Segir að Valur hafi átt að vinna Ferencváros Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. október 2022 14:01 Valur vann Ferencváros, 43-39, á þriðjudaginn. vísir/hulda margrét Stefáni Rafni Sigurmannssyni, leikmanni Hauka, fannst ekki jafn mikið til sigurs Vals á Ferencváros í Evrópudeildinni koma og öðrum. Að hans sögn áttu Íslandsmeistararnir að vinna leikinn. Stefán Rafn þekkir vel til í Ungverjalandi en hann lék með Pick Szeged á árunum 2017-21. „Maður sá það á allri umfjöllun að þeir voru „rankaðir“ frekar hátt í Ungverjalandi miðað við allt á Íslandi. Eins og staðan er í dag eru þeir í 7. sæti og að mínu mati eru þeir á réttum stað í deildinni,“ sagði Stefán Rafn í Handkastinu. „Ég horfði á leikinn gegn Val. Hann var skemmtilegur, hraður og mjög mikið af mörkum en lítið um markvörslu. Þeir komu aðeins til baka sem gerði þetta aðeins skemmtilegra. En annars var þetta frekar auðvelt fyrir Valsmenn eins og ég hefði búist við fyrir leikinn.“ Stefán Rafn hefði spáð Val sigri fyrir leikinn gegn Ferencváros einfaldlega því honum finnst Valsmenn vera með sterkara lið. Að hans sögn stenst Ferencváros bestu liðum Ungverjalands ekki snúning. Benedikt Gunnar Óskarsson átti mjög góðan leik gegn Ferencváros.vísir/hulda margrét „Pick Szeged og Veszprém eru sterkust. Svo er annað lið sem heitir Tatabánya og það voru alltaf jafnir leikir gegn þeim, sérstaklega á útivelli. Þeir eru með fullt af landsliðsmönnum og virkilega gott lið,“ sagði Stefán Rafn. Hann er bjartsýnn fyrir hönd Valsmanna í leiknum í Búdapest. „Ég held að Valsmenn séu ekkert að fara á það erfiðan útivöll. Þeir eru ekki með einn erfiðu útivöllunum í Ungverjalandi. Það hefur ekki verið neitt sérstaklega góð mæting hjá þeim. Fótboltaliðið er aðalmálið þarna og handboltaliðið stendur í skugga þess. Allar ákvarðanir eru teknar út frá þeim.“ Ferencváros endaði í 4. sæti ungversku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili en fékk ungversku landsliðsmennina Máté Lékai og Zsolt Balogh í sumar. Lékai var langbesti leikmaður Ferencváros í leiknum gegn Val en Balogh náði sér ekki á strik. „Ég spilaði með Balogh. Hann sýndi lítið í þessum leik og er kannski ekkert betri en þetta núna. En Lékai sýndi gæði sín trekk í trekk. Hann er frábær leikmaður. Svo er markvörðurinn fínn,“ sagði Stefán Rafn. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Evrópudeild karla í handbolta Valur Handkastið Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Sjá meira
„Maður sá það á allri umfjöllun að þeir voru „rankaðir“ frekar hátt í Ungverjalandi miðað við allt á Íslandi. Eins og staðan er í dag eru þeir í 7. sæti og að mínu mati eru þeir á réttum stað í deildinni,“ sagði Stefán Rafn í Handkastinu. „Ég horfði á leikinn gegn Val. Hann var skemmtilegur, hraður og mjög mikið af mörkum en lítið um markvörslu. Þeir komu aðeins til baka sem gerði þetta aðeins skemmtilegra. En annars var þetta frekar auðvelt fyrir Valsmenn eins og ég hefði búist við fyrir leikinn.“ Stefán Rafn hefði spáð Val sigri fyrir leikinn gegn Ferencváros einfaldlega því honum finnst Valsmenn vera með sterkara lið. Að hans sögn stenst Ferencváros bestu liðum Ungverjalands ekki snúning. Benedikt Gunnar Óskarsson átti mjög góðan leik gegn Ferencváros.vísir/hulda margrét „Pick Szeged og Veszprém eru sterkust. Svo er annað lið sem heitir Tatabánya og það voru alltaf jafnir leikir gegn þeim, sérstaklega á útivelli. Þeir eru með fullt af landsliðsmönnum og virkilega gott lið,“ sagði Stefán Rafn. Hann er bjartsýnn fyrir hönd Valsmanna í leiknum í Búdapest. „Ég held að Valsmenn séu ekkert að fara á það erfiðan útivöll. Þeir eru ekki með einn erfiðu útivöllunum í Ungverjalandi. Það hefur ekki verið neitt sérstaklega góð mæting hjá þeim. Fótboltaliðið er aðalmálið þarna og handboltaliðið stendur í skugga þess. Allar ákvarðanir eru teknar út frá þeim.“ Ferencváros endaði í 4. sæti ungversku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili en fékk ungversku landsliðsmennina Máté Lékai og Zsolt Balogh í sumar. Lékai var langbesti leikmaður Ferencváros í leiknum gegn Val en Balogh náði sér ekki á strik. „Ég spilaði með Balogh. Hann sýndi lítið í þessum leik og er kannski ekkert betri en þetta núna. En Lékai sýndi gæði sín trekk í trekk. Hann er frábær leikmaður. Svo er markvörðurinn fínn,“ sagði Stefán Rafn. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Handkastið Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Sjá meira