Biðst afsökunar á að kalla eftir að úkraínskum börnum yrði drekkt Kjartan Kjartansson skrifar 24. október 2022 09:02 Á RT-sjónvarpsstöðinni er rekinn áróður fyrir stríði Rússa í Úkraínu. Ummæli þáttastjórnanda þar um að drekkja börnum í síðustu viku þóttu fara yfir strikið, jafnvel hjá rússneskum yfirvöldum. Vísir/Getty Sjónvarpsþáttastjórnandi í Rússlandi baðst afsökunar á því að hafa kallað eftir því að úkraínskum börnum yrði drekkt í dag. Ummæli hans eru sögð til sakamálarannsóknar. Anton Krasovskíj sagði að úkraínsk börn sem litu á Rússa sem innrásarlið á tímum Sovétríkjanna hefðu átt að vera tekin og varpað út í straumþunga á til að drukkna í þætti sínum á sjónvarpsstöðinni RT sem rússnesk stjórnvöld styðja í síðustu viku. Úkraínsk stjórnvöld kölluðu í kjölfarið eftir því að RT yrði bannað á heimsvísu fyrir að æsa til þjóðarmorðs, að því er segir í frétt Reuters. Margarita Simonjan, aðalritstjóri RT, segist hafa sett Krasovskíj í bann vegna „ógeðfelldra“ ummæla hans og fullyrðir að enginn deili skoðun hans á ritstjórninni. Meanwhile on Russia's state-funded RT, director of broadcasting Anton Krasovsky suggests drowning or burning Ukrainian children, makes hideous comments about the rapes by Russian soldiers in Ukraine, says Ukraine should not exist and Ukrainians who resist Russia should be shot. pic.twitter.com/BGIaBNok4v— Julia Davis (@JuliaDavisNews) October 23, 2022 Krasovskíj sjálfur segist skammast sín fyrir ummælin. Hann er á meðal fjölda Rússa sem Evrópusambandið beitir refsiaðgerðum vegna innrásarinnar í Úkraínu. „Þetta gerist, maður er í beinni útsendingu, maður fer fram úr sér og maður nær ekki að stoppa. Ég bið hvern þann sem kann að hafa verið sleginn yfir þessu afsökunar,“ sagði Krasovskíj í samfélagsmiðlafærslu. Svonefnd rannsóknarnefnd Rússlands sem rannsakar alvarlega glæpi segir að hún hafi verið beðin um að rannsaka ummæli sjónvarpsmannsins. Í þættinum í síðustu viku talaði Krasovskíj einnig um að smala börnum inn í kofa og brenna þá og gerði grín að nauðgunum á úkraínskum konum. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Ofbeldi gegn börnum Fjölmiðlar Úkraína Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Enginn friður án þess að orðið sé við kröfum Rússa Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Sjá meira
Anton Krasovskíj sagði að úkraínsk börn sem litu á Rússa sem innrásarlið á tímum Sovétríkjanna hefðu átt að vera tekin og varpað út í straumþunga á til að drukkna í þætti sínum á sjónvarpsstöðinni RT sem rússnesk stjórnvöld styðja í síðustu viku. Úkraínsk stjórnvöld kölluðu í kjölfarið eftir því að RT yrði bannað á heimsvísu fyrir að æsa til þjóðarmorðs, að því er segir í frétt Reuters. Margarita Simonjan, aðalritstjóri RT, segist hafa sett Krasovskíj í bann vegna „ógeðfelldra“ ummæla hans og fullyrðir að enginn deili skoðun hans á ritstjórninni. Meanwhile on Russia's state-funded RT, director of broadcasting Anton Krasovsky suggests drowning or burning Ukrainian children, makes hideous comments about the rapes by Russian soldiers in Ukraine, says Ukraine should not exist and Ukrainians who resist Russia should be shot. pic.twitter.com/BGIaBNok4v— Julia Davis (@JuliaDavisNews) October 23, 2022 Krasovskíj sjálfur segist skammast sín fyrir ummælin. Hann er á meðal fjölda Rússa sem Evrópusambandið beitir refsiaðgerðum vegna innrásarinnar í Úkraínu. „Þetta gerist, maður er í beinni útsendingu, maður fer fram úr sér og maður nær ekki að stoppa. Ég bið hvern þann sem kann að hafa verið sleginn yfir þessu afsökunar,“ sagði Krasovskíj í samfélagsmiðlafærslu. Svonefnd rannsóknarnefnd Rússlands sem rannsakar alvarlega glæpi segir að hún hafi verið beðin um að rannsaka ummæli sjónvarpsmannsins. Í þættinum í síðustu viku talaði Krasovskíj einnig um að smala börnum inn í kofa og brenna þá og gerði grín að nauðgunum á úkraínskum konum.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Ofbeldi gegn börnum Fjölmiðlar Úkraína Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Enginn friður án þess að orðið sé við kröfum Rússa Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Sjá meira