Hleðslustöðvamálinu lokið eftir nei frá Hæstarétti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2022 21:01 Málið snerist um útboð á hleðslustöðvum. Vísir/Vilhelm Ísorka fær ekki að áfrýja dómi Landsréttar í hleðslustöðvarmálinu svokallaða til Hæstiréttar. Málskotsbeiðni Ísorku var hafnað af Hæstarétti fyrir helgi. Málið má rekja til þess að Ísorka kærði útboð Reykjavíkurborgar á svokölluðum hverfahleðslum, þar sem fyrirtækið taldi að borgin hefði átt að bjóða verkið út á evrópska efnahagssvæðinu. Kærunefnd útboðsmála komst að þeirri niðurstöðu að svo hafi átt að vera. Í kjölfarið slökkti Orka náttúrunnar, sem var hlutskarpast í útboðinu, á 156 hleðslustöðvum fyrir rafbíla, sem fyrirtækið hafði komið upp víðs vegar um borgina. Málið fór að lokum bæði fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og Landsrétt. Í nóvember á síðasta ári komst héraðsdómur Reykjavíkur að þeirri niðurstöði að málsmeðferð kærunefndarinnar hafi verið verulega ábótavant. Var úrskurður hennar því ógiltur. Götuhleðslurnar voru opnaðar á ný eftir að héraðsdómur tók málið fyrir.ON Í kjölfarið kveikti Orka náttúrunnar aftur á hleðslustöðvunum. Málinu var skotið til Landsréttar, sem staðfesti niðurstöðu héraðsdóms. Þessu vildi Ísorka ekki una og óskaði því eftir leyfi til að skjóta málinu til Hæstaréttar. Í málskotsbeiðninni kemur fram að Ísorka telji niðurstöðu Landsréttar vera bersýnilega ranga, auk þess sem að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi. Hæstiréttur féllst hins vegar ekki á beiðninni. Telur rétturnn að úrslit málsins hafi hvorki verulegt almennt gildi né varði það sérstaklega mikilvæga hagsmuni Ísorku. Þá verði ekki sé að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur. Var beiðninni því hafnað. Vistvænir bílar Reykjavík Dómsmál Orkumál Orkuskipti Hleðslustöðvar Mest lesið Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Málið má rekja til þess að Ísorka kærði útboð Reykjavíkurborgar á svokölluðum hverfahleðslum, þar sem fyrirtækið taldi að borgin hefði átt að bjóða verkið út á evrópska efnahagssvæðinu. Kærunefnd útboðsmála komst að þeirri niðurstöðu að svo hafi átt að vera. Í kjölfarið slökkti Orka náttúrunnar, sem var hlutskarpast í útboðinu, á 156 hleðslustöðvum fyrir rafbíla, sem fyrirtækið hafði komið upp víðs vegar um borgina. Málið fór að lokum bæði fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og Landsrétt. Í nóvember á síðasta ári komst héraðsdómur Reykjavíkur að þeirri niðurstöði að málsmeðferð kærunefndarinnar hafi verið verulega ábótavant. Var úrskurður hennar því ógiltur. Götuhleðslurnar voru opnaðar á ný eftir að héraðsdómur tók málið fyrir.ON Í kjölfarið kveikti Orka náttúrunnar aftur á hleðslustöðvunum. Málinu var skotið til Landsréttar, sem staðfesti niðurstöðu héraðsdóms. Þessu vildi Ísorka ekki una og óskaði því eftir leyfi til að skjóta málinu til Hæstaréttar. Í málskotsbeiðninni kemur fram að Ísorka telji niðurstöðu Landsréttar vera bersýnilega ranga, auk þess sem að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi. Hæstiréttur féllst hins vegar ekki á beiðninni. Telur rétturnn að úrslit málsins hafi hvorki verulegt almennt gildi né varði það sérstaklega mikilvæga hagsmuni Ísorku. Þá verði ekki sé að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur. Var beiðninni því hafnað.
Vistvænir bílar Reykjavík Dómsmál Orkumál Orkuskipti Hleðslustöðvar Mest lesið Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira