Koma snjalltæki í veg fyrir samverustundir á þínu heimili? Unnur Arna Jónsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir og Ingrid Kuhlman skrifa 27. október 2022 08:31 Snjalltæki eru orðin órjúfanlegur hluti af lífi barna og ungmenna, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Börn nú til dags alast upp í stafrænum heimi. Í rannsókn Steingerðar Ólafsdóttur frá árinu 2017 á börnum 0-8 ára kom fram að um 56% barna hafa aðgengi að spjaldtölvu strax við eins árs aldur. Skjánotkun barna eykst síðan með hækkandi aldri og í aldurshópunum 2-4 ára notar 71% þeirra spjaldtölvu einhvern tímann en deilir snjalltækjum með öðrum á heimilinu. Við fimm ára aldur aukast líkur á að börn eignist sín eigin snjalltæki. Samkvæmt nýlegum niðurstöðum Rannsókna og greiningar verja 48% stelpna í áttunda bekk, 54% í níunda og 58% í tíunda þremur klukkustundum eða meira á dag á samfélagsmiðlum. Hjá strákum eru hlutföllin 24% í áttunda bekk, 30% í níunda bekk og 29% í tíunda bekk. Þá eru eftir tölvuleikir, myndbönd, þættir og myndir. Það er því ljóst að börnin okkar eyða gríðarlegum tíma í snjalltækjum. Jákvæð áhrif en líka skuggahliðar Þó að áhrif snjalltækja séu að mörgu leyti jákvæð og bjóði upp á ýmis tækifæri fyrir börn og ungmenni til samskipta og lærdóms, hafa þau einnig sínar skuggahliðar. Óhófleg notkun getur leitt til þess að samverustundum fjölskyldunnar fækkar og nándin á heimilinu minnkar, börn og ungmenni fá ekki nægan svefn og mæta því úrvinda í skólann. Talið er að ungt fólk þurfi að minnsta kosti 9 tíma svefn en samkvæmt niðurstöðum Rannsókna og greiningar sofa alltof mörg börn á unglingastigi um 7 klukkustundir eða minna, sem þýðir að þau vantar um tveggja tíma svefn á hverri nóttu. Kvíði og vanlíðan eykst í kjölfarið og getur orðið að vítahring sem erfitt er að vinda ofan af. Frumkvæði, drifkraftur og félagsleg virkni verður minni fyrir vikið og mörg finna þau fyrir neikvæðum samanburði, einangrun og einmanaleika. Hlutverk foreldra Margir foreldrar upplifa óöryggi við að setja snjalltækjanotkun barna sinna heilbrigð mörk þannig að hún bitni ekki á heilsu þeirra, svefni, samskiptum og líðan. Því fylgir nefnilega ábyrgð að gefa barni snjalltæki. Að banna skjánotkun er ekki lausnin því það getur leitt til þess að börn einangrist félagslega eða verði fyrir einelti. Miklu fremur snýst þetta um að kenna þeim að umgangast tækin og ræða hvað sé hæfilegt og hvað ekki. Hlutverk foreldra er að stuðla að því að börn læri að stjórna eigin skjánotkun og þekki eigin mörk. Auk þess er líka mikilvægt að foreldrar skapi tíma fyrir uppbyggilegar samverustundir án snjalltækja og aðstoði börnin við að finna ánægju fjarri skjánum. Sköpum snjalltækjalausar samverustundir.Istock Foreldrar eru mikilvægasta fyrirmynd barna sinna og snjalltækjanotkun þeirra hefur því bein áhrif á hversu miklum tíma börn þeirra eyða í snjalltækjum. Ef foreldrar eiga sjálfir erfitt með að slíta sig frá snjalltækjum sínum er auðvelt að ímynda sér hversu erfitt það hlýtur að vera fyrir barn að gera slíkt hið sama. Skjálausar stundir Til að skapa ánægjulegar og snjalltækjalausar samverustundir er lykilatriði að auka núvitund á hverjum degi, til dæmis með því að takmarka snjalltækjanotkun í matartímum, salernisferðum, kósýkvöldum, útiveru og samveru. Gott er að æfa sig í að vera án þess að gera nokkuð annað á meðan, á hverjum degi. Við mælum með því að taka snjalltækjalausan dag í hverri viku og jafnvel snjalltækjalausa helgi og eiga í staðinn nærandi samverustundir. Tilvalið er að nota tækifærið við matarborðið og hvetja alla fjölskyldumeðlimi til að deila einhverju jákvæðu, fyndnu, hrósi eða lærdómsmola. Einnig er gott að hvetja börn til að gefa sér tíma daglega til að leggja rækt við styrkleika sína. Ef þau eiga erfitt með að finna lausa stund getur verið gott að nota styrkleikaæfingar sem mótvægi við snjalltækjanotkun. Þá fá þau afmarkaðan tíma, til dæmis 30-60 mínútur, í tölvu eða snjalltæki og nota síðan sömu tímalengd til að fjárfesta í sjálfum sér með því að velja einn af styrkleikum sínum og þjálfa sig betur í honum. Símalaus sunnudagur Sunnudaginn 30. október standa félagasamtökin Barnaheill fyrir símalausum sunnudegi til að vekja foreldra og aðra til umhugsunar um snjalltækjanotkun innan heimilisins og þau áhrif sem tækin geta haft á samverustundir fjölskyldunnar. Við hvetjum landsmenn til að taka þátt. Frekari upplýsingar er að finna á www.simalaus.is Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Snjalltæki eru orðin órjúfanlegur hluti af lífi barna og ungmenna, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Börn nú til dags alast upp í stafrænum heimi. Í rannsókn Steingerðar Ólafsdóttur frá árinu 2017 á börnum 0-8 ára kom fram að um 56% barna hafa aðgengi að spjaldtölvu strax við eins árs aldur. Skjánotkun barna eykst síðan með hækkandi aldri og í aldurshópunum 2-4 ára notar 71% þeirra spjaldtölvu einhvern tímann en deilir snjalltækjum með öðrum á heimilinu. Við fimm ára aldur aukast líkur á að börn eignist sín eigin snjalltæki. Samkvæmt nýlegum niðurstöðum Rannsókna og greiningar verja 48% stelpna í áttunda bekk, 54% í níunda og 58% í tíunda þremur klukkustundum eða meira á dag á samfélagsmiðlum. Hjá strákum eru hlutföllin 24% í áttunda bekk, 30% í níunda bekk og 29% í tíunda bekk. Þá eru eftir tölvuleikir, myndbönd, þættir og myndir. Það er því ljóst að börnin okkar eyða gríðarlegum tíma í snjalltækjum. Jákvæð áhrif en líka skuggahliðar Þó að áhrif snjalltækja séu að mörgu leyti jákvæð og bjóði upp á ýmis tækifæri fyrir börn og ungmenni til samskipta og lærdóms, hafa þau einnig sínar skuggahliðar. Óhófleg notkun getur leitt til þess að samverustundum fjölskyldunnar fækkar og nándin á heimilinu minnkar, börn og ungmenni fá ekki nægan svefn og mæta því úrvinda í skólann. Talið er að ungt fólk þurfi að minnsta kosti 9 tíma svefn en samkvæmt niðurstöðum Rannsókna og greiningar sofa alltof mörg börn á unglingastigi um 7 klukkustundir eða minna, sem þýðir að þau vantar um tveggja tíma svefn á hverri nóttu. Kvíði og vanlíðan eykst í kjölfarið og getur orðið að vítahring sem erfitt er að vinda ofan af. Frumkvæði, drifkraftur og félagsleg virkni verður minni fyrir vikið og mörg finna þau fyrir neikvæðum samanburði, einangrun og einmanaleika. Hlutverk foreldra Margir foreldrar upplifa óöryggi við að setja snjalltækjanotkun barna sinna heilbrigð mörk þannig að hún bitni ekki á heilsu þeirra, svefni, samskiptum og líðan. Því fylgir nefnilega ábyrgð að gefa barni snjalltæki. Að banna skjánotkun er ekki lausnin því það getur leitt til þess að börn einangrist félagslega eða verði fyrir einelti. Miklu fremur snýst þetta um að kenna þeim að umgangast tækin og ræða hvað sé hæfilegt og hvað ekki. Hlutverk foreldra er að stuðla að því að börn læri að stjórna eigin skjánotkun og þekki eigin mörk. Auk þess er líka mikilvægt að foreldrar skapi tíma fyrir uppbyggilegar samverustundir án snjalltækja og aðstoði börnin við að finna ánægju fjarri skjánum. Sköpum snjalltækjalausar samverustundir.Istock Foreldrar eru mikilvægasta fyrirmynd barna sinna og snjalltækjanotkun þeirra hefur því bein áhrif á hversu miklum tíma börn þeirra eyða í snjalltækjum. Ef foreldrar eiga sjálfir erfitt með að slíta sig frá snjalltækjum sínum er auðvelt að ímynda sér hversu erfitt það hlýtur að vera fyrir barn að gera slíkt hið sama. Skjálausar stundir Til að skapa ánægjulegar og snjalltækjalausar samverustundir er lykilatriði að auka núvitund á hverjum degi, til dæmis með því að takmarka snjalltækjanotkun í matartímum, salernisferðum, kósýkvöldum, útiveru og samveru. Gott er að æfa sig í að vera án þess að gera nokkuð annað á meðan, á hverjum degi. Við mælum með því að taka snjalltækjalausan dag í hverri viku og jafnvel snjalltækjalausa helgi og eiga í staðinn nærandi samverustundir. Tilvalið er að nota tækifærið við matarborðið og hvetja alla fjölskyldumeðlimi til að deila einhverju jákvæðu, fyndnu, hrósi eða lærdómsmola. Einnig er gott að hvetja börn til að gefa sér tíma daglega til að leggja rækt við styrkleika sína. Ef þau eiga erfitt með að finna lausa stund getur verið gott að nota styrkleikaæfingar sem mótvægi við snjalltækjanotkun. Þá fá þau afmarkaðan tíma, til dæmis 30-60 mínútur, í tölvu eða snjalltæki og nota síðan sömu tímalengd til að fjárfesta í sjálfum sér með því að velja einn af styrkleikum sínum og þjálfa sig betur í honum. Símalaus sunnudagur Sunnudaginn 30. október standa félagasamtökin Barnaheill fyrir símalausum sunnudegi til að vekja foreldra og aðra til umhugsunar um snjalltækjanotkun innan heimilisins og þau áhrif sem tækin geta haft á samverustundir fjölskyldunnar. Við hvetjum landsmenn til að taka þátt. Frekari upplýsingar er að finna á www.simalaus.is Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun