Kvennafrí Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 24. október 2022 16:31 Í dag eru 47 ár frá kvennafrídeginum þegar konur lögðu niður störf og kröfðust launajafnréttis. Kvennafrídagurinn sýndi mátt kvennasamstöðunnar í verki. Kvennasamstaðan er magnað fyrirbæri sem hefur verið hreyfiafl mikilvægra samfélagsumbóta í þágu jafnréttis og mannréttinda. Engu að síður búa konur hér á landi enn við launamisrétti sem rekja má að mestu til kynskipts vinnumarkaðar og vanmats á virði kvennastarfa. Hvernig gengur ? Samkvæmt launarannsókn Hagstofunnar var óleiðréttur launamunur kynjanna 14,8% á almennum vinnumarkaði, 14,0% hjá ríkisstarfsmönnum og 7,4% meðal starfsfólks sveitarfélaga árið 2019. Það er óþolandi að nú hátt í 70 árum eftir lögfestingu launajafnréttis hér á landi sé staðan þessi. Virði starfa Beina þarf sjónum að virðismati starfa. Launajafnrétti næst ekki nema launasetning byggi á heildstæðu mati starfa þar sem litið er til þátta eins og ábyrgðar á fólki, tilfinningalegu álagi, vinnuumhverfi, og samkenndar til jafns við mannaforráð og ábyrgð á fjármálum. Þó að launajafnrétti á vettvangi sveitarfélaga hafi ekki verið náð skera sveitarfélög sig úr með næstum helmingi lægri launamun er aðrir markaðir. Leið sveitarfélaga Sérstaða sveitarfélaganna á sér án efa margvíslegar skýringar. Ein þeirra er vafalaust sú að frá aldamótum hafa sveitarfélögin beint sjónum að verðmætamati starfa og notast við starfsmatskerfi við mat á störfum. Í því felst að mat á virði starfa byggir á samræmdum viðmiðum sem leitast er við að feli ekki í sér kynjaskekkju Starfsmatskerfið nær aðeins til grunnlauna starfa og verk að vinna að vinna hvað varðar viðbótarlaunin. Um þessar myndir er aukin áhersla á virðismat starfa og er því full ástæða til að líta til reynslu sveitarfélaganna af notkun starfsmatskerfis í þeirri vegferð. Launamisrétti þarf að uppræta því þessi félagslegi og efnahagslegi veruleiki kvenna hefur áhrif á lífsgæði og efnahagslega stöðu þeirra alla ævi. Við það verður ekki unað fyrr en fullt jafnrétti næst. Til hamingju með daginn! Höfundur er borgarfulltrúi, formaður sambands íslenskra sveitarfélaga, varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Síbreytileiki sóttvarnaraðgerða Gunnar Ingi Björnsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ekki lofa einhverju sem þú ætlar ekki að standa við Ágústa Árnadóttir Skoðun Í skjóli hinna hugrökku Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag eru 47 ár frá kvennafrídeginum þegar konur lögðu niður störf og kröfðust launajafnréttis. Kvennafrídagurinn sýndi mátt kvennasamstöðunnar í verki. Kvennasamstaðan er magnað fyrirbæri sem hefur verið hreyfiafl mikilvægra samfélagsumbóta í þágu jafnréttis og mannréttinda. Engu að síður búa konur hér á landi enn við launamisrétti sem rekja má að mestu til kynskipts vinnumarkaðar og vanmats á virði kvennastarfa. Hvernig gengur ? Samkvæmt launarannsókn Hagstofunnar var óleiðréttur launamunur kynjanna 14,8% á almennum vinnumarkaði, 14,0% hjá ríkisstarfsmönnum og 7,4% meðal starfsfólks sveitarfélaga árið 2019. Það er óþolandi að nú hátt í 70 árum eftir lögfestingu launajafnréttis hér á landi sé staðan þessi. Virði starfa Beina þarf sjónum að virðismati starfa. Launajafnrétti næst ekki nema launasetning byggi á heildstæðu mati starfa þar sem litið er til þátta eins og ábyrgðar á fólki, tilfinningalegu álagi, vinnuumhverfi, og samkenndar til jafns við mannaforráð og ábyrgð á fjármálum. Þó að launajafnrétti á vettvangi sveitarfélaga hafi ekki verið náð skera sveitarfélög sig úr með næstum helmingi lægri launamun er aðrir markaðir. Leið sveitarfélaga Sérstaða sveitarfélaganna á sér án efa margvíslegar skýringar. Ein þeirra er vafalaust sú að frá aldamótum hafa sveitarfélögin beint sjónum að verðmætamati starfa og notast við starfsmatskerfi við mat á störfum. Í því felst að mat á virði starfa byggir á samræmdum viðmiðum sem leitast er við að feli ekki í sér kynjaskekkju Starfsmatskerfið nær aðeins til grunnlauna starfa og verk að vinna að vinna hvað varðar viðbótarlaunin. Um þessar myndir er aukin áhersla á virðismat starfa og er því full ástæða til að líta til reynslu sveitarfélaganna af notkun starfsmatskerfis í þeirri vegferð. Launamisrétti þarf að uppræta því þessi félagslegi og efnahagslegi veruleiki kvenna hefur áhrif á lífsgæði og efnahagslega stöðu þeirra alla ævi. Við það verður ekki unað fyrr en fullt jafnrétti næst. Til hamingju með daginn! Höfundur er borgarfulltrúi, formaður sambands íslenskra sveitarfélaga, varaformaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar