Sleppir loftslagsráðstefnunni og ýtir embættismönnum úr stjórninni Kjartan Kjartansson skrifar 28. október 2022 07:34 Rishi Sunak þegar hann ávarpaði loftslagsráðstefnuna í Glasgow í fyrra sem fjármálaráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson. Vísir/EPA Rishi Sunak, nýr forsætisráðherra Bretlands, ætlar ekki að taka þátt í loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi í næsta mánuði. Tilkynningin kemur í kjölfar þess að hann ýtti bæði forseta ráðstefnunnar og loftslagsráðherranum út úr ríkisstjórninni. Downing-stræti 10 staðfestir að Sunak verði ekki viðstaddur þegar þjóðarleiðtogar funda um hvernig þeir geti dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda til þess að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi í nóvember. Vísaði það til aðsteðjandi innanríkismála, þar á meðal fjárlagagerðar, að sögn The Guardian. Liz Truss, forveri Sunak til skamms tíma í embætti forsætisráðherra, er sögð hafa ætlað sér að mæta á að minnsta kosti einn dag ráðstefnunnar. Ákvörðun Sunak hefur sætt gagnrýni, ekki síst þar sem hann lýsti því yfir fyrr í vikunni að umhverfismál yrðu forgangsmál í ríkisstjórn sinni. Ed Miliband, skuggaviðskiptaráðherra Verkamannaflokksins, sakar Sunak um meiriháttar forystuafglöp. „Það sem Rishu Sunak skilur ekki er að aðgerðir gegn loftslagsvánni er lykillinn að mikilvægustu innanríkismálunum, þar á meðal hvernig við lækkum reikninga, sk0pum störf og orkuöryggi,“ hefur breska blaðið Mirror eftir Miliband. In 48 hours as PM, Rishi Sunak has: Pulled out of attending Cop27 in Egypt Removed Cop president Alok Sharma from Cabinet Removed climate minister Graham Stuart from Cabinet— John Stevens (@johnestevens) October 27, 2022 Þeir sem fara með loftslagsmál sitja ekki lengur ríkisstjórnarfundi Bretar voru gestgjafar loftslagsráðstefnunnar þegar hún var haldin í Glasgow í Skotlandi í fyrra. Fyrr í þessari viku ákvað Sunak að Alok Sharma, forseti loftslagsráðstefnunnar, sæti ekki lengur ríkisstjórnarfundi. Sömu örlög hlaut Graham Stuart, loftslagsráðherra ríkisstjórnarinnar. Í skýrslum sem gefnar hafa verið út í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar í næsta mánuði kemur fram að miðað við núverandi losunarmarkmið þjóða heims stefni í að hnattræn hlýnun náni tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar, heilli gráðu meira en metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti ríki til þess að gera loftslagsmál aftur að miðpunkti umræðunnar í vikunni. „Það hefur verið tilhneigin til þess að ýta loftslagsbreytingum til hliðar. Ef okkur tekst ekki að snúa við núverandi þróun eru örlög okkar ráðin,“ sagði hann við breska ríkisútvarpið BBC. Alok Sharma var endurskipaður forseti COP26, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, er situr ekki lengur fundi bresku ríkisstjórnarinnar.Vísir/EPA Bretland Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Tengdar fréttir Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Sjá meira
Downing-stræti 10 staðfestir að Sunak verði ekki viðstaddur þegar þjóðarleiðtogar funda um hvernig þeir geti dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda til þess að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi í nóvember. Vísaði það til aðsteðjandi innanríkismála, þar á meðal fjárlagagerðar, að sögn The Guardian. Liz Truss, forveri Sunak til skamms tíma í embætti forsætisráðherra, er sögð hafa ætlað sér að mæta á að minnsta kosti einn dag ráðstefnunnar. Ákvörðun Sunak hefur sætt gagnrýni, ekki síst þar sem hann lýsti því yfir fyrr í vikunni að umhverfismál yrðu forgangsmál í ríkisstjórn sinni. Ed Miliband, skuggaviðskiptaráðherra Verkamannaflokksins, sakar Sunak um meiriháttar forystuafglöp. „Það sem Rishu Sunak skilur ekki er að aðgerðir gegn loftslagsvánni er lykillinn að mikilvægustu innanríkismálunum, þar á meðal hvernig við lækkum reikninga, sk0pum störf og orkuöryggi,“ hefur breska blaðið Mirror eftir Miliband. In 48 hours as PM, Rishi Sunak has: Pulled out of attending Cop27 in Egypt Removed Cop president Alok Sharma from Cabinet Removed climate minister Graham Stuart from Cabinet— John Stevens (@johnestevens) October 27, 2022 Þeir sem fara með loftslagsmál sitja ekki lengur ríkisstjórnarfundi Bretar voru gestgjafar loftslagsráðstefnunnar þegar hún var haldin í Glasgow í Skotlandi í fyrra. Fyrr í þessari viku ákvað Sunak að Alok Sharma, forseti loftslagsráðstefnunnar, sæti ekki lengur ríkisstjórnarfundi. Sömu örlög hlaut Graham Stuart, loftslagsráðherra ríkisstjórnarinnar. Í skýrslum sem gefnar hafa verið út í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar í næsta mánuði kemur fram að miðað við núverandi losunarmarkmið þjóða heims stefni í að hnattræn hlýnun náni tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar, heilli gráðu meira en metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti ríki til þess að gera loftslagsmál aftur að miðpunkti umræðunnar í vikunni. „Það hefur verið tilhneigin til þess að ýta loftslagsbreytingum til hliðar. Ef okkur tekst ekki að snúa við núverandi þróun eru örlög okkar ráðin,“ sagði hann við breska ríkisútvarpið BBC. Alok Sharma var endurskipaður forseti COP26, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, er situr ekki lengur fundi bresku ríkisstjórnarinnar.Vísir/EPA
Bretland Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Tengdar fréttir Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Sjá meira
Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42