Jólin koma snemma með Jodie Foster í Skautahöllinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. október 2022 15:26 Borði hefur verið strengdur á bílastæðinu við Skautahöllina. Vísir/Vilhelm Jólin koma snemma í Skautahöllinni í Reykjavík í ár. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru tökur á atriðum í sjónvarpsþáttaröðinni True Detective fyrirhugaðar þar í næstu viku. Stór hluti bílastæðisins á milli Skautahallarinnar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hefur verið girt af vegna verkefnisins. Á heimasíðu Skautahallarinnar segir að höllin verði lokuð frá 10. til 22. október. Undanfarna daga hafa starfsmenn verið að gera og græja Skautahöllina fyrir tökur á sjónvarpsþáttaröðinni. Um er að ræða fjórðu seríu True Detective þar sem Jodie Foster, Óskarsverðlaunaleikkona með meiru, er í aðalhlutverki. Jodie Foster verður nýr Íslandsvinur. Hún leikur lögreglukonuna Liz Danvers sem þarf að leysa dularfull mannshvörf.Getty/Dominique Charriau Sögusvið fjórðu seríu True Detective er Alaska. Þau atriði sem tekin verða í höllinni gerast um jólin og hefur höllin því verið skreytt líkt og hátíð ljóss og friðar sé í gangi. Þá má sjá bandaríska fána í höllinni. Efnilegustu skautaiðkendur landsins verða frá æfingum þessa þrettán daga sem höllin er lokuð. Í pósti frá Skautafélagi Reykjavíkur til iðkenda á dögunum kom fram að erlent kvikmyndafyrirtæki hefði tekið Skautahöllina á leigu hjá Reykjavíkurborg. „Þessa daga falla niður allar reglulegar æfingar í Skautahöllinni þar sem við höfum ekki aðgang að henni á meðan. Við vitum að þetta er ekki skemmtileg staða en vetrarleyfi í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði lenda á seinni helginni svo það lágmarkar raskið að einhverju leyti,“ segir í póstinum. Smá jólaskraut má sjá utan á höllinni.Vísir/Vilhelm „Við stefnum á að vera með einhverja dagskrá á meðan þessari lokun stendur í formi fyrirlestra og óhefðbundinna æfinga en hún verður kynnt þegar nær dregur.“ Þá kemur fram að nokkrir SR-ingar hafi fengið aukahlutverk sem íshokkíleikmenn í True Detective. Fyrirtækið True North kemur að tökunum hér á landi. Leifur Dagfinnsson, eigandi og framkvæmdastjóri True North, sagði í Kastljósi á dögunum að verkefnið væri svona tíu sinnum stærra en týpísk verkefni fyrirtækisins fyrir erlend kvikmyndatökulið. Týpísku verkefnin, upp á viku til tíu daga, séu með fjárhagsáætlun upp á 500-1000 milljónir. En svona hundrað tökudaga verkefni, því fylgi erlendur peningur og gjaldmiðill upp á níu milljarða króna. Nokkur fjöldi Íslendinga hefur flutt úr húsum sínum til að leigja leikurum og starfsfólki við tökur á þáttunum. Kvikmyndagerð á Íslandi Skautaíþróttir Reykjavík Bíó og sjónvarp Tökur á True Detective á Íslandi Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Fleiri fréttir Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Sjá meira
Stór hluti bílastæðisins á milli Skautahallarinnar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hefur verið girt af vegna verkefnisins. Á heimasíðu Skautahallarinnar segir að höllin verði lokuð frá 10. til 22. október. Undanfarna daga hafa starfsmenn verið að gera og græja Skautahöllina fyrir tökur á sjónvarpsþáttaröðinni. Um er að ræða fjórðu seríu True Detective þar sem Jodie Foster, Óskarsverðlaunaleikkona með meiru, er í aðalhlutverki. Jodie Foster verður nýr Íslandsvinur. Hún leikur lögreglukonuna Liz Danvers sem þarf að leysa dularfull mannshvörf.Getty/Dominique Charriau Sögusvið fjórðu seríu True Detective er Alaska. Þau atriði sem tekin verða í höllinni gerast um jólin og hefur höllin því verið skreytt líkt og hátíð ljóss og friðar sé í gangi. Þá má sjá bandaríska fána í höllinni. Efnilegustu skautaiðkendur landsins verða frá æfingum þessa þrettán daga sem höllin er lokuð. Í pósti frá Skautafélagi Reykjavíkur til iðkenda á dögunum kom fram að erlent kvikmyndafyrirtæki hefði tekið Skautahöllina á leigu hjá Reykjavíkurborg. „Þessa daga falla niður allar reglulegar æfingar í Skautahöllinni þar sem við höfum ekki aðgang að henni á meðan. Við vitum að þetta er ekki skemmtileg staða en vetrarleyfi í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði lenda á seinni helginni svo það lágmarkar raskið að einhverju leyti,“ segir í póstinum. Smá jólaskraut má sjá utan á höllinni.Vísir/Vilhelm „Við stefnum á að vera með einhverja dagskrá á meðan þessari lokun stendur í formi fyrirlestra og óhefðbundinna æfinga en hún verður kynnt þegar nær dregur.“ Þá kemur fram að nokkrir SR-ingar hafi fengið aukahlutverk sem íshokkíleikmenn í True Detective. Fyrirtækið True North kemur að tökunum hér á landi. Leifur Dagfinnsson, eigandi og framkvæmdastjóri True North, sagði í Kastljósi á dögunum að verkefnið væri svona tíu sinnum stærra en týpísk verkefni fyrirtækisins fyrir erlend kvikmyndatökulið. Týpísku verkefnin, upp á viku til tíu daga, séu með fjárhagsáætlun upp á 500-1000 milljónir. En svona hundrað tökudaga verkefni, því fylgi erlendur peningur og gjaldmiðill upp á níu milljarða króna. Nokkur fjöldi Íslendinga hefur flutt úr húsum sínum til að leigja leikurum og starfsfólki við tökur á þáttunum.
Kvikmyndagerð á Íslandi Skautaíþróttir Reykjavík Bíó og sjónvarp Tökur á True Detective á Íslandi Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Fleiri fréttir Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Sjá meira