Varð ólétt á Eurovision og gefur út nýja tónlist Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 25. október 2022 15:01 Það er margt um að vera hjá söngkonunni ZÖE. Dóra Dúna Söngkonan ZÖE hefur komið víða að í heimi tónlistarinnar en hún var meðal annars bakraddasöngkona fyrir Eurovision atriði okkar Íslendinga í Torino síðastliðinn maí. Það er mikið á döfinni hjá ZÖE þar sem hún á von á barni, er að senda frá sér nýtt lag og kemur fram á nokkrum tónleikum. Blaðamaður tók púlsinn á ZÖE en næsta föstudag sendir hún frá sér lagið RICOCHET. Hún kemur fram á Iceland Airwaves hátíðinni og er í óðaönn að skipuleggja tónleika sem verða haldnir næstu helgi. Fyrstu Airwaves einkatónleikarnir „Núna á laugardaginn 29. október verða haldnir fallegir og afslappaðir tónleikar á Café Rosenberg þar sem ég kem fram með stórkostlegu vinkonu minni Elínu ey, sem er líklega með uppáhalds íslensku röddina mína. Við munum báðar flytja minimalískar og einlægar framsetningar af lögunum okkar.“ View this post on Instagram A post shared by Z O E (@zoemusic.is) Samstarf ZÖE og Systra er öflugt og verður hún með þeim á Airwaves í ár. Tónleikarnir eru þriðja nóvember í Fríkirkjunni. „Svo verð ég í fyrsta sinn með mína eigin tónleika á Airwaves á Gauknum klukkan 22:40 sama kvöld. Daginn eftir verð ég líka með tónleika á Kex þar sem ég spila ásamt hljómsveit og viðburðurinn er hluti af opinberri dagskrá Airwaves,“ segir ZÖE og hlakkar hún mikið til. View this post on Instagram A post shared by Z O E (@zoemusic.is) Hlustar á hvert einasta orð ZÖE finnur innblástur á ýmsum stöðum en þá sérstaklega úr bæði tónlist og þögn. „Í gegnum árin hef eytt ótrúlega miklum tíma í að hlusta á plötur frá tónlistarfólki sem ég elska. Ég hlusta á þær mörg hundruð sinnum þangað til ég kann og skynja hvert einasta orð. Slíkur lærdómur gerir texta- og lagasmíðina aðgengilega og eðlilega. Þannig vinnur innsæið með manni þegar maður bregst við augnablikum lífsins um leið og þau eiga sér stað. Ég finn líka mikinn innblástur í því að hafa þögn. Ég nýt þess í botn að vera bara til í þögninni og einhvern veginn leyfa hugsunum mínum að flæða.“ View this post on Instagram A post shared by Z O E (@zoemusic.is) Leynigestur kom með heim frá Ítalíu ZÖE segir Eurovision ævintýrið hafa verið mögnuð reynsla og naut hún þess að syngja þar með Systrum og eyða tíma með þeim. „Það mest spennandi við þessa reynslu var þó líklega þegar ég komst að því að ég varð ólétt í þessari ferð.“ View this post on Instagram A post shared by Z O E (@zoemusic.is) Í kjölfarið fluttu hún og unnusti hennar í nýtt hús og eru nú að byggja upptöku og ljósmynda stúdíó á neðstu hæðinni. View this post on Instagram A post shared by Z O E (@zoemusic.is) „Þannig getum við haldið áfram að vera skapandi eftir að barnið kemur í heiminn. Ég er að reyna að koma eins miklu í verk og ég get áður en ég á að eiga, sem er í febrúar. Mig langar ekki að hverfa í tvö ár eftir að ég fæði. Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir andlega líðan listamanns að halda áfram að skapa, skrifa og spila þrátt fyrir að það verði mikið að gera í kjölfar barneigna og ég vil finna leiðir til þess halda tónlistinni inn í okkar daglega lífi.“ Klippa: ZÖE - Shook Uppvöxtur í LA og íslenska tónlistarsenan Aðspurð hvort hún finni mun á íslensku tónlistarsenunni og annars staðar í heiminum segir ZÖE: „Algjörlega. Ég held að tónlistin hér yfir höfuð sé ólík öllu sem ég upplifði þegar ég ólst upp í Los Angeles.“ ZÖE kann vel að meta íslensku tónlistarsenuna.Dóra Dúna Hún segir muninn meðal annars liggja í tónlistarmenntun Íslendinga sem læra gjarnan á hljóðfæri sem börn. „Mér finnst tónlistarsköpunin fá meiri virðingu og alúð hérlendis. Stór hópur fólks sem ég hef kynnst hér fóru til dæmis öll í sama tónlistarskóla til að læra að spila almennilega. Ég ber virkilega mikla virðingu fyrir þeim sem taka sér góðan tíma til að skilja og læra almennilega á það sköpunarform sem þeir hafa áhuga á. Mér finnst líka almennt eins og tónlist sé eitt af þeim listformum sem margir taka styttri leiðina að sem getur lækkað gæði lagasmíðarinnar. Þannig að ég er ótrúlega þakklát að fá að vera hluti af samfélagi svona margra magnaðra tónlistarmanna sem elska það sem þeir gera nógu mikið til að læra á það sem listform.“ Tónlist Airwaves Tónleikar á Íslandi Barnalán Ástin og lífið Eurovision Tengdar fréttir Júrógarðurinn: TikTok partý, bakraddir og Eurovision þorpið Í nýjasta þættinum af Júrógarðinum kíkjum á stemninguna í TikTok partýi í kvikmyndasafni hér í Tórínó og einnig í Eurovision þorpinu þar sem þúsundir safnast saman og horfa á keppnina utan dyra. 13. maí 2022 18:11 ZÖE frumsýnir myndband við lagið Shook Vísir frumsýnir í dag myndbandið við lagið Shook frá tónlistarkonunni og pródúsentinum ZÖE, sem er þekktust fyrir lagið sitt Let Me Fall sem var titillag myndarinnar Lof Mér Að Falla. Lagið Shook er fyrsta lag af komandi breiðskífu hennar sem er væntanleg á næsta ári. 26. ágúst 2020 12:00 Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Blaðamaður tók púlsinn á ZÖE en næsta föstudag sendir hún frá sér lagið RICOCHET. Hún kemur fram á Iceland Airwaves hátíðinni og er í óðaönn að skipuleggja tónleika sem verða haldnir næstu helgi. Fyrstu Airwaves einkatónleikarnir „Núna á laugardaginn 29. október verða haldnir fallegir og afslappaðir tónleikar á Café Rosenberg þar sem ég kem fram með stórkostlegu vinkonu minni Elínu ey, sem er líklega með uppáhalds íslensku röddina mína. Við munum báðar flytja minimalískar og einlægar framsetningar af lögunum okkar.“ View this post on Instagram A post shared by Z O E (@zoemusic.is) Samstarf ZÖE og Systra er öflugt og verður hún með þeim á Airwaves í ár. Tónleikarnir eru þriðja nóvember í Fríkirkjunni. „Svo verð ég í fyrsta sinn með mína eigin tónleika á Airwaves á Gauknum klukkan 22:40 sama kvöld. Daginn eftir verð ég líka með tónleika á Kex þar sem ég spila ásamt hljómsveit og viðburðurinn er hluti af opinberri dagskrá Airwaves,“ segir ZÖE og hlakkar hún mikið til. View this post on Instagram A post shared by Z O E (@zoemusic.is) Hlustar á hvert einasta orð ZÖE finnur innblástur á ýmsum stöðum en þá sérstaklega úr bæði tónlist og þögn. „Í gegnum árin hef eytt ótrúlega miklum tíma í að hlusta á plötur frá tónlistarfólki sem ég elska. Ég hlusta á þær mörg hundruð sinnum þangað til ég kann og skynja hvert einasta orð. Slíkur lærdómur gerir texta- og lagasmíðina aðgengilega og eðlilega. Þannig vinnur innsæið með manni þegar maður bregst við augnablikum lífsins um leið og þau eiga sér stað. Ég finn líka mikinn innblástur í því að hafa þögn. Ég nýt þess í botn að vera bara til í þögninni og einhvern veginn leyfa hugsunum mínum að flæða.