Vesturlönd þurfi að bregðast við: „Það er strategískt verið að ráðast á saklausa borgara“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. október 2022 21:16 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir árásirnar í nótt hafa verið hrikalegar. Stöð 2 Utanríkisráðherra segir árásir Rússa á úkraínskar borgir í morgun skýrt dæmi um að átökin séu að stigmagnast. Ljóst sé að Rússar hafi gerst sekir um stríðsglæpi með árásum á almenna borgara. Vesturlöndin þurfi að bregðast við en fórnarkostnaður þeirra sé sáralítill í samanburði við það sem úkraínska þjóðin sé að ganga í gegnum. Minnst ellefu létust og á sjöunda tug særðust í árásunum í nótt og í morgun en um var að ræða hefndaraðgerðir af hálfu Rússa eftir árás á Kerch brúna um helgina. Sprengjum rigndi yfir fjölmargar úkraínskar borgir, allt frá Lviv í austri til Saporisjía í vestri. Þá voru árásir gerðar á höfuðborgina, Kænugarð, í fyrsta sinn í langan tíma. Rússar réðust á borgir víðs vegar um Úkraínu í morgun, eftir árás á Kerch brúna um helgina.Grafík/Sara Rut Þrátt fyrir fullyrðingar Rússa um að árásirnar hafi beinst gegn innviðum eins og orkukerfum var sprengjum til að mynda varpað á vinsæla göngubrú, fjölmenn gatnamót og jafnvel leikvöll í Kænugarði. Utanríkisráðherra Íslands segir atburði næturinnar skýrt dæmi um að ástandið sé að stigmagnast og að ljóst sé að Rússar séu að fremja stríðsglæpi. „Það er strategískt verið að ráðast á saklausa borgara, það er líka stigmögnun í sjálfu sér, eins og gerðist í dag og í morgun þar sem var bara strategískt mjög víða verið að gera nákvæmlega það,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Ekki sé mikið tilefni til bjartsýni um framhaldið. „Því miður þá erum við bara enn þá á leið í kolranga átt og það er svona þessi stigmögnum bara í hverri einustu viku og það sem gerðist í nótt og í morgun var mjög hrikalegt,“ segir Þórdís. Vesturlönd þurfi nú að bregðast við, standa með Úkraínu og verða við ákalli þeirra um auknar vopnasendingar og aðstoð. Á meðan svo er ekki gjaldi Úkraínumenn fyrir það. „Svo þurfum við í rauninni að láta engan bilbug á okkur finna vegna þess að fórnarkostnaður vina og bandalagsþjóða er sáralítill í samanburði við það sem að úkraínska þjóðin er að ganga í gegnum,“ segir Þórdís og bætir við að Ísland sé engin undantekning. „Við þurfum að hugsa til þeirra sem eiga um sárt að binda og gera það sem er ætlast til af okkur. Stundum er ekki nóg að gera sitt besta, stundum þarf að gera það sem er krafist og við Íslendingar eigum að vera tilbúin til að gera það,“ segir hún. Saka Rússland um að vera hryðjuverkaríki Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa bæst í hóp þeirra sem hafa fordæmt árásirnar í dag en leiðtogar G7 ríkjanna koma saman á morgun til fundar með forseta Úkraínu. Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Volódimír Selenskí Úkraínuforseti hafa sakað hvor annan um hryðjuverk á víxl en ráðgjafi varnamálaráðherra Úkraínu var afdráttalaus í sínu svari síðdegis í dag „Öllum er ljóst að það er aðeins eitt hryðjuverkaríki. Það er Rússland. Þess vegna förum við fram á það við alþjóðlega bandamenn okkar að þeir skilgreini Rússland sem ríki sem styður alþjóðleg hryðjuverk og grípi til allra nauðsynlegra ráðstafana þar að lútandi,“ sagði Yuriy Sak, ráðgjafi varnamálaráðherra Úkraínu. Þó mörg lönd hafi tekið undir að Rússar hafi framið stríðsglæpi hafa fæstir tekið undir það að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rússland Úkraína Utanríkismál Tengdar fréttir Alþjóðasamfélagið lýsir yfir andúð sinni og segir árásina stríðsglæp Að minnsta kosti 11 eru látin og 64 særð eftir sprengingar Rússa í Úkraínu nú í morgun. Vladímír Pútín forseti Rússlands segir árásunum hafa verið beint að innviðum Úkraínu en það hafi verið gert til að svara sprengingar við Kertsj-brúna. Alþjóðasamfélagið hefur kallað aðgerðirnar stríðsglæp. 10. október 2022 14:55 „Þeir reyna að tortíma okkur og þurrka út af yfirborði jarðar“ Sprengjuárásir rússneska hersins á Kænugarð og fleiri úkraínskar borgir í morgun sýna fram á að Rússar séu að reyna að tortíma Úkraínumönnum og þurrka þeim út af yfirborði jarðar. 10. október 2022 07:50 Árásir á óbreytta borgara skelfilegar Vladímír Pútín, forseti Rússlands segir árásir morgunsins hafa verið svar Rússa við árásinni á Kertsj-brúna. Árásinni hafi verið beint að samskipta-, orku- og hernaðarinnviðum Úkraínumanna. 10. október 2022 06:35 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Minnst ellefu létust og á sjöunda tug særðust í árásunum í nótt og í morgun en um var að ræða hefndaraðgerðir af hálfu Rússa eftir árás á Kerch brúna um helgina. Sprengjum rigndi yfir fjölmargar úkraínskar borgir, allt frá Lviv í austri til Saporisjía í vestri. Þá voru árásir gerðar á höfuðborgina, Kænugarð, í fyrsta sinn í langan tíma. Rússar réðust á borgir víðs vegar um Úkraínu í morgun, eftir árás á Kerch brúna um helgina.Grafík/Sara Rut Þrátt fyrir fullyrðingar Rússa um að árásirnar hafi beinst gegn innviðum eins og orkukerfum var sprengjum til að mynda varpað á vinsæla göngubrú, fjölmenn gatnamót og jafnvel leikvöll í Kænugarði. Utanríkisráðherra Íslands segir atburði næturinnar skýrt dæmi um að ástandið sé að stigmagnast og að ljóst sé að Rússar séu að fremja stríðsglæpi. „Það er strategískt verið að ráðast á saklausa borgara, það er líka stigmögnun í sjálfu sér, eins og gerðist í dag og í morgun þar sem var bara strategískt mjög víða verið að gera nákvæmlega það,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Ekki sé mikið tilefni til bjartsýni um framhaldið. „Því miður þá erum við bara enn þá á leið í kolranga átt og það er svona þessi stigmögnum bara í hverri einustu viku og það sem gerðist í nótt og í morgun var mjög hrikalegt,“ segir Þórdís. Vesturlönd þurfi nú að bregðast við, standa með Úkraínu og verða við ákalli þeirra um auknar vopnasendingar og aðstoð. Á meðan svo er ekki gjaldi Úkraínumenn fyrir það. „Svo þurfum við í rauninni að láta engan bilbug á okkur finna vegna þess að fórnarkostnaður vina og bandalagsþjóða er sáralítill í samanburði við það sem að úkraínska þjóðin er að ganga í gegnum,“ segir Þórdís og bætir við að Ísland sé engin undantekning. „Við þurfum að hugsa til þeirra sem eiga um sárt að binda og gera það sem er ætlast til af okkur. Stundum er ekki nóg að gera sitt besta, stundum þarf að gera það sem er krafist og við Íslendingar eigum að vera tilbúin til að gera það,“ segir hún. Saka Rússland um að vera hryðjuverkaríki Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa bæst í hóp þeirra sem hafa fordæmt árásirnar í dag en leiðtogar G7 ríkjanna koma saman á morgun til fundar með forseta Úkraínu. Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Volódimír Selenskí Úkraínuforseti hafa sakað hvor annan um hryðjuverk á víxl en ráðgjafi varnamálaráðherra Úkraínu var afdráttalaus í sínu svari síðdegis í dag „Öllum er ljóst að það er aðeins eitt hryðjuverkaríki. Það er Rússland. Þess vegna förum við fram á það við alþjóðlega bandamenn okkar að þeir skilgreini Rússland sem ríki sem styður alþjóðleg hryðjuverk og grípi til allra nauðsynlegra ráðstafana þar að lútandi,“ sagði Yuriy Sak, ráðgjafi varnamálaráðherra Úkraínu. Þó mörg lönd hafi tekið undir að Rússar hafi framið stríðsglæpi hafa fæstir tekið undir það að um hryðjuverk hafi verið að ræða.
Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rússland Úkraína Utanríkismál Tengdar fréttir Alþjóðasamfélagið lýsir yfir andúð sinni og segir árásina stríðsglæp Að minnsta kosti 11 eru látin og 64 særð eftir sprengingar Rússa í Úkraínu nú í morgun. Vladímír Pútín forseti Rússlands segir árásunum hafa verið beint að innviðum Úkraínu en það hafi verið gert til að svara sprengingar við Kertsj-brúna. Alþjóðasamfélagið hefur kallað aðgerðirnar stríðsglæp. 10. október 2022 14:55 „Þeir reyna að tortíma okkur og þurrka út af yfirborði jarðar“ Sprengjuárásir rússneska hersins á Kænugarð og fleiri úkraínskar borgir í morgun sýna fram á að Rússar séu að reyna að tortíma Úkraínumönnum og þurrka þeim út af yfirborði jarðar. 10. október 2022 07:50 Árásir á óbreytta borgara skelfilegar Vladímír Pútín, forseti Rússlands segir árásir morgunsins hafa verið svar Rússa við árásinni á Kertsj-brúna. Árásinni hafi verið beint að samskipta-, orku- og hernaðarinnviðum Úkraínumanna. 10. október 2022 06:35 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Alþjóðasamfélagið lýsir yfir andúð sinni og segir árásina stríðsglæp Að minnsta kosti 11 eru látin og 64 særð eftir sprengingar Rússa í Úkraínu nú í morgun. Vladímír Pútín forseti Rússlands segir árásunum hafa verið beint að innviðum Úkraínu en það hafi verið gert til að svara sprengingar við Kertsj-brúna. Alþjóðasamfélagið hefur kallað aðgerðirnar stríðsglæp. 10. október 2022 14:55
„Þeir reyna að tortíma okkur og þurrka út af yfirborði jarðar“ Sprengjuárásir rússneska hersins á Kænugarð og fleiri úkraínskar borgir í morgun sýna fram á að Rússar séu að reyna að tortíma Úkraínumönnum og þurrka þeim út af yfirborði jarðar. 10. október 2022 07:50
Árásir á óbreytta borgara skelfilegar Vladímír Pútín, forseti Rússlands segir árásir morgunsins hafa verið svar Rússa við árásinni á Kertsj-brúna. Árásinni hafi verið beint að samskipta-, orku- og hernaðarinnviðum Úkraínumanna. 10. október 2022 06:35