Koma snjalltæki í veg fyrir samverustundir á þínu heimili? Unnur Arna Jónsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir og Ingrid Kuhlman skrifa 27. október 2022 08:31 Snjalltæki eru orðin órjúfanlegur hluti af lífi barna og ungmenna, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Börn nú til dags alast upp í stafrænum heimi. Í rannsókn Steingerðar Ólafsdóttur frá árinu 2017 á börnum 0-8 ára kom fram að um 56% barna hafa aðgengi að spjaldtölvu strax við eins árs aldur. Skjánotkun barna eykst síðan með hækkandi aldri og í aldurshópunum 2-4 ára notar 71% þeirra spjaldtölvu einhvern tímann en deilir snjalltækjum með öðrum á heimilinu. Við fimm ára aldur aukast líkur á að börn eignist sín eigin snjalltæki. Samkvæmt nýlegum niðurstöðum Rannsókna og greiningar verja 48% stelpna í áttunda bekk, 54% í níunda og 58% í tíunda þremur klukkustundum eða meira á dag á samfélagsmiðlum. Hjá strákum eru hlutföllin 24% í áttunda bekk, 30% í níunda bekk og 29% í tíunda bekk. Þá eru eftir tölvuleikir, myndbönd, þættir og myndir. Það er því ljóst að börnin okkar eyða gríðarlegum tíma í snjalltækjum. Jákvæð áhrif en líka skuggahliðar Þó að áhrif snjalltækja séu að mörgu leyti jákvæð og bjóði upp á ýmis tækifæri fyrir börn og ungmenni til samskipta og lærdóms, hafa þau einnig sínar skuggahliðar. Óhófleg notkun getur leitt til þess að samverustundum fjölskyldunnar fækkar og nándin á heimilinu minnkar, börn og ungmenni fá ekki nægan svefn og mæta því úrvinda í skólann. Talið er að ungt fólk þurfi að minnsta kosti 9 tíma svefn en samkvæmt niðurstöðum Rannsókna og greiningar sofa alltof mörg börn á unglingastigi um 7 klukkustundir eða minna, sem þýðir að þau vantar um tveggja tíma svefn á hverri nóttu. Kvíði og vanlíðan eykst í kjölfarið og getur orðið að vítahring sem erfitt er að vinda ofan af. Frumkvæði, drifkraftur og félagsleg virkni verður minni fyrir vikið og mörg finna þau fyrir neikvæðum samanburði, einangrun og einmanaleika. Hlutverk foreldra Margir foreldrar upplifa óöryggi við að setja snjalltækjanotkun barna sinna heilbrigð mörk þannig að hún bitni ekki á heilsu þeirra, svefni, samskiptum og líðan. Því fylgir nefnilega ábyrgð að gefa barni snjalltæki. Að banna skjánotkun er ekki lausnin því það getur leitt til þess að börn einangrist félagslega eða verði fyrir einelti. Miklu fremur snýst þetta um að kenna þeim að umgangast tækin og ræða hvað sé hæfilegt og hvað ekki. Hlutverk foreldra er að stuðla að því að börn læri að stjórna eigin skjánotkun og þekki eigin mörk. Auk þess er líka mikilvægt að foreldrar skapi tíma fyrir uppbyggilegar samverustundir án snjalltækja og aðstoði börnin við að finna ánægju fjarri skjánum. Sköpum snjalltækjalausar samverustundir.Istock Foreldrar eru mikilvægasta fyrirmynd barna sinna og snjalltækjanotkun þeirra hefur því bein áhrif á hversu miklum tíma börn þeirra eyða í snjalltækjum. Ef foreldrar eiga sjálfir erfitt með að slíta sig frá snjalltækjum sínum er auðvelt að ímynda sér hversu erfitt það hlýtur að vera fyrir barn að gera slíkt hið sama. Skjálausar stundir Til að skapa ánægjulegar og snjalltækjalausar samverustundir er lykilatriði að auka núvitund á hverjum degi, til dæmis með því að takmarka snjalltækjanotkun í matartímum, salernisferðum, kósýkvöldum, útiveru og samveru. Gott er að æfa sig í að vera án þess að gera nokkuð annað á meðan, á hverjum degi. Við mælum með því að taka snjalltækjalausan dag í hverri viku og jafnvel snjalltækjalausa helgi og eiga í staðinn nærandi samverustundir. Tilvalið er að nota tækifærið við matarborðið og hvetja alla fjölskyldumeðlimi til að deila einhverju jákvæðu, fyndnu, hrósi eða lærdómsmola. Einnig er gott að hvetja börn til að gefa sér tíma daglega til að leggja rækt við styrkleika sína. Ef þau eiga erfitt með að finna lausa stund getur verið gott að nota styrkleikaæfingar sem mótvægi við snjalltækjanotkun. Þá fá þau afmarkaðan tíma, til dæmis 30-60 mínútur, í tölvu eða snjalltæki og nota síðan sömu tímalengd til að fjárfesta í sjálfum sér með því að velja einn af styrkleikum sínum og þjálfa sig betur í honum. Símalaus sunnudagur Sunnudaginn 30. október standa félagasamtökin Barnaheill fyrir símalausum sunnudegi til að vekja foreldra og aðra til umhugsunar um snjalltækjanotkun innan heimilisins og þau áhrif sem tækin geta haft á samverustundir fjölskyldunnar. Við hvetjum landsmenn til að taka þátt. Frekari upplýsingar er að finna á www.simalaus.is Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Snjalltæki eru orðin órjúfanlegur hluti af lífi barna og ungmenna, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Börn nú til dags alast upp í stafrænum heimi. Í rannsókn Steingerðar Ólafsdóttur frá árinu 2017 á börnum 0-8 ára kom fram að um 56% barna hafa aðgengi að spjaldtölvu strax við eins árs aldur. Skjánotkun barna eykst síðan með hækkandi aldri og í aldurshópunum 2-4 ára notar 71% þeirra spjaldtölvu einhvern tímann en deilir snjalltækjum með öðrum á heimilinu. Við fimm ára aldur aukast líkur á að börn eignist sín eigin snjalltæki. Samkvæmt nýlegum niðurstöðum Rannsókna og greiningar verja 48% stelpna í áttunda bekk, 54% í níunda og 58% í tíunda þremur klukkustundum eða meira á dag á samfélagsmiðlum. Hjá strákum eru hlutföllin 24% í áttunda bekk, 30% í níunda bekk og 29% í tíunda bekk. Þá eru eftir tölvuleikir, myndbönd, þættir og myndir. Það er því ljóst að börnin okkar eyða gríðarlegum tíma í snjalltækjum. Jákvæð áhrif en líka skuggahliðar Þó að áhrif snjalltækja séu að mörgu leyti jákvæð og bjóði upp á ýmis tækifæri fyrir börn og ungmenni til samskipta og lærdóms, hafa þau einnig sínar skuggahliðar. Óhófleg notkun getur leitt til þess að samverustundum fjölskyldunnar fækkar og nándin á heimilinu minnkar, börn og ungmenni fá ekki nægan svefn og mæta því úrvinda í skólann. Talið er að ungt fólk þurfi að minnsta kosti 9 tíma svefn en samkvæmt niðurstöðum Rannsókna og greiningar sofa alltof mörg börn á unglingastigi um 7 klukkustundir eða minna, sem þýðir að þau vantar um tveggja tíma svefn á hverri nóttu. Kvíði og vanlíðan eykst í kjölfarið og getur orðið að vítahring sem erfitt er að vinda ofan af. Frumkvæði, drifkraftur og félagsleg virkni verður minni fyrir vikið og mörg finna þau fyrir neikvæðum samanburði, einangrun og einmanaleika. Hlutverk foreldra Margir foreldrar upplifa óöryggi við að setja snjalltækjanotkun barna sinna heilbrigð mörk þannig að hún bitni ekki á heilsu þeirra, svefni, samskiptum og líðan. Því fylgir nefnilega ábyrgð að gefa barni snjalltæki. Að banna skjánotkun er ekki lausnin því það getur leitt til þess að börn einangrist félagslega eða verði fyrir einelti. Miklu fremur snýst þetta um að kenna þeim að umgangast tækin og ræða hvað sé hæfilegt og hvað ekki. Hlutverk foreldra er að stuðla að því að börn læri að stjórna eigin skjánotkun og þekki eigin mörk. Auk þess er líka mikilvægt að foreldrar skapi tíma fyrir uppbyggilegar samverustundir án snjalltækja og aðstoði börnin við að finna ánægju fjarri skjánum. Sköpum snjalltækjalausar samverustundir.Istock Foreldrar eru mikilvægasta fyrirmynd barna sinna og snjalltækjanotkun þeirra hefur því bein áhrif á hversu miklum tíma börn þeirra eyða í snjalltækjum. Ef foreldrar eiga sjálfir erfitt með að slíta sig frá snjalltækjum sínum er auðvelt að ímynda sér hversu erfitt það hlýtur að vera fyrir barn að gera slíkt hið sama. Skjálausar stundir Til að skapa ánægjulegar og snjalltækjalausar samverustundir er lykilatriði að auka núvitund á hverjum degi, til dæmis með því að takmarka snjalltækjanotkun í matartímum, salernisferðum, kósýkvöldum, útiveru og samveru. Gott er að æfa sig í að vera án þess að gera nokkuð annað á meðan, á hverjum degi. Við mælum með því að taka snjalltækjalausan dag í hverri viku og jafnvel snjalltækjalausa helgi og eiga í staðinn nærandi samverustundir. Tilvalið er að nota tækifærið við matarborðið og hvetja alla fjölskyldumeðlimi til að deila einhverju jákvæðu, fyndnu, hrósi eða lærdómsmola. Einnig er gott að hvetja börn til að gefa sér tíma daglega til að leggja rækt við styrkleika sína. Ef þau eiga erfitt með að finna lausa stund getur verið gott að nota styrkleikaæfingar sem mótvægi við snjalltækjanotkun. Þá fá þau afmarkaðan tíma, til dæmis 30-60 mínútur, í tölvu eða snjalltæki og nota síðan sömu tímalengd til að fjárfesta í sjálfum sér með því að velja einn af styrkleikum sínum og þjálfa sig betur í honum. Símalaus sunnudagur Sunnudaginn 30. október standa félagasamtökin Barnaheill fyrir símalausum sunnudegi til að vekja foreldra og aðra til umhugsunar um snjalltækjanotkun innan heimilisins og þau áhrif sem tækin geta haft á samverustundir fjölskyldunnar. Við hvetjum landsmenn til að taka þátt. Frekari upplýsingar er að finna á www.simalaus.is Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar