„Ég á mér draum“ Eyjólfur Pálsson skrifar 18. október 2022 08:01 Ég á mér þann draum að íslensk hönnun njóti verðskuldaðrar viðurkenningar. Góð hönnun er ekki bara fögur vara sem nýtist okkur og gleður sálina. Hún er líka öflugur drifkraftur sem hvetur til nýsköpunar, eykur verðmætasköpun og sjálfbærni og bætir lífsgæði. Þetta er íslensk hönnun Átakið „Þetta er íslensk hönnun“ lætur nú í annað sinn ljós íslenskrar hönnunarvöru skína í heila viku. Tilgangurinn með þessum gjörningi er að vekja fólk til meðvitundar um hönnun og auka virðingu fyrir þessari viðkvæmu en mikilvægu grein. Átakið sprettur af einlægri ástríðu minni fyrir hönnun en eftir góðar viðtökur í fyrra og fjölda áskorana um að endurtaka leikinn ákvað ég að kalla á ný eftir stuðningi og samvinnu þeirra sem hanna, framleiða, selja eða einfaldlega elska íslenska hönnun og endurtaka leikinn! Ég naut aðstoðar frá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs við val á þátttakendum og við fengum snillingana hjá Brandenburg til liðs við okkur á ný en átakið hlaut gullverðlaun í FÍT keppninni 2022. Óumdeildur virðisauki Líkt og með margar aðrar mikilvægar greinar þarf að fjárfesta í hönnun og styðja við bak hennar en það er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka inn í þjóðarbúið. Það er því mikilvægt fyrir allt samfélagið að vel sé stutt við hönnun og nýsköpun. Góð hönnun eykur jafnramt virði vöru til muna, og það skilar sér í allri virðiskeðjunni. Við lítum oft til Danmerkur þegar við hugsum um góða hönnun. Það gerðist þó ekki af sjálfu sér, virðing okkar fyrir danskri hönnun óx og dafnaði í kjölfar markvissrar stefnu yfirvalda í hönnunarmálum. Danir gera sem dæmi kröfu um að áhersla sé lögð á hönnun þeirra í stofnunum, byggingum, opinberum verkefnum, þjónustu og kerfum sem og öllu kynningarefni, eins og í bíómyndum. Þetta gera Danir á hreinum viðskiptalegum forsendum og árangurinn hefur ekki staðið á sér: Allur heimurinn þekkir og ber virðingu fyrir danskri hönnun. Hvar er íslensk hönnunarstefna? Ólíkt frændum vorum erum við Íslendingar ekki með neina fastmótaða hönnunarstefnu og engin slík hefur verið í gildi að frátöldu árabilinu 2014-2018. Hönnunarstefnan sem þá átti að taka við dagaði uppi í samráðsgátt og það hryggir mig að þrátt fyrir áhuga menningar- og viðskiptaráðherra á hönnunarmálum bólar enn ekkert á nýrri stefnu. Ég kalla því enn og aftur eftir Hönnunarstefnu fyrir Ísland og minni á mikilvægi þess að stjórnvöld gangi á undan með góðu fordæmi og velji íslenska hönnun. Í slíkri stefnu verður jafnframt að vera greinagóð innkaupastefna, með skýrum markmiðum og leiðbeinandi reglum, fyrir opinberar byggingar þegar kemur að kaupum á hönnun svo að íslensk hönnun eigi þar skýran sess. Gæði, hönnun og verð eru allt þættir sem vert er að huga að en einnig skal huga að því í útboði að kaup á íslenskri vöru styrkir lengri virðiskeðju og eflir íslenskt atvinnulíf. Ef við gerum það ekki sjálf getum við ekki gert kröfu um að aðrir geri það. Höfundur er stofnandi EPAL. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tíska og hönnun Höfundarréttur Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Ég á mér þann draum að íslensk hönnun njóti verðskuldaðrar viðurkenningar. Góð hönnun er ekki bara fögur vara sem nýtist okkur og gleður sálina. Hún er líka öflugur drifkraftur sem hvetur til nýsköpunar, eykur verðmætasköpun og sjálfbærni og bætir lífsgæði. Þetta er íslensk hönnun Átakið „Þetta er íslensk hönnun“ lætur nú í annað sinn ljós íslenskrar hönnunarvöru skína í heila viku. Tilgangurinn með þessum gjörningi er að vekja fólk til meðvitundar um hönnun og auka virðingu fyrir þessari viðkvæmu en mikilvægu grein. Átakið sprettur af einlægri ástríðu minni fyrir hönnun en eftir góðar viðtökur í fyrra og fjölda áskorana um að endurtaka leikinn ákvað ég að kalla á ný eftir stuðningi og samvinnu þeirra sem hanna, framleiða, selja eða einfaldlega elska íslenska hönnun og endurtaka leikinn! Ég naut aðstoðar frá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs við val á þátttakendum og við fengum snillingana hjá Brandenburg til liðs við okkur á ný en átakið hlaut gullverðlaun í FÍT keppninni 2022. Óumdeildur virðisauki Líkt og með margar aðrar mikilvægar greinar þarf að fjárfesta í hönnun og styðja við bak hennar en það er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka inn í þjóðarbúið. Það er því mikilvægt fyrir allt samfélagið að vel sé stutt við hönnun og nýsköpun. Góð hönnun eykur jafnramt virði vöru til muna, og það skilar sér í allri virðiskeðjunni. Við lítum oft til Danmerkur þegar við hugsum um góða hönnun. Það gerðist þó ekki af sjálfu sér, virðing okkar fyrir danskri hönnun óx og dafnaði í kjölfar markvissrar stefnu yfirvalda í hönnunarmálum. Danir gera sem dæmi kröfu um að áhersla sé lögð á hönnun þeirra í stofnunum, byggingum, opinberum verkefnum, þjónustu og kerfum sem og öllu kynningarefni, eins og í bíómyndum. Þetta gera Danir á hreinum viðskiptalegum forsendum og árangurinn hefur ekki staðið á sér: Allur heimurinn þekkir og ber virðingu fyrir danskri hönnun. Hvar er íslensk hönnunarstefna? Ólíkt frændum vorum erum við Íslendingar ekki með neina fastmótaða hönnunarstefnu og engin slík hefur verið í gildi að frátöldu árabilinu 2014-2018. Hönnunarstefnan sem þá átti að taka við dagaði uppi í samráðsgátt og það hryggir mig að þrátt fyrir áhuga menningar- og viðskiptaráðherra á hönnunarmálum bólar enn ekkert á nýrri stefnu. Ég kalla því enn og aftur eftir Hönnunarstefnu fyrir Ísland og minni á mikilvægi þess að stjórnvöld gangi á undan með góðu fordæmi og velji íslenska hönnun. Í slíkri stefnu verður jafnframt að vera greinagóð innkaupastefna, með skýrum markmiðum og leiðbeinandi reglum, fyrir opinberar byggingar þegar kemur að kaupum á hönnun svo að íslensk hönnun eigi þar skýran sess. Gæði, hönnun og verð eru allt þættir sem vert er að huga að en einnig skal huga að því í útboði að kaup á íslenskri vöru styrkir lengri virðiskeðju og eflir íslenskt atvinnulíf. Ef við gerum það ekki sjálf getum við ekki gert kröfu um að aðrir geri það. Höfundur er stofnandi EPAL.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun