Kvennafrídagurinn – innblástur til breytinga Elva Hrönn Hjartardóttir skrifar 24. október 2022 17:02 Í dag er Kvennafrídagurinn og þó að orðið sjálft hljómi eins og dásamlegt frí fyrir konur með heitri sól, hvítum ströndum og tilheyrandi tásumyndum er raunin hins vegar ekki sú. Kvennafrí er ákall um samstöðu og breytingar, áminning um að á vinnumarkaðnum viðgengst kynbundið (launa)misrétti sem lengi hefur fengið að þrífast, sérstaklega í ákveðnum atvinnugreinum. Kvennafrídagurinn var fyrst haldinn þann 24. október árið 1975 á degi Sameinuðu þjóðanna sem tileinkuðu það ár málefnum kvenna. Þennan dag lögðu langflestar konur niður störf og fjölmenntu baráttufundi sem haldnir voru um land allt og var þátttaka svo mikil að viðburðurinn vakti heimsathygli. Sjálf var ég ekki fædd þennan dag en ég get rétt ímyndað mér samstöðuandann sem þarna hefur ríkt. Síðan þá hefur kvennafrídagurinn verið haldinn fimm sinnum, nú síðast árið 2018 en þá stóð ég með dóttur minni og tengdamóður á Arnarhóli ásamt fjölda fólks sem var mætt til að krefjast jafnréttis á vinnumarkaðnum og samfélaginu öllu. Síðan eru liðin fjögur ár og enn þrífst kynbundið misrétti og -ofbeldi og óútskýrður launamunur kynjanna á íslenskum vinnumarkaði. Konur í sjálfboðavinnu á vinnumarkaðnum Allt frá því að kvennahreyfingin hrærði upp í þjóðfélaginu upp úr 1980 með kröfum sínum um aukin réttindi fyrir konur og börn hefur atvinnuþátttaka kvenna á Íslandi aukist og er nú með þeim hæstu meðal OECD ríkjanna, eða um 87% prósent.[1] Þrátt fyrir þessa mikilvægu þróun á vinnumarkaði og í jafnréttismálum hafa konur alltaf mætt miklu misrétti í atvinnulífinu og þá sérstaklega hvað varðar laun og tækifæri. Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands um launamun kynjanna eru konur með 21,9% lægri meðalatvinnutekjur miðað við meðalatvinnutekjur karla. Það þýðir að að konur vinna launalaust eftir kl. 15:15, sé miðað við fullan vinnudag frá kl. 9:00 -17:00. Fyrir þessu er engin ástæða sem hægt er að útskýra, nema kyn fólks og val kynjanna á námi og starfi. Skýrður eða leiðréttur launamunur er sá munur á launum sem orsakast meðal annars af starfshlutfalli, yfirvinnu, menntun og starfsreynslu. Í gegnum tíðina hafa konur frekar sinnt hlutastörfum en karlar og gera enn. Það má meðal annars rekja til þess að konur hafa að mestu haldið utan um önnur störf eins og heimilisstörf og umönnun barna og annarra fjölskyldumeðlima. Þessi störf, sem í dag eru gjarnan kölluð þriðja vaktin, eru með öllu ólaunuð og hafa hingað til ekki fengið þá viðurkenningu sem þau ættu að fá og eru ekki metin til lífeyris. Þar af leiðir að þegar kemur að efri árunum hafa konur lægri lífeyristekjur en karlar. Þetta á líka við um konur sem hafa tekið fæðingarorlof á sinni starfsævi. Misréttið heldur áfram að starfsævinni lokinni. Óútskýrður eða óleiðréttur launamunur er það sem eftir stendur þegar búið er að taka inn í myndina þá þætti sem taldir eru upp hér að ofan og ber hann nafn með rentu. Það er ekkert sem ústkýrir þennan launamun – nema þá kyn fólks líkt og áður sagði. Komast má að þeirri niðurstöðu með því að líta yfir ákveðnar atvinnugreinar á vinnumarkaði. Í þeim atvinnugreinum þar sem konur eru meirihluti starfsfólks, svokölluð hefðbundin kvennastörf, eru laun almennt lægri en í þeim atvinnugreinum þar sem karlar eru í meirihluta. Þó er hefð fyrir því að karlar sem sinna hefðbundnum kvennastörfum fái hærri laun en konur í sambærilegum störfum. Áþreifanleg verðmæti umfram heilsu og vellíðan fólks Hefðbundin kvennastörf eiga það sameiginlegt að þeirra verðmætasköpun er sjaldnast áþreifanleg og þau hafa hingað til verið vametin á kerfislægan hátt. Þeim fylgir mikið áreiti, andlegt og líkamlegt álag og margir boltar sem þarf að halda á lofti í einu, sem leiðir oft til kulnunar í starfi. Undir þessi störf falla til dæmis störf kennara, heilbrigðisstarfsfólks (þá aðallega hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða) og önnur umönnunarstörf, störf verkafólks og störf verslunarfólks. Allt eru þetta þó störf sem þarf að sinna eigi samfélagið okkar að ganga. Innan hefðbundinna karlastarfa þrífast launahækkanir, arð- og bónusgreiðslur og þau einkennast af því að þau skila af sér áþreifanlegum verðmætum sem auðvelt er að meta til fjár. Þetta eru að mestu störf í tækni- og fjármálageiranum og verk- og iðngreinar. Við þurfum líka á þessum störfum að halda í samfélaginu okkar en við hljótum engu að síður að meta menntun, vellíðan og velferð fólks til jafns við-, eða jafnvel meira en peninga eða hvað? Kynbundin störf og -laun eru tímaskekkja sem þarf að leiðrétta Launamismunur kynjanna er raunverulegt vandamál sem hefur fengið að þrífast á vinnumarkaði frá upphafi. Kerfið okkar, staðalmyndir og rík menning launaleyndar á vinnustöðum sjá til þess að svo sé, en launaleynd lifir enn góðu lífi þrátt fyrir að árið 2008 hafi fólki verið gert heimilt með lögum að skýra frá launakjörum sínum ef það kýs að gera svo.[2] Til allrar lukku er kerfið þó ekki óviðráðanlegur mekanismi með sjálfstæða hugsun. Við erum kerfið og við getum breytt því til hins betra. Til þess þarf þó hugarfarsbreytingu og sameiginlegt átak vinnumarkaðarins, stjórnvalda og okkar allra. Látum Kvennafrídaginn verða okkur innblástur til breytinga og útrýmum kynjamisrétti á vinnumarkaði sem og utan hans og leiðréttum skakkt verðmætamat. Höfundur er stjórnmálafræðingur og vinnur hjá stéttarfélagi. [1] https://data.oecd.org/emp/labour-force-participation-rate.htm [2] https://www.althingi.is/lagas/150c/2008010.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í dag er Kvennafrídagurinn og þó að orðið sjálft hljómi eins og dásamlegt frí fyrir konur með heitri sól, hvítum ströndum og tilheyrandi tásumyndum er raunin hins vegar ekki sú. Kvennafrí er ákall um samstöðu og breytingar, áminning um að á vinnumarkaðnum viðgengst kynbundið (launa)misrétti sem lengi hefur fengið að þrífast, sérstaklega í ákveðnum atvinnugreinum. Kvennafrídagurinn var fyrst haldinn þann 24. október árið 1975 á degi Sameinuðu þjóðanna sem tileinkuðu það ár málefnum kvenna. Þennan dag lögðu langflestar konur niður störf og fjölmenntu baráttufundi sem haldnir voru um land allt og var þátttaka svo mikil að viðburðurinn vakti heimsathygli. Sjálf var ég ekki fædd þennan dag en ég get rétt ímyndað mér samstöðuandann sem þarna hefur ríkt. Síðan þá hefur kvennafrídagurinn verið haldinn fimm sinnum, nú síðast árið 2018 en þá stóð ég með dóttur minni og tengdamóður á Arnarhóli ásamt fjölda fólks sem var mætt til að krefjast jafnréttis á vinnumarkaðnum og samfélaginu öllu. Síðan eru liðin fjögur ár og enn þrífst kynbundið misrétti og -ofbeldi og óútskýrður launamunur kynjanna á íslenskum vinnumarkaði. Konur í sjálfboðavinnu á vinnumarkaðnum Allt frá því að kvennahreyfingin hrærði upp í þjóðfélaginu upp úr 1980 með kröfum sínum um aukin réttindi fyrir konur og börn hefur atvinnuþátttaka kvenna á Íslandi aukist og er nú með þeim hæstu meðal OECD ríkjanna, eða um 87% prósent.[1] Þrátt fyrir þessa mikilvægu þróun á vinnumarkaði og í jafnréttismálum hafa konur alltaf mætt miklu misrétti í atvinnulífinu og þá sérstaklega hvað varðar laun og tækifæri. Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands um launamun kynjanna eru konur með 21,9% lægri meðalatvinnutekjur miðað við meðalatvinnutekjur karla. Það þýðir að að konur vinna launalaust eftir kl. 15:15, sé miðað við fullan vinnudag frá kl. 9:00 -17:00. Fyrir þessu er engin ástæða sem hægt er að útskýra, nema kyn fólks og val kynjanna á námi og starfi. Skýrður eða leiðréttur launamunur er sá munur á launum sem orsakast meðal annars af starfshlutfalli, yfirvinnu, menntun og starfsreynslu. Í gegnum tíðina hafa konur frekar sinnt hlutastörfum en karlar og gera enn. Það má meðal annars rekja til þess að konur hafa að mestu haldið utan um önnur störf eins og heimilisstörf og umönnun barna og annarra fjölskyldumeðlima. Þessi störf, sem í dag eru gjarnan kölluð þriðja vaktin, eru með öllu ólaunuð og hafa hingað til ekki fengið þá viðurkenningu sem þau ættu að fá og eru ekki metin til lífeyris. Þar af leiðir að þegar kemur að efri árunum hafa konur lægri lífeyristekjur en karlar. Þetta á líka við um konur sem hafa tekið fæðingarorlof á sinni starfsævi. Misréttið heldur áfram að starfsævinni lokinni. Óútskýrður eða óleiðréttur launamunur er það sem eftir stendur þegar búið er að taka inn í myndina þá þætti sem taldir eru upp hér að ofan og ber hann nafn með rentu. Það er ekkert sem ústkýrir þennan launamun – nema þá kyn fólks líkt og áður sagði. Komast má að þeirri niðurstöðu með því að líta yfir ákveðnar atvinnugreinar á vinnumarkaði. Í þeim atvinnugreinum þar sem konur eru meirihluti starfsfólks, svokölluð hefðbundin kvennastörf, eru laun almennt lægri en í þeim atvinnugreinum þar sem karlar eru í meirihluta. Þó er hefð fyrir því að karlar sem sinna hefðbundnum kvennastörfum fái hærri laun en konur í sambærilegum störfum. Áþreifanleg verðmæti umfram heilsu og vellíðan fólks Hefðbundin kvennastörf eiga það sameiginlegt að þeirra verðmætasköpun er sjaldnast áþreifanleg og þau hafa hingað til verið vametin á kerfislægan hátt. Þeim fylgir mikið áreiti, andlegt og líkamlegt álag og margir boltar sem þarf að halda á lofti í einu, sem leiðir oft til kulnunar í starfi. Undir þessi störf falla til dæmis störf kennara, heilbrigðisstarfsfólks (þá aðallega hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða) og önnur umönnunarstörf, störf verkafólks og störf verslunarfólks. Allt eru þetta þó störf sem þarf að sinna eigi samfélagið okkar að ganga. Innan hefðbundinna karlastarfa þrífast launahækkanir, arð- og bónusgreiðslur og þau einkennast af því að þau skila af sér áþreifanlegum verðmætum sem auðvelt er að meta til fjár. Þetta eru að mestu störf í tækni- og fjármálageiranum og verk- og iðngreinar. Við þurfum líka á þessum störfum að halda í samfélaginu okkar en við hljótum engu að síður að meta menntun, vellíðan og velferð fólks til jafns við-, eða jafnvel meira en peninga eða hvað? Kynbundin störf og -laun eru tímaskekkja sem þarf að leiðrétta Launamismunur kynjanna er raunverulegt vandamál sem hefur fengið að þrífast á vinnumarkaði frá upphafi. Kerfið okkar, staðalmyndir og rík menning launaleyndar á vinnustöðum sjá til þess að svo sé, en launaleynd lifir enn góðu lífi þrátt fyrir að árið 2008 hafi fólki verið gert heimilt með lögum að skýra frá launakjörum sínum ef það kýs að gera svo.[2] Til allrar lukku er kerfið þó ekki óviðráðanlegur mekanismi með sjálfstæða hugsun. Við erum kerfið og við getum breytt því til hins betra. Til þess þarf þó hugarfarsbreytingu og sameiginlegt átak vinnumarkaðarins, stjórnvalda og okkar allra. Látum Kvennafrídaginn verða okkur innblástur til breytinga og útrýmum kynjamisrétti á vinnumarkaði sem og utan hans og leiðréttum skakkt verðmætamat. Höfundur er stjórnmálafræðingur og vinnur hjá stéttarfélagi. [1] https://data.oecd.org/emp/labour-force-participation-rate.htm [2] https://www.althingi.is/lagas/150c/2008010.html
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar