Shopify kemur í veg fyrir brot á réttindum neytenda Bjarki Sigurðsson skrifar 10. október 2022 10:26 Shopify hefur með þessu skuldbundið sig til þess að koma í veg fyrir brot á réttindum neytenda. Getty/Sean Gallup Shopify hefur samþykkt að gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir brot á réttindum neytenda. Með samþykktinni er verið að reyna að koma í veg fyrir svokölluð „drop shipping-svindl“ sem varð gífurlega algengt í Covid-19 heimsfaraldrinum. Shopify er þjónusta sem gerir söluaðilum kleift að setja upp vefverslun á vefsíðu sinni með auðveldum hætti. Þá býður Shopify einnig upp á vefhýsingu og aðstoð við „drop shipping“. Drop shipping virkar þannig að fyrirtæki geta selt vöru sem þeir eru ekki með í höndunum. Pantir þú vöru frá fyrirtæki sem notast við drop shipping áframsendir fyrirtækið pöntun þína til annars fyrirtækis eða framleiðanda sem er með vöruna. Varan er síðan send til fyrirtækisins sem þú verslaðir við og þaðan áframsend til þín. Í Covid-19 varð það algengt að svindlarar stofnuðu vefsíður sem buðu upp á drop shipping. Fólk pantaði vörur af vefsíðum svindlara sem til dæmis slepptu því að gera grein fyrir háum sendingarkostnaði eða öðrum viðbótargjöldum. Þá gat sendingartími verið óralangur og hvergi sjáanlegur á vefsíðu svindlara. Með nýju samþykktinni sem fjallað er um á vef Neytendastofu er reynt að koma í veg fyrir þetta, meðal annars með því að fá notendur Shopify til að birta upplýsingar um sig. Þá verður neytendayfirvöldum gert kleift að nálgast upplýsingar um þá seljendur sem eru innan Evrópusambandsins eða Evrópska efnahagssvæðisins. Þá hefur Shopify skuldbundið sig til að setja upp hratt og skilvirkt tilkynningarkerfi fyrir neytendayfirvöld gegn seljendum sem viðhafa ólögmæta viðskiptahætti í gegnum vefverslanir sem hýstar eru af Shopify. Neytendur Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Shopify er þjónusta sem gerir söluaðilum kleift að setja upp vefverslun á vefsíðu sinni með auðveldum hætti. Þá býður Shopify einnig upp á vefhýsingu og aðstoð við „drop shipping“. Drop shipping virkar þannig að fyrirtæki geta selt vöru sem þeir eru ekki með í höndunum. Pantir þú vöru frá fyrirtæki sem notast við drop shipping áframsendir fyrirtækið pöntun þína til annars fyrirtækis eða framleiðanda sem er með vöruna. Varan er síðan send til fyrirtækisins sem þú verslaðir við og þaðan áframsend til þín. Í Covid-19 varð það algengt að svindlarar stofnuðu vefsíður sem buðu upp á drop shipping. Fólk pantaði vörur af vefsíðum svindlara sem til dæmis slepptu því að gera grein fyrir háum sendingarkostnaði eða öðrum viðbótargjöldum. Þá gat sendingartími verið óralangur og hvergi sjáanlegur á vefsíðu svindlara. Með nýju samþykktinni sem fjallað er um á vef Neytendastofu er reynt að koma í veg fyrir þetta, meðal annars með því að fá notendur Shopify til að birta upplýsingar um sig. Þá verður neytendayfirvöldum gert kleift að nálgast upplýsingar um þá seljendur sem eru innan Evrópusambandsins eða Evrópska efnahagssvæðisins. Þá hefur Shopify skuldbundið sig til að setja upp hratt og skilvirkt tilkynningarkerfi fyrir neytendayfirvöld gegn seljendum sem viðhafa ólögmæta viðskiptahætti í gegnum vefverslanir sem hýstar eru af Shopify.
Neytendur Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira