Botnar ekkert í ummælum Rúnars: „Finnst vitleysan hafa náð nýjum hæðum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. október 2022 07:30 Kjartan Henry Finnbogason er ekki sáttur með hvernig ferli hans hjá KR lauk. vísir/hulda margrét Kjartan Henry Finnbogason var látinn skrifa undir uppsögn á samningi sínum við KR fyrir æfingu liðsins í síðustu viku. Hann botnar hvorki upp né niður í ummælum Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, um að hann eigi ár eftir af samningi sínum við félagið. Í samtali við 433.is staðfesti Kjartan að hann hefði verið kallaður til hliðar fyrir æfingu KR á fimmtudaginn og skrifað undir uppsögn á samningi sínum við félagið. Samningur Kjartans við KR átti að renna út eftir næsta tímabil en í honum er uppsagnarákvæði sem KR hefur nýtt sér. Kjartan segir að uppsögnin hafi ekki komið sér á óvart en hann sé samt svekktur út í forráðamenn KR. Í færslu á Twitter á föstudaginn gaf hann það sterklega í skyn með því að deila myndbroti með fleygum orðum Harðar Magnússonar úr Steypustöðinni: „Úff. Kalt er það Klara. Gefur karlinum fokk-merki.“ „Ég svaf á þessu, mér fannst þetta kalt. Ég er fæddur og uppalin KR-ingur, foreldrar mínir greitt æfingargjöld frá fyrsta degi og tekið þátt í KR-starfinu. Það er búið að selja mig tvisvar frá félaginu, ég hef unnið sex titla með KR og er núna sjálfur með tvö börn sem æfa fótbolta með KR. Þannig að já, ég neita því ekki að mér fannst þetta kalt,“ sagði Kjartan við 433.is. Stendur á gati Eftir 0-1 sigur KR á Íslandsmeisturum Breiðabliks á laugardaginn sagði Rúnar við Stöð 2 Sport að Kjartan ætti eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Kjartan botnaði ekkert í þeim ummælum þjálfarans. „Ég hreinlega átta mig ekki á þessu svari hans, ég skil það ekki, og hef raunar staðið á gati síðan þá. Ég veit bara að félagið hafði út október til að nýta umrætt uppsagnarákvæði og sú heimild var nýtt 13. október, það er staðreynd. Þess vegna þykir mér þetta svar þjálfarans einstaklega athyglisvert,“ sagði Kjartan sem var öllum lokið eftir svar Rúnars. Rúnar Kristinsson fór ekki með rétt mál að sögn Kjartans.vísir/hulda margrét „Svona er þetta bara og ég er bara að melta allt sem hefur verið í gangi síðustu daga, vikur og mánuði. Ég tók ákvörðun um það í sumar að reyna að tjá mig sem minnst um stöðuna, æfa bara vel og brosa. En eftir þetta viðtal á laugardagskvöld, þar sem þjálfarinn lýsir einhverri allt annari stöðu en uppi er, þá finnst mér hreinlega vitleysan hafa náð nýjum hæðum. Og mér finnst ég eiginlega bara verða að leiðrétta þetta.“ Grunaði að ákvæðið yrði nýtt Kjartan var fastamaður í liði KR framan af sumri en eftir því sem á leið fækkaði tækifærum hans verulega. Í samningi hans var ákvæði um að KR gæti rift samningi hans ef hann spilaði minna en helming þeirra mínútna sem í boði voru. „Ég hef bara byrjað sjö leiki, og vitandi af því hvernig samningur minn var uppbyggður þá fór mig fljótlega að gruna að menn væru mögulega að kokka sig í kringum ákveðið ákvæði í samningnum. Í byrjun október var ég svo boðaður á fund með formanni knattspyrnudeildar þar sem hann tilkynnti mér að félagið ætlaði að nýta sér riftunarákvæði í samningi mínum,“ sagði Kjartan sem hefur leikið átján deildarleiki með KR í sumar og skorað fjögur mörk. Hann hefur alls leikið 133 leiki fyrir KR í efstu deild og skorað 49 mörk. Í viðtalinu við 433.is sagðist hann ætla að halda áfram að spila. Kjartan er 36 ára og sneri aftur heim eftir nokkurra ára dvöl í atvinnumennsku í fyrra. Besta deild karla KR Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Sjá meira
Í samtali við 433.is staðfesti Kjartan að hann hefði verið kallaður til hliðar fyrir æfingu KR á fimmtudaginn og skrifað undir uppsögn á samningi sínum við félagið. Samningur Kjartans við KR átti að renna út eftir næsta tímabil en í honum er uppsagnarákvæði sem KR hefur nýtt sér. Kjartan segir að uppsögnin hafi ekki komið sér á óvart en hann sé samt svekktur út í forráðamenn KR. Í færslu á Twitter á föstudaginn gaf hann það sterklega í skyn með því að deila myndbroti með fleygum orðum Harðar Magnússonar úr Steypustöðinni: „Úff. Kalt er það Klara. Gefur karlinum fokk-merki.“ „Ég svaf á þessu, mér fannst þetta kalt. Ég er fæddur og uppalin KR-ingur, foreldrar mínir greitt æfingargjöld frá fyrsta degi og tekið þátt í KR-starfinu. Það er búið að selja mig tvisvar frá félaginu, ég hef unnið sex titla með KR og er núna sjálfur með tvö börn sem æfa fótbolta með KR. Þannig að já, ég neita því ekki að mér fannst þetta kalt,“ sagði Kjartan við 433.is. Stendur á gati Eftir 0-1 sigur KR á Íslandsmeisturum Breiðabliks á laugardaginn sagði Rúnar við Stöð 2 Sport að Kjartan ætti eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Kjartan botnaði ekkert í þeim ummælum þjálfarans. „Ég hreinlega átta mig ekki á þessu svari hans, ég skil það ekki, og hef raunar staðið á gati síðan þá. Ég veit bara að félagið hafði út október til að nýta umrætt uppsagnarákvæði og sú heimild var nýtt 13. október, það er staðreynd. Þess vegna þykir mér þetta svar þjálfarans einstaklega athyglisvert,“ sagði Kjartan sem var öllum lokið eftir svar Rúnars. Rúnar Kristinsson fór ekki með rétt mál að sögn Kjartans.vísir/hulda margrét „Svona er þetta bara og ég er bara að melta allt sem hefur verið í gangi síðustu daga, vikur og mánuði. Ég tók ákvörðun um það í sumar að reyna að tjá mig sem minnst um stöðuna, æfa bara vel og brosa. En eftir þetta viðtal á laugardagskvöld, þar sem þjálfarinn lýsir einhverri allt annari stöðu en uppi er, þá finnst mér hreinlega vitleysan hafa náð nýjum hæðum. Og mér finnst ég eiginlega bara verða að leiðrétta þetta.“ Grunaði að ákvæðið yrði nýtt Kjartan var fastamaður í liði KR framan af sumri en eftir því sem á leið fækkaði tækifærum hans verulega. Í samningi hans var ákvæði um að KR gæti rift samningi hans ef hann spilaði minna en helming þeirra mínútna sem í boði voru. „Ég hef bara byrjað sjö leiki, og vitandi af því hvernig samningur minn var uppbyggður þá fór mig fljótlega að gruna að menn væru mögulega að kokka sig í kringum ákveðið ákvæði í samningnum. Í byrjun október var ég svo boðaður á fund með formanni knattspyrnudeildar þar sem hann tilkynnti mér að félagið ætlaði að nýta sér riftunarákvæði í samningi mínum,“ sagði Kjartan sem hefur leikið átján deildarleiki með KR í sumar og skorað fjögur mörk. Hann hefur alls leikið 133 leiki fyrir KR í efstu deild og skorað 49 mörk. Í viðtalinu við 433.is sagðist hann ætla að halda áfram að spila. Kjartan er 36 ára og sneri aftur heim eftir nokkurra ára dvöl í atvinnumennsku í fyrra.
Besta deild karla KR Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Sjá meira