Tuttugu hádegisverðir, rándýr kvöldmatur og ýmsar jólagjafir Bjarki Sigurðsson skrifar 10. október 2022 13:06 Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslunnar, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, á fundi fjárlaganefndar þar sem óskað var eftir minnisblaðinu. Vísir/Arnar Halldórsson Á tæpu ári sátu fulltrúar Bankasýslu ríkisins tuttugu hádegisverðarfundi með fulltrúum ýmissa fjármálafyrirtækja. Tvisvar fögnuðu starfsmenn Bankasýslunnar frumútboði á hlutum í Íslandsbanka með kvöldverði. Kvöldverðirnir kostuðu 34 þúsund og 48 þúsund krónur á mann. Þetta kemur fram í minnisblaði Bankasýslu ríkisins um málsverði, tækifærisgjafir og sérstök tilefni í tengslum við sölu á hlut í Íslandsbanka. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, óskaði eftir minnisblaðinu á fundi Bankasýslunnar og fjárlaganefndar Alþingis í apríl á þessu ári. Í minnisblaðinu segir að ráðningu Bankasýslunnar á fjármálaráðgjafa, söluráðgjöfum og lögfræðilegum ráðgjöfum hafi lokið þann 19. apríl síðastliðinn. Bankasýslan átti enga vinnufundi þar sem boðið var upp á veitingar fyrr en ráðningu þeirra var lokið. Á tímabilinu 23. apríl 2021 til 13. apríl 2022 átti Bankasýsla ríkisins tuttugu vinnufundi þar sem veitingar voru í boði. Með á fundunum voru fulltrúar ýmissa fjármálafyrirtækja. Fjármálafyrirtækin voru eftirfarandi: ABN AMRO, Arctica Finance, Barclays, Fossar markaðir, Íslandsbanki, Íslensk verðbréf, Íslenskir fjárfestar (nú ACRO verðbréf), Kvika banki og Landsbankinn. Fundirnir áttu sér yfirleitt sér stað í hádeginu og segir í minnisblaðinu að um sé að ræða hóflegar veitingar. Kostnaður við hvern þátttakenda sé því óverulegur. Rándýrir fagnaðarkvöldverðir 24. september og 30. nóvember árið 2021 voru haldnir kvöldverðir þar sem frumútboði á hlutum í Íslandsbanka var fagnað. Starfsmenn Bankasýslunnar sóttu báða þessa fundi. Á fyrri fundinum var fagnað með fyrirtækjaráðgjöf og verðbréfamiðlun Íslandsbanka. Kostnaður á hvern þátttakanda var um 34 þúsund krónur. Kostnaðurinn var greiddur af bankanum. Á þeim seinni var fagnað með fulltrúum þriggja umsjónaraðila, tveggja fjármálaráðgjafa og þriggja lögfræðilegra ráðgjafa. Kostnaður á hvern þátttakanda var um 48 þúsund krónur. Kostnaðurinn var greiddur af umsjónaraðilunum þremur sem voru Citibank, Íslandsbanki og JP Morgan. Flugeldur, kokteilasett og vín Um jól og áramót 2021 fengu starfsmenn Bankasýslunnar tækifærisgjafir frá sex aðilum. Með gjöfunum var verið að þakka starfsmönnum fyrir gott samstarf í tengslum við frumútboðið. Frá ACRO verðbréfum fengu starfsmenn fjögur þúsund króna vínflösku, frá Íslenskum verðbréfum tvær vínflöskur sem samtals kostuðu átta þúsund krónur, konfektkassa frá Landsbankanum sem kostaði 4.067 krónur, kokteilasett frá lögmannsstofunni BBA/Fjeldco sem kostaði tuttugu þúsund krónur og léttvínsflösku og smárétti frá verðbréfamiðlun og fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka sem kostaði fjórtán þúsund krónur. Þá fengu starfsmenn einn flugeld að andvirði 2.500 króna sem gjöf frá vin forstjórans sem starfar hjá fjármálafyrirtæki. Vinurinn hefur staðfest að um sé að ræða vinagjöf og tengist því ekki frumútboðinu. Salan á Íslandsbanka Stjórnsýsla Alþingi Íslenskir bankar Íslandsbanki Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Þetta kemur fram í minnisblaði Bankasýslu ríkisins um málsverði, tækifærisgjafir og sérstök tilefni í tengslum við sölu á hlut í Íslandsbanka. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, óskaði eftir minnisblaðinu á fundi Bankasýslunnar og fjárlaganefndar Alþingis í apríl á þessu ári. Í minnisblaðinu segir að ráðningu Bankasýslunnar á fjármálaráðgjafa, söluráðgjöfum og lögfræðilegum ráðgjöfum hafi lokið þann 19. apríl síðastliðinn. Bankasýslan átti enga vinnufundi þar sem boðið var upp á veitingar fyrr en ráðningu þeirra var lokið. Á tímabilinu 23. apríl 2021 til 13. apríl 2022 átti Bankasýsla ríkisins tuttugu vinnufundi þar sem veitingar voru í boði. Með á fundunum voru fulltrúar ýmissa fjármálafyrirtækja. Fjármálafyrirtækin voru eftirfarandi: ABN AMRO, Arctica Finance, Barclays, Fossar markaðir, Íslandsbanki, Íslensk verðbréf, Íslenskir fjárfestar (nú ACRO verðbréf), Kvika banki og Landsbankinn. Fundirnir áttu sér yfirleitt sér stað í hádeginu og segir í minnisblaðinu að um sé að ræða hóflegar veitingar. Kostnaður við hvern þátttakenda sé því óverulegur. Rándýrir fagnaðarkvöldverðir 24. september og 30. nóvember árið 2021 voru haldnir kvöldverðir þar sem frumútboði á hlutum í Íslandsbanka var fagnað. Starfsmenn Bankasýslunnar sóttu báða þessa fundi. Á fyrri fundinum var fagnað með fyrirtækjaráðgjöf og verðbréfamiðlun Íslandsbanka. Kostnaður á hvern þátttakanda var um 34 þúsund krónur. Kostnaðurinn var greiddur af bankanum. Á þeim seinni var fagnað með fulltrúum þriggja umsjónaraðila, tveggja fjármálaráðgjafa og þriggja lögfræðilegra ráðgjafa. Kostnaður á hvern þátttakanda var um 48 þúsund krónur. Kostnaðurinn var greiddur af umsjónaraðilunum þremur sem voru Citibank, Íslandsbanki og JP Morgan. Flugeldur, kokteilasett og vín Um jól og áramót 2021 fengu starfsmenn Bankasýslunnar tækifærisgjafir frá sex aðilum. Með gjöfunum var verið að þakka starfsmönnum fyrir gott samstarf í tengslum við frumútboðið. Frá ACRO verðbréfum fengu starfsmenn fjögur þúsund króna vínflösku, frá Íslenskum verðbréfum tvær vínflöskur sem samtals kostuðu átta þúsund krónur, konfektkassa frá Landsbankanum sem kostaði 4.067 krónur, kokteilasett frá lögmannsstofunni BBA/Fjeldco sem kostaði tuttugu þúsund krónur og léttvínsflösku og smárétti frá verðbréfamiðlun og fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka sem kostaði fjórtán þúsund krónur. Þá fengu starfsmenn einn flugeld að andvirði 2.500 króna sem gjöf frá vin forstjórans sem starfar hjá fjármálafyrirtæki. Vinurinn hefur staðfest að um sé að ræða vinagjöf og tengist því ekki frumútboðinu.
Salan á Íslandsbanka Stjórnsýsla Alþingi Íslenskir bankar Íslandsbanki Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira