Segir að Valur hafi átt að vinna Ferencváros Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. október 2022 14:01 Valur vann Ferencváros, 43-39, á þriðjudaginn. vísir/hulda margrét Stefáni Rafni Sigurmannssyni, leikmanni Hauka, fannst ekki jafn mikið til sigurs Vals á Ferencváros í Evrópudeildinni koma og öðrum. Að hans sögn áttu Íslandsmeistararnir að vinna leikinn. Stefán Rafn þekkir vel til í Ungverjalandi en hann lék með Pick Szeged á árunum 2017-21. „Maður sá það á allri umfjöllun að þeir voru „rankaðir“ frekar hátt í Ungverjalandi miðað við allt á Íslandi. Eins og staðan er í dag eru þeir í 7. sæti og að mínu mati eru þeir á réttum stað í deildinni,“ sagði Stefán Rafn í Handkastinu. „Ég horfði á leikinn gegn Val. Hann var skemmtilegur, hraður og mjög mikið af mörkum en lítið um markvörslu. Þeir komu aðeins til baka sem gerði þetta aðeins skemmtilegra. En annars var þetta frekar auðvelt fyrir Valsmenn eins og ég hefði búist við fyrir leikinn.“ Stefán Rafn hefði spáð Val sigri fyrir leikinn gegn Ferencváros einfaldlega því honum finnst Valsmenn vera með sterkara lið. Að hans sögn stenst Ferencváros bestu liðum Ungverjalands ekki snúning. Benedikt Gunnar Óskarsson átti mjög góðan leik gegn Ferencváros.vísir/hulda margrét „Pick Szeged og Veszprém eru sterkust. Svo er annað lið sem heitir Tatabánya og það voru alltaf jafnir leikir gegn þeim, sérstaklega á útivelli. Þeir eru með fullt af landsliðsmönnum og virkilega gott lið,“ sagði Stefán Rafn. Hann er bjartsýnn fyrir hönd Valsmanna í leiknum í Búdapest. „Ég held að Valsmenn séu ekkert að fara á það erfiðan útivöll. Þeir eru ekki með einn erfiðu útivöllunum í Ungverjalandi. Það hefur ekki verið neitt sérstaklega góð mæting hjá þeim. Fótboltaliðið er aðalmálið þarna og handboltaliðið stendur í skugga þess. Allar ákvarðanir eru teknar út frá þeim.“ Ferencváros endaði í 4. sæti ungversku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili en fékk ungversku landsliðsmennina Máté Lékai og Zsolt Balogh í sumar. Lékai var langbesti leikmaður Ferencváros í leiknum gegn Val en Balogh náði sér ekki á strik. „Ég spilaði með Balogh. Hann sýndi lítið í þessum leik og er kannski ekkert betri en þetta núna. En Lékai sýndi gæði sín trekk í trekk. Hann er frábær leikmaður. Svo er markvörðurinn fínn,“ sagði Stefán Rafn. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Evrópudeild karla í handbolta Valur Handkastið Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Sjá meira
„Maður sá það á allri umfjöllun að þeir voru „rankaðir“ frekar hátt í Ungverjalandi miðað við allt á Íslandi. Eins og staðan er í dag eru þeir í 7. sæti og að mínu mati eru þeir á réttum stað í deildinni,“ sagði Stefán Rafn í Handkastinu. „Ég horfði á leikinn gegn Val. Hann var skemmtilegur, hraður og mjög mikið af mörkum en lítið um markvörslu. Þeir komu aðeins til baka sem gerði þetta aðeins skemmtilegra. En annars var þetta frekar auðvelt fyrir Valsmenn eins og ég hefði búist við fyrir leikinn.“ Stefán Rafn hefði spáð Val sigri fyrir leikinn gegn Ferencváros einfaldlega því honum finnst Valsmenn vera með sterkara lið. Að hans sögn stenst Ferencváros bestu liðum Ungverjalands ekki snúning. Benedikt Gunnar Óskarsson átti mjög góðan leik gegn Ferencváros.vísir/hulda margrét „Pick Szeged og Veszprém eru sterkust. Svo er annað lið sem heitir Tatabánya og það voru alltaf jafnir leikir gegn þeim, sérstaklega á útivelli. Þeir eru með fullt af landsliðsmönnum og virkilega gott lið,“ sagði Stefán Rafn. Hann er bjartsýnn fyrir hönd Valsmanna í leiknum í Búdapest. „Ég held að Valsmenn séu ekkert að fara á það erfiðan útivöll. Þeir eru ekki með einn erfiðu útivöllunum í Ungverjalandi. Það hefur ekki verið neitt sérstaklega góð mæting hjá þeim. Fótboltaliðið er aðalmálið þarna og handboltaliðið stendur í skugga þess. Allar ákvarðanir eru teknar út frá þeim.“ Ferencváros endaði í 4. sæti ungversku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili en fékk ungversku landsliðsmennina Máté Lékai og Zsolt Balogh í sumar. Lékai var langbesti leikmaður Ferencváros í leiknum gegn Val en Balogh náði sér ekki á strik. „Ég spilaði með Balogh. Hann sýndi lítið í þessum leik og er kannski ekkert betri en þetta núna. En Lékai sýndi gæði sín trekk í trekk. Hann er frábær leikmaður. Svo er markvörðurinn fínn,“ sagði Stefán Rafn. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Handkastið Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti