Vinkona Önnu Frank er látin Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2022 12:59 Hannah Pick-Goslar fluttist til Ísraels árið 1947 og starfaði sem hjúkrunarfræðingur. Anne Frank House Hin þýska Hannah Pick-Goslar, sem var ein af bestu vinkonum Önnu Frank, er látin, 93 ára að aldri. Safnið Anne Frank House í Amsterdam greinir frá andlátinu og segir að hún hafi andast um liðna helgi, „Hannah Pick-Goslar hafði mikla þyðingu fyrir Anne Frank House. Við gátum ætíð hringt í hana,“ segir í yfirlýsingu safnsins að sögn ABC News. Pick Goslar var vinkona gyðingsins og táningsstúlkunnar Anne Frank sem lést í útrýmingarbúðum nasista þegar hún var sextán ára gömul. Hún kom við sögu í bókinni Dagbók Önnu Frank, undir nafninu Hanneli. Þær Anna og Hannah kynntust þegar þær urðu nágrannar í Amsterdam eftir að fjölskyldur þeirra flúðu frá Þýskalandi til Hollands. Flúðu þau eftir að Adolf Hitler komst til valda í Þýskalandi og gyðingar sættu ofsóknum. Anne Frank House segir að Pick Goslar hafi átt ríkan þátt í að halda minningu Önnu Frank á lofti, en hún skrifaði meðal annars bók til heiðurs vinkonu sinni, Memories of Anne Frank; Reflections of a Childhood Friend. Anne Frank var og fjölskylda hennar földu sig frá nasistum í leyniherbergi í Amsterdam frá 1942 til 1944 þegar upp komst um þau. Voru þau handtekin af fulltrúum leynilögreglu nasista og flutt í útrýmingarbúðir. Í frétt ABC segir að Hannah Pick-Goslar hafi síðast séð Önnu Frank í febrúar 1945. Anne Frank og systir hennar Margot létust að öllum líkindum af völdum taugaveiki í útrýmingarbúðunum Bergen-Belsen mánuði síðar. Pick-Goslar fluttist til Ísraels árið 1947 og starfaði síðar sem hjúkrunarfræðingur. Andlát Ísrael Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Sérstök og sjaldgjæf íslensk nöfn: „vitanlega var mér strítt“ Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Fleiri fréttir Sérstök og sjaldgjæf íslensk nöfn: „vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Sjá meira
Safnið Anne Frank House í Amsterdam greinir frá andlátinu og segir að hún hafi andast um liðna helgi, „Hannah Pick-Goslar hafði mikla þyðingu fyrir Anne Frank House. Við gátum ætíð hringt í hana,“ segir í yfirlýsingu safnsins að sögn ABC News. Pick Goslar var vinkona gyðingsins og táningsstúlkunnar Anne Frank sem lést í útrýmingarbúðum nasista þegar hún var sextán ára gömul. Hún kom við sögu í bókinni Dagbók Önnu Frank, undir nafninu Hanneli. Þær Anna og Hannah kynntust þegar þær urðu nágrannar í Amsterdam eftir að fjölskyldur þeirra flúðu frá Þýskalandi til Hollands. Flúðu þau eftir að Adolf Hitler komst til valda í Þýskalandi og gyðingar sættu ofsóknum. Anne Frank House segir að Pick Goslar hafi átt ríkan þátt í að halda minningu Önnu Frank á lofti, en hún skrifaði meðal annars bók til heiðurs vinkonu sinni, Memories of Anne Frank; Reflections of a Childhood Friend. Anne Frank var og fjölskylda hennar földu sig frá nasistum í leyniherbergi í Amsterdam frá 1942 til 1944 þegar upp komst um þau. Voru þau handtekin af fulltrúum leynilögreglu nasista og flutt í útrýmingarbúðir. Í frétt ABC segir að Hannah Pick-Goslar hafi síðast séð Önnu Frank í febrúar 1945. Anne Frank og systir hennar Margot létust að öllum líkindum af völdum taugaveiki í útrýmingarbúðunum Bergen-Belsen mánuði síðar. Pick-Goslar fluttist til Ísraels árið 1947 og starfaði síðar sem hjúkrunarfræðingur.
Andlát Ísrael Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Sérstök og sjaldgjæf íslensk nöfn: „vitanlega var mér strítt“ Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Fleiri fréttir Sérstök og sjaldgjæf íslensk nöfn: „vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Sjá meira