Ný Iphone-tækni ruglar rússíbanaferð saman við bílslys Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2022 22:57 Það gæti verið nóg að gera hjá 911 í Bandaríkjunum ef allir þessir rússíbanagestir eru með nýjustu gerð Iphone-síma. Paul Broben/Getty Images Svo virðist sem að ný tækni sem kynnt var til sögunnar með nýjustu gerð Iphone-síma bandaríska tæknirisans Apple geti ruglað rússíbanaferð saman við bílslys. Minnst sex dæmi er um að sjálfvirkt kerfi nýjustu gerðar Iphone-síma Apple hafi hringt í bandarísku neyðarlínuna þar sem kerfið ruglar saman rússíbanaferð eigandans við bílslys. Stutt er síðan Apple kynnti Iphone 14 til leiks. Á meðal nýjunga símans er sjálfvirkt kerfi sem á að nema hvort að eigandi símans hafi lent í bílslysi. Er kerfið hannað til að hringja sjálft í 911, bandarísku neyðarlínuna. Kerfið virkar þannig að þegar það nemur óeðlilegar hreyfingar kemur upp viðvörun á símann í tuttugu sekúndur, auk þess sem að nokkuð hátt viðvörunarhljóð reynist. Hafi eigandinn ekki lent í bílslysi hefur hann því glugga til að koma í veg fyrir að síminn hringi í neyðarlínuna. Óvænt vandamál þessu tengt er hins vegar komið upp í skemmtigörðum víðs vegar um Bandaríkin. Þannig virðast snöggar og óvæntar hreyfingar rússíbana kveikja á kerfinu. Þannig kemur fram í frétt Wall Street Journal að miðstöð Neyðarlínunnar í Warren-sýslu Ohio-ríkis hafi fengið minnst sex símtöl frá sjáfvirku kerfi Iphone-síma frá Kings Island skemmtigarðinum. Sjá má dæmi um eitt af þessum símtölum í tístinu hér að neðan: Since the iPhone 14 went on sale, the 911 dispatch center near Kings Island amusement park has received at least six phones calls saying: “The owner of this iPhone was in a severe car crash...”Except, the owner was just on a roller coaster.🆕 by me: https://t.co/hp1fHZBIf6 pic.twitter.com/i0lZPoWzGz— Joanna Stern (@JoannaStern) October 9, 2022 Þá kemur einnig fram að svipaða sögu sé að segja frá skemmtigarðinum Six Flags Great America í grennd við Chicago. Svo virðist sem að eigendurnir verði ekki varir við viðvörunina frá símanum, enda ef til vill með hugann við eitthvað annað en símann í miðri rússíbanaferð. Apple Bandaríkin Tækni Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Minnst sex dæmi er um að sjálfvirkt kerfi nýjustu gerðar Iphone-síma Apple hafi hringt í bandarísku neyðarlínuna þar sem kerfið ruglar saman rússíbanaferð eigandans við bílslys. Stutt er síðan Apple kynnti Iphone 14 til leiks. Á meðal nýjunga símans er sjálfvirkt kerfi sem á að nema hvort að eigandi símans hafi lent í bílslysi. Er kerfið hannað til að hringja sjálft í 911, bandarísku neyðarlínuna. Kerfið virkar þannig að þegar það nemur óeðlilegar hreyfingar kemur upp viðvörun á símann í tuttugu sekúndur, auk þess sem að nokkuð hátt viðvörunarhljóð reynist. Hafi eigandinn ekki lent í bílslysi hefur hann því glugga til að koma í veg fyrir að síminn hringi í neyðarlínuna. Óvænt vandamál þessu tengt er hins vegar komið upp í skemmtigörðum víðs vegar um Bandaríkin. Þannig virðast snöggar og óvæntar hreyfingar rússíbana kveikja á kerfinu. Þannig kemur fram í frétt Wall Street Journal að miðstöð Neyðarlínunnar í Warren-sýslu Ohio-ríkis hafi fengið minnst sex símtöl frá sjáfvirku kerfi Iphone-síma frá Kings Island skemmtigarðinum. Sjá má dæmi um eitt af þessum símtölum í tístinu hér að neðan: Since the iPhone 14 went on sale, the 911 dispatch center near Kings Island amusement park has received at least six phones calls saying: “The owner of this iPhone was in a severe car crash...”Except, the owner was just on a roller coaster.🆕 by me: https://t.co/hp1fHZBIf6 pic.twitter.com/i0lZPoWzGz— Joanna Stern (@JoannaStern) October 9, 2022 Þá kemur einnig fram að svipaða sögu sé að segja frá skemmtigarðinum Six Flags Great America í grennd við Chicago. Svo virðist sem að eigendurnir verði ekki varir við viðvörunina frá símanum, enda ef til vill með hugann við eitthvað annað en símann í miðri rússíbanaferð.
Apple Bandaríkin Tækni Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent