarfulltrúi frá Suðurkjördæmi þá væri ekki verra að spyrja sig: „Hvernig hefur Bjarni sinnt kjördæminu sem formaður?“. Ef þú hugsar málið, tel ég líklegt að hið augljósa svar sé: Afar illa. Að lokum Þessi pistill er ekki ætlaður til þess að rífa Bjarna niður. Ég hef stutt hann lengi og það er ekki auðveld ákvörðun að styðja ekki formann flokksins. Hins vegar væri glapræði að horfast ekki í augu við staðreyndir. Fylgi flokksins hefur verið á niðurleið frá fyrsta degi af formennsku hans, fólk sækist í minna mæli eftir því að taka þátt í grasrótinni og það sjá allir að ákveðinn klíkuskapur er farin að hreiðra um sig í flokknum. Þegar fyrirtæki missir markaðshlutdeild sína og það hefur bara gerst undir einum framkvæmdastjóra, þá er kannski kominn tími til að skipta. Höfundur er stjórnarmeðlimur Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun