Ók næstum því á lögreglubíl Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2022 07:21 Flest mál á borði lögreglunnar virðast hafa snúið að akstri fólks undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt en rúmlega hundrað mál voru skráð í dagbók lögreglu frá fimm í gær til fimm í morgun. Sjö voru vistaðir í fangageymslu. Flest mál á borði lögreglunnar virðast hafa snúið að akstri fólks undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn var stöðvaður vegna þess hann var að nota farsíma við aksturinn og reyndist hann sömuleiðis ekki vera með gild ökuréttindi. Annar sem stöðvaður var í miðbænum var ekki með ökuskírteini, slökkt ljós, virti ekki biðskyldu og var næstum því búinn að aka á lögreglubíl. Hann er grunaður um ölvun við akstur. Sautján ára ökumaður var mældur á 110 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er fimmtíu kílómetrar á klukkustund. Í dagbók lögreglu segir að sterkan áfengisþef hafi lagt frá vitum unga mannsins en áfengismælar hafi sýnt hann undir refsimörkum. Málið var unnið með aðkomu móður hans og tilkynning send til Barnaverndar. Þá var tilkynnt um slys í miðbænum í nótt þar sem ungur maður féll af rafhlaupahjóli. Honum blæddi úr vör og nefi og var fluttur á bráðadeild til aðhlynningar. Lögregluþjónar höfðu einnig afskipti af tveimur veitingastöðum í miðbænum í nótt þar sem opnunartími var ekki virtur. Gestir voru því reknir út og stöðunum lokað. Þá barst lögreglunni tilkynning um konu í annarlegu ástandi á veitingastað um klukkan fjögur í nótt. Hún var handtekin grunuð um brot á lögreglusamþykkt og vistuð í fangaklefa vegna ástands. Lögreglumál Næturlíf Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Flest mál á borði lögreglunnar virðast hafa snúið að akstri fólks undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn var stöðvaður vegna þess hann var að nota farsíma við aksturinn og reyndist hann sömuleiðis ekki vera með gild ökuréttindi. Annar sem stöðvaður var í miðbænum var ekki með ökuskírteini, slökkt ljós, virti ekki biðskyldu og var næstum því búinn að aka á lögreglubíl. Hann er grunaður um ölvun við akstur. Sautján ára ökumaður var mældur á 110 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er fimmtíu kílómetrar á klukkustund. Í dagbók lögreglu segir að sterkan áfengisþef hafi lagt frá vitum unga mannsins en áfengismælar hafi sýnt hann undir refsimörkum. Málið var unnið með aðkomu móður hans og tilkynning send til Barnaverndar. Þá var tilkynnt um slys í miðbænum í nótt þar sem ungur maður féll af rafhlaupahjóli. Honum blæddi úr vör og nefi og var fluttur á bráðadeild til aðhlynningar. Lögregluþjónar höfðu einnig afskipti af tveimur veitingastöðum í miðbænum í nótt þar sem opnunartími var ekki virtur. Gestir voru því reknir út og stöðunum lokað. Þá barst lögreglunni tilkynning um konu í annarlegu ástandi á veitingastað um klukkan fjögur í nótt. Hún var handtekin grunuð um brot á lögreglusamþykkt og vistuð í fangaklefa vegna ástands.
Lögreglumál Næturlíf Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira