Hafði afskipti af ungmennum vegna þjófnaðar en var sjálfur handtekinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. október 2022 18:14 Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í dag. Vísir/Vilhelm Starfsmaður verslunar í miðbæ Reykjavíkur var handtekinn í dag eftir að hafa haft afskipti af ungmennum sem grunuð voru um þjófnað. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu yfir verkefni dagsins frá klukkan fimm í morgun til klukkan fimm nú síðdegis. Þar segir að starfsmaðurinn hafi gengið allt of langt í viðbrögðum sínum við meintum þjófnaði ungmennanna. Hann hafi beitt eitt þeirra ofbeldi og haft í hótunum við fleiri. Lögregla er nú með málið til rannsóknar. Hótaði lögreglu vopnaður hnífi Í dagbók lögreglu kemur einnig fram að einstaklingur vopnaður hníf hafi komið inn á lögreglustöðina við Hverfisgötu í annarlegu ástandi. Viðkomandi hafi óskað eftir aðstoð lögreglu við eitthvað, en illa hafi gengið að skilja hvað nákvæmlega hann vildi. „Hafði hann þó í hótunum ef lögregla myndi ekki aðstoða hann myndi hann fara út að meiða fólk. Var hann kærður fyrir hótanir og vistaður vegna þess. Við öryggisleit fannst einnig hnífur á honum,“ segir í skeyti lögreglunnar. Þá var annar maður sem lögregla hafði afskipti af sem fannst hnífur á, en sá hafði ekki viljað fylgja fyrirmælum lögreglu eftir að hafa verið til vandræða í miðbænum. Viðkomandi var einnig handtekinn. Sendiferðabíll fauk Þá brást lögreglan við tveimur tilkynningum um bílveltur. Sú fyrri varð við Kjalarnes þegar sendiferðabíll fauk á annan bíl. Ökumenn beggja bíla voru fluttir með sjúkrabíl til aðhlynningar á slysadeild. Seinni bílveltan varð í Hvalfirði. Fjórir voru í bílnum en engan sakaði, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu yfir verkefni dagsins frá klukkan fimm í morgun til klukkan fimm nú síðdegis. Þar segir að starfsmaðurinn hafi gengið allt of langt í viðbrögðum sínum við meintum þjófnaði ungmennanna. Hann hafi beitt eitt þeirra ofbeldi og haft í hótunum við fleiri. Lögregla er nú með málið til rannsóknar. Hótaði lögreglu vopnaður hnífi Í dagbók lögreglu kemur einnig fram að einstaklingur vopnaður hníf hafi komið inn á lögreglustöðina við Hverfisgötu í annarlegu ástandi. Viðkomandi hafi óskað eftir aðstoð lögreglu við eitthvað, en illa hafi gengið að skilja hvað nákvæmlega hann vildi. „Hafði hann þó í hótunum ef lögregla myndi ekki aðstoða hann myndi hann fara út að meiða fólk. Var hann kærður fyrir hótanir og vistaður vegna þess. Við öryggisleit fannst einnig hnífur á honum,“ segir í skeyti lögreglunnar. Þá var annar maður sem lögregla hafði afskipti af sem fannst hnífur á, en sá hafði ekki viljað fylgja fyrirmælum lögreglu eftir að hafa verið til vandræða í miðbænum. Viðkomandi var einnig handtekinn. Sendiferðabíll fauk Þá brást lögreglan við tveimur tilkynningum um bílveltur. Sú fyrri varð við Kjalarnes þegar sendiferðabíll fauk á annan bíl. Ökumenn beggja bíla voru fluttir með sjúkrabíl til aðhlynningar á slysadeild. Seinni bílveltan varð í Hvalfirði. Fjórir voru í bílnum en engan sakaði, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira