Það munar um minna Helga Björg Olgu Ragnarsdóttir skrifar 24. október 2022 08:30 Það eru hátt í 70 ár frá því Ísland fullgilti jafnlaunasamþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar hér á landi og skuldbatt sig þannig til að tryggja jöfn laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf. Árið 1961 var launajafnrétti lögfest hér á landi og kvenna- og karlataxtar þar með aflagðir. Fyrstu almennu lögin um jafnrétti karla og kvenna tóku gildi árið 1976 og hafa konur og karlar búið við formlegt jafnrétti að lögum frá því þá. Samt sem áður bera konur enn minna út býtum en karlar fyrir framlag sitt á vinnumarkaði. Þetta sýnir launarannsókn Hagstofunnar frá 2021. Samkvæmt henni var munur á atvinnutekjum karla og kvenna 25,5%, óleiðréttur launamunur kynjanna 13,9% og leiðréttur launamunur 3,6% árið 2019. Launamunur kynjanna er sú birtingarmynd kynjamisréttis sem hvað auðveldast er að mæla og liggja því fyrir fjölmargar rannsóknir og kannanir sem allar eru meira og minna á einn veg, það; hallar á konur. Samt sem áður er opinber umræða um launamun kynjanna langt frá því að endurspegla umfang vandans. Það er eins og við séum orðin ónæm fyrir upplýsingum um launamun og skiljum ekki alltaf hvað tölurnar þýði í raun og veru. Misvísandi og ruglingsleg hugtakanotkun í tengslum við launamun kynjanna getur afvegaleitt umræðu um launajafnrétti. Það er því tilraunarinnar virði að varpa örlitlu ljósi á hvað þær tölur sem hér settar eru fram segja okkur. Með mjög einfölduðum hætti má segja að samanburður á atvinnutekjum karla og kvenna sýni okkur hversu miklu munar á launagreiðslum til karla og kvenna að meðaltali án tillits til vinnutíma starfs, menntunar, atvinnugreinar o.s.frv. Ef tekið er tillit til vinnutíma fæst hinn svokallaði óleiðrétti launamunur og með því að nota enn fleiri breytur eins og t.d. menntunarstig, starf og atvinnugrein til að skýra launamuninn erum við komin með leiðréttan launamun. Dæmi: Kona fær 700.000 í laun á mánuði. Karl fær 850.000 krónur í laun á mánuði. Munur á atvinnutekjum er 150.000 krónur á mánuði. Karlinn vinnur fleiri vinnustundir en konan sem skýrir 30.000 króna mun og er óleiðréttur launamunur því 120.000 krónur á mánuði. Þau eru á sama menntunarstigi og sambærileg að öðru leyti en því að karlinn er í hefðbundnu karlastarfi á fjármálasviði en konan í hefðbundnu kvennastarfi í félagsþjónustu. Hennar starf er með 90.000 krónum lægri grunnröðun. Eftir stendur munur upp á 40.000 krónur á mánuði sem ekki er hægt að skýra og er því skilgreindur sem leiðréttur launamunur. Niðurstaðan í þessu dæmi er 18% tekjumunur, óleiðréttur launamunur er 14% og leiðréttur launamunur er 5% karlinum í hag. Í þessu tilbúna dæmi skýra ólík störf og starfsgreinar drjúgan hluta launamunarins, en rannsóknir sýna að launamun kynjanna má að mestu rekja til þess að hér á landi er vinnumarkaðurinn kynjaskiptur. Karlar og konur starfa í ólíkum atvinnugreinum og ólíkum störfum þar sem kvennastörf eru að jafnaði metin minna virði en karlastörf. Í ljósi þess er mikilvægt að við séum meðvituð um að ólíkar nálganir á launamuninn varpi ljósi á mismunandi þætti hans. Með nokkurri einföldun má segna að munur á atvinnutekjum og óleiðréttur launamunur varpi ljósi á félagslegan og efnahagslegan veruleika kynjanna. Leiðrétti launamunurinn varpar svo ljósi á hvaða þættir aðrir en vinnutími það eru sem skýrt geta launamuninn. Ef einblínt er á leiðrétta muninn er horft fram hjá kynskiptingu vinnumarkaðarins og skökku verðmætamati starfa þar sem hallar á konur og hefðbundin kvennastörf. Með því að beina sjónum að óleiðrétta launamuninum og muni á atvinnutekjum kynjanna færist athyglin að félagsgerðinni þar sem konur bera minna úr býtum en karlar fyrir launað vinnuframlag sitt vegna kynskipts vinnumarkaðar og vanmats á virði starfa þeirra. Það er löngu tímabært að uppræta launamisrétti. Til þess þarf að ráðast að rót vandans og endurskoða virðismat starfa. Í því felst ýtarleg skoðun á fyrirkomulagi og forsendum launasetningar þar sem greint er til hvaða þátta er litið við launaákvarðanir. Hvort megináhersla er á mannaforráð og fjárhagslega ábyrgð eða hvort ábyrgð á velferð fólks er metin til jafns við fjárhagslega ábyrgð, hvort tilfinningalegt álag er metið til jafns við líkamlegt álag og svo framvegis. Launasetning á að byggja á faglegum viðmiðum sem ná til allra starfa með það að markmiði að leiðrétta kerfislægt vanmat kvennastarfa. Launamisrétti er ekki tölfræðilegt úrlausnarefni sem við getum gefið okkur tíma til að kryfja og ræða. Launamisrétti er félagslegur og efnahagslegur veruleiki kvenna sem hefur áhrif á lífsgæði og efnahagslega stöðu þeirra alla ævi og þarf því að uppræta strax. Fyrir konu með 700.000 krónur í laun á mánuði þýðir 14% launamunur um 115.000 krónur á mánuði, 1,4 milljónir króna á ári og yfir 60 milljónir króna á starfsævi. Þá eru ótalin áhrifin á lífeyrisgreiðslur og efnahagslega stöðu kvenna á efri árum. Það munar um minna! Höfundur er framkvæmdastýra Jafnlaunastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það eru hátt í 70 ár frá því Ísland fullgilti jafnlaunasamþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar hér á landi og skuldbatt sig þannig til að tryggja jöfn laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf. Árið 1961 var launajafnrétti lögfest hér á landi og kvenna- og karlataxtar þar með aflagðir. Fyrstu almennu lögin um jafnrétti karla og kvenna tóku gildi árið 1976 og hafa konur og karlar búið við formlegt jafnrétti að lögum frá því þá. Samt sem áður bera konur enn minna út býtum en karlar fyrir framlag sitt á vinnumarkaði. Þetta sýnir launarannsókn Hagstofunnar frá 2021. Samkvæmt henni var munur á atvinnutekjum karla og kvenna 25,5%, óleiðréttur launamunur kynjanna 13,9% og leiðréttur launamunur 3,6% árið 2019. Launamunur kynjanna er sú birtingarmynd kynjamisréttis sem hvað auðveldast er að mæla og liggja því fyrir fjölmargar rannsóknir og kannanir sem allar eru meira og minna á einn veg, það; hallar á konur. Samt sem áður er opinber umræða um launamun kynjanna langt frá því að endurspegla umfang vandans. Það er eins og við séum orðin ónæm fyrir upplýsingum um launamun og skiljum ekki alltaf hvað tölurnar þýði í raun og veru. Misvísandi og ruglingsleg hugtakanotkun í tengslum við launamun kynjanna getur afvegaleitt umræðu um launajafnrétti. Það er því tilraunarinnar virði að varpa örlitlu ljósi á hvað þær tölur sem hér settar eru fram segja okkur. Með mjög einfölduðum hætti má segja að samanburður á atvinnutekjum karla og kvenna sýni okkur hversu miklu munar á launagreiðslum til karla og kvenna að meðaltali án tillits til vinnutíma starfs, menntunar, atvinnugreinar o.s.frv. Ef