„Fyrsta hrós dagsins fær konan mín, þvílík hetja og hörkutól. Rúllaði þessu upp eins og flestu sem hún tekur sér fyrir hendur,“ segir handbolta kappinn um Elísabetu. „Annað hrósið fá ljósmæður. Starfstétt sem á alla mína virðingu. Hreinn úrslitaleikur á hverri vakt. Okkar var alveg frábær. Takk!“
Í færslunni segja þau einnig frá því hvernig litlu dömunni var fagnað af eldri systkinum sínum þegar heim var komið. Fyrir eiga þau Ölbu Mist og Gunnar Manuel.