“ View this post on Instagram A post shared by Z O E (@zoemusic.is) Leynigestur kom með heim frá Ítalíu ZÖE segir Eurovision ævintýrið hafa verið mögnuð reynsla og naut hún þess að syngja þar með Systrum og eyða tíma með þeim. „Það mest spennandi við þessa reynslu var þó líklega þegar ég komst að því að ég varð ólétt í þessari ferð.“ View this post on Instagram A post shared by Z O E (@zoemusic.is) Í kjölfarið fluttu hún og unnusti hennar í nýtt hús og eru nú að byggja upptöku og ljósmynda stúdíó á neðstu hæðinni. View this post on Instagram A post shared by Z O E (@zoemusic.is) „Þannig getum við haldið áfram að vera skapandi eftir að barnið kemur í heiminn. Ég er að reyna að koma eins miklu í verk og ég get áður en ég á að eiga, sem er í febrúar. Mig langar ekki að hverfa í tvö ár eftir að ég fæði. Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir andlega líðan listamanns að halda áfram að skapa, skrifa og spila þrátt fyrir að það verði mikið að gera í kjölfar barneigna og ég vil finna leiðir til þess halda tónlistinni inn í okkar daglega lífi.“ Klippa: ZÖE - Shook Uppvöxtur í LA og íslenska tónlistarsenan Aðspurð hvort hún finni mun á íslensku tónlistarsenunni og annars staðar í heiminum segir ZÖE: „Algjörlega. Ég held að tónlistin hér yfir höfuð sé ólík öllu sem ég upplifði þegar ég ólst upp í Los Angeles.“ ZÖE kann vel að meta íslensku tónlistarsenuna.Dóra Dúna Hún segir muninn meðal annars liggja í tónlistarmenntun Íslendinga sem læra gjarnan á hljóðfæri sem börn. „Mér finnst tónlistarsköpunin fá meiri virðingu og alúð hérlendis. Stór hópur fólks sem ég hef kynnst hér fóru til dæmis öll í sama tónlistarskóla til að læra að spila almennilega. Ég ber virkilega mikla virðingu fyrir þeim sem taka sér góðan tíma til að skilja og læra almennilega á það sköpunarform sem þeir hafa áhuga á. Mér finnst líka almennt eins og tónlist sé eitt af þeim listformum sem margir taka styttri leiðina að sem getur lækkað gæði lagasmíðarinnar. Þannig að ég er ótrúlega þakklát að fá að vera hluti af samfélagi svona margra magnaðra tónlistarmanna sem elska það sem þeir gera nógu mikið til að læra á það sem listform.“
Tónlist Airwaves Tónleikar á Íslandi Barnalán Ástin og lífið Eurovision Tengdar fréttir Júrógarðurinn: TikTok partý, bakraddir og Eurovision þorpið Í nýjasta þættinum af Júrógarðinum kíkjum á stemninguna í TikTok partýi í kvikmyndasafni hér í Tórínó og einnig í Eurovision þorpinu þar sem þúsundir safnast saman og horfa á keppnina utan dyra. 13. maí 2022 18:11 ZÖE frumsýnir myndband við lagið Shook Vísir frumsýnir í dag myndbandið við lagið Shook frá tónlistarkonunni og pródúsentinum ZÖE, sem er þekktust fyrir lagið sitt Let Me Fall sem var titillag myndarinnar Lof Mér Að Falla. Lagið Shook er fyrsta lag af komandi breiðskífu hennar sem er væntanleg á næsta ári. 26. ágúst 2020 12:00 Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Júrógarðurinn: TikTok partý, bakraddir og Eurovision þorpið Í nýjasta þættinum af Júrógarðinum kíkjum á stemninguna í TikTok partýi í kvikmyndasafni hér í Tórínó og einnig í Eurovision þorpinu þar sem þúsundir safnast saman og horfa á keppnina utan dyra. 13. maí 2022 18:11
ZÖE frumsýnir myndband við lagið Shook Vísir frumsýnir í dag myndbandið við lagið Shook frá tónlistarkonunni og pródúsentinum ZÖE, sem er þekktust fyrir lagið sitt Let Me Fall sem var titillag myndarinnar Lof Mér Að Falla. Lagið Shook er fyrsta lag af komandi breiðskífu hennar sem er væntanleg á næsta ári. 26. ágúst 2020 12:00