tekið er tillit til vinnutíma fæst hinn svokallaði óleiðrétti launamunur og með því að nota enn fleiri breytur eins og t.d. menntunarstig, starf og atvinnugrein til að skýra launamuninn erum við komin með leiðréttan launamun. Dæmi: Kona fær 700.000 í laun á mánuði. Karl fær 850.000 krónur í laun á mánuði. Munur á atvinnutekjum er 150.000 krónur á mánuði. Karlinn vinnur fleiri vinnustundir en konan sem skýrir 30.000 króna mun og er óleiðréttur launamunur því 120.000 krónur á mánuði. Þau eru á sama menntunarstigi og sambærileg að öðru leyti en því að karlinn er í hefðbundnu karlastarfi á fjármálasviði en konan í hefðbundnu kvennastarfi í félagsþjónustu. Hennar starf er með 90.000 krónum lægri grunnröðun. Eftir stendur munur upp á 40.000 krónur á mánuði sem ekki er hægt að skýra og er því skilgreindur sem leiðréttur launamunur. Niðurstaðan í þessu dæmi er 18% tekjumunur, óleiðréttur launamunur er 14% og leiðréttur launamunur er 5% karlinum í hag. Í þessu tilbúna dæmi skýra ólík störf og starfsgreinar drjúgan hluta launamunarins, en rannsóknir sýna að launamun kynjanna má að mestu rekja til þess að hér á landi er vinnumarkaðurinn kynjaskiptur. Karlar og konur starfa í ólíkum atvinnugreinum og ólíkum störfum þar sem kvennastörf eru að jafnaði metin minna virði en karlastörf. Í ljósi þess er mikilvægt að við séum meðvituð um að ólíkar nálganir á launamuninn varpi ljósi á mismunandi þætti hans. Með nokkurri einföldun má segna að munur á atvinnutekjum og óleiðréttur launamunur varpi ljósi á félagslegan og efnahagslegan veruleika kynjanna. Leiðrétti launamunurinn varpar svo ljósi á hvaða þættir aðrir en vinnutími það eru sem skýrt geta launamuninn. Ef einblínt er á leiðrétta muninn er horft fram hjá kynskiptingu vinnumarkaðarins og skökku verðmætamati starfa þar sem hallar á konur og hefðbundin kvennastörf. Með því að beina sjónum að óleiðrétta launamuninum og muni á atvinnutekjum kynjanna færist athyglin að félagsgerðinni þar sem konur bera minna úr býtum en karlar fyrir launað vinnuframlag sitt vegna kynskipts vinnumarkaðar og vanmats á virði starfa þeirra. Það er löngu tímabært að uppræta launamisrétti. Til þess þarf að ráðast að rót vandans og endurskoða virðismat starfa. Í því felst ýtarleg skoðun á fyrirkomulagi og forsendum launasetningar þar sem greint er til hvaða þátta er litið við launaákvarðanir. Hvort megináhersla er á mannaforráð og fjárhagslega ábyrgð eða hvort ábyrgð á velferð fólks er metin til jafns við fjárhagslega ábyrgð, hvort tilfinningalegt álag er metið til jafns við líkamlegt álag og svo framvegis. Launasetning á að byggja á faglegum viðmiðum sem ná til allra starfa með það að markmiði að leiðrétta kerfislægt vanmat kvennastarfa. Launamisrétti er ekki tölfræðilegt úrlausnarefni sem við getum gefið okkur tíma til að kryfja og ræða. Launamisrétti er félagslegur og efnahagslegur veruleiki kvenna sem hefur áhrif á lífsgæði og efnahagslega stöðu þeirra alla ævi og þarf því að uppræta strax. Fyrir konu með 700.000 krónur í laun á mánuði þýðir 14% launamunur um 115.000 krónur á mánuði, 1,4 milljónir króna á ári og yfir 60 milljónir króna á starfsævi. Þá eru ótalin áhrifin á lífeyrisgreiðslur og efnahagslega stöðu kvenna á efri árum. Það munar um minna! Höfundur er framkvæmdastýra Jafnlaunastofu.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun