Diplómatafrú viðurkenndi að hafa ekið á breskan pilt Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2022 08:42 Foreldrar Harry Dunn ganga úr réttarsal í London í síðasta mánuði. Frá vinstri: faðir hans Tim Dunn, stjúpmóðir Tracey Dunn, móðir Charlotte Charles og stjúpfaðir Bruce Charles. AP/James Manning/PA Eiginkona bandarísks diplómata viðurkenndi að hún hefði orðið táningspilt að bana með því að aka bíl sínum ógætilega fyrir breskum dómstól í gær. Málið olli milliríkjadeilu á milli bandarískra og breskra stjórnvalda. Anne Sacoolas játaði að hafa orðið Harry Dunn, nítján ára gömlum pilti, að bana fyrir utan bandaríska herstöð í Northampton-skíri í ágúst árið 2019. Hún ók á röngum vegarhelmingi um 350 metra spotta og keyrði á Dunn sem kom á móti henni á mótorhjólinu sínu. Vinstri umferð er í Bretlandi en hægri í Bandaríkjunum. Bandarísk stjórnvöld sögðu Sacoolas njóta friðhelgi erlendra erindreka og yfirgaf hún Bretland nítján dögum eftir slysið. Málið olli mikilli hneykslan í Bretlandi og kröfðust breskir stjórnmálamenn þess að Sacoolas yrði dregin fyrir þarlenda dómstóla. Bandarísk stjórnvöld höfnuðu framsalskröfum þeirra. Saksóknarar ákærðu Sacoolas fyrir að valda dauða Dunn með hættulegum akstri en samþykktu á endanum að taka játningu hennar fyrir vægara brot um að valda dauða með ógætilegum akstri. Saksóknarar tóku tillit til þess að Sacoolas væri erlendur ríkisborgari sem væri óvanur að aka á breskum vegum. Allt að fimm ára fangelsi liggur við brotinu sem Sacoolas játaði. Breska ríkisútvarpið BBC segir að oft sé fólk dæmt til samfélagsþjónustu eða í skilorðsbundið fangelsi. Dómarinn í málinu sagði að ekki væri hægt að þvinga Sacoolas til að snúa aftur til Bretlands og afplána refsingu sína en að það yrði mikilvæg vísbending um að hún sæi sannarlega eftir gjörðum sínum. Refsing hennar verður ekki ákvörðuð fyrr en í næsta mánuði. Tim Dunn, faðir Harry, hvatti Sacoolas til þess að koma til Bretlands og vera viðstödd dómsuppkvaðninguna. Bretland Bandaríkin Samgönguslys Tengdar fréttir Náðu sátt í máli gegn konu erindreka sem varð unglingi að bana Fjölskylda Harry Dunn sem lét lífið þegar eiginkona bandarísks erindreka ók hann niður árið 2019 hefur náð sátt í einkamáli sínu gegn konunni vestanhafs. Málið gæti enn endað á borði dómstóla sem sakamál. 21. september 2021 15:35 Töpuðu máli um friðhelgi konu sem ók á son þeirra Charlotte Charles og Timm Dunn, foreldrar hins heitna Harry Dunn, hafa tapað dómsmáli þar sem þau reyndu að fá friðhelgi bandarískrar konu sem ók á son þeirra fellda niður. 24. nóvember 2020 11:15 Loka smugu sem gerði eiginkonu diplómata kleift að krefjast friðhelgi Bresk og bandarísk stjórnvöld hafa náð samkomulagi um að loka smugu í reglum um friðhelgi erindreka sem gerði eiginkonu bandarísks starfsmanns herstöðvar í Englandi kleift að krefjast friðhelgi fyrir saksókn þegar hún olli banaslysi. 22. júlí 2020 13:32 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira
Anne Sacoolas játaði að hafa orðið Harry Dunn, nítján ára gömlum pilti, að bana fyrir utan bandaríska herstöð í Northampton-skíri í ágúst árið 2019. Hún ók á röngum vegarhelmingi um 350 metra spotta og keyrði á Dunn sem kom á móti henni á mótorhjólinu sínu. Vinstri umferð er í Bretlandi en hægri í Bandaríkjunum. Bandarísk stjórnvöld sögðu Sacoolas njóta friðhelgi erlendra erindreka og yfirgaf hún Bretland nítján dögum eftir slysið. Málið olli mikilli hneykslan í Bretlandi og kröfðust breskir stjórnmálamenn þess að Sacoolas yrði dregin fyrir þarlenda dómstóla. Bandarísk stjórnvöld höfnuðu framsalskröfum þeirra. Saksóknarar ákærðu Sacoolas fyrir að valda dauða Dunn með hættulegum akstri en samþykktu á endanum að taka játningu hennar fyrir vægara brot um að valda dauða með ógætilegum akstri. Saksóknarar tóku tillit til þess að Sacoolas væri erlendur ríkisborgari sem væri óvanur að aka á breskum vegum. Allt að fimm ára fangelsi liggur við brotinu sem Sacoolas játaði. Breska ríkisútvarpið BBC segir að oft sé fólk dæmt til samfélagsþjónustu eða í skilorðsbundið fangelsi. Dómarinn í málinu sagði að ekki væri hægt að þvinga Sacoolas til að snúa aftur til Bretlands og afplána refsingu sína en að það yrði mikilvæg vísbending um að hún sæi sannarlega eftir gjörðum sínum. Refsing hennar verður ekki ákvörðuð fyrr en í næsta mánuði. Tim Dunn, faðir Harry, hvatti Sacoolas til þess að koma til Bretlands og vera viðstödd dómsuppkvaðninguna.
Bretland Bandaríkin Samgönguslys Tengdar fréttir Náðu sátt í máli gegn konu erindreka sem varð unglingi að bana Fjölskylda Harry Dunn sem lét lífið þegar eiginkona bandarísks erindreka ók hann niður árið 2019 hefur náð sátt í einkamáli sínu gegn konunni vestanhafs. Málið gæti enn endað á borði dómstóla sem sakamál. 21. september 2021 15:35 Töpuðu máli um friðhelgi konu sem ók á son þeirra Charlotte Charles og Timm Dunn, foreldrar hins heitna Harry Dunn, hafa tapað dómsmáli þar sem þau reyndu að fá friðhelgi bandarískrar konu sem ók á son þeirra fellda niður. 24. nóvember 2020 11:15 Loka smugu sem gerði eiginkonu diplómata kleift að krefjast friðhelgi Bresk og bandarísk stjórnvöld hafa náð samkomulagi um að loka smugu í reglum um friðhelgi erindreka sem gerði eiginkonu bandarísks starfsmanns herstöðvar í Englandi kleift að krefjast friðhelgi fyrir saksókn þegar hún olli banaslysi. 22. júlí 2020 13:32 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira
Náðu sátt í máli gegn konu erindreka sem varð unglingi að bana Fjölskylda Harry Dunn sem lét lífið þegar eiginkona bandarísks erindreka ók hann niður árið 2019 hefur náð sátt í einkamáli sínu gegn konunni vestanhafs. Málið gæti enn endað á borði dómstóla sem sakamál. 21. september 2021 15:35
Töpuðu máli um friðhelgi konu sem ók á son þeirra Charlotte Charles og Timm Dunn, foreldrar hins heitna Harry Dunn, hafa tapað dómsmáli þar sem þau reyndu að fá friðhelgi bandarískrar konu sem ók á son þeirra fellda niður. 24. nóvember 2020 11:15
Loka smugu sem gerði eiginkonu diplómata kleift að krefjast friðhelgi Bresk og bandarísk stjórnvöld hafa náð samkomulagi um að loka smugu í reglum um friðhelgi erindreka sem gerði eiginkonu bandarísks starfsmanns herstöðvar í Englandi kleift að krefjast friðhelgi fyrir saksókn þegar hún olli banaslysi. 22. júlí 2020 13:32