Pavel hættur: „Hef átt nokkur rifrildi við körfuboltann í gegnum tíðina“ Valur Páll Eiríksson skrifar 5. október 2022 10:09 Pavel endaði ferilinn á Íslandsmeistaratitli með Val í vor. Körfuboltamaðurinn Pavel Ermolinskij hefur greint frá því í bréfi til Borgnesinga sem birt er í Skessuhorni, fréttaveitu Vesturlands, að hann sé hættur í körfubolta eftir farsælan feril. Pavel steig sín fyrstu skref í körfuboltanum í Borgarnesi en spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki með ÍA árið 1998, þá aðeins 11 ára gamall. Hann lék svo með Skallagrími 2001 til 2002 áður en hann hélt út í atvinnumennsku. Hann lék með Vichy í Frakklandi 2003 til 2004 en lék í kjölfarið fyrir fimm mismunandi lið á Spáni frá 2004 til 2010. Árið 2010 kom hann heim í KR og varð Íslands- og bikarmeistari með liðinu vorið 2011. Hann fór þá til Svíðþjóðar og lék með Sundsvall Dragons og Norrköping Dolphins frá 2011 til 2013 áður en hann kom aftur heim. Eintak af nýprentuðu Skessuhorni barst til Brussel í morgun. Þar má finna hugljúfa ástarjátningu til æskuslóðanna í Borgarnesi. Þetta er það Borgarnes sem ég minnist. Pavel Ermolinski er hættur. En körfurnar hanga enn uppi í bílskúrum Borgnesinga. Farvel eina geit @pavelino15 pic.twitter.com/8zwLv1jnq4— Guðmundur Björn (@gudmundurbjorn) October 5, 2022 Hann lék með KR á gullaldarskeiði félagsins og vann sex Íslandsmeistaratitla með liðinu frá 2014 til 2019, auk þess að vinna tvo bikartitla. Hann lauk ferlinum með Val hvar hann lék frá 2019 þar til í vor en lauk ferlinum á því að vinna sinn áttunda Íslandsmeistaratitil á ferlinum, þegar Valur varð Íslandsmeistari í vor. Hann var valinn besti leikmaður Íslandsmótsins 2011 og 2015 og lék með íslenska landsliðinu frá 2004 og fór með liðinu á EuroBasket 2015 og 2017. „Endalaus tækifæri til þess að búa til frábærar minningar“ Pavel ritaði grein í Skessuhorni til að greina frá ákvörðun sinni þar sem hann segir mótunarár sín í Borgarnesi hafa reynst sér dýrmæt. „Nú er komið að því að ég hef ákveðið að segja skilið við þessa íþrótt sem leikmaður. Ég hef átt nokkur rifrildi við körfuboltann í gegnum tíðina en hann brosti alltaf þegar ég kom skömmustulegur til að biðja hann afsökunar. Hann tók bara utan um mig og bauð mér upp á endalaus tækifæri til þess að búa til frábærar minningar,“ segir Pavel í grein sinni í Skessuhorni. „Á þessum tímamótum verð ég enn meðvitaðri um að síðustu tveir áratugir hefðu farið á allt annað veg ef ekki hefði verið fyrir Borgarnes og mótttökurnar sem ég fékk þar, þá 5 ára gamall. Takk Borgarnes,“ segir Pavel að endingu. Subway-deild karla Valur Borgarbyggð Reykjavík Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjá meira
Pavel steig sín fyrstu skref í körfuboltanum í Borgarnesi en spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki með ÍA árið 1998, þá aðeins 11 ára gamall. Hann lék svo með Skallagrími 2001 til 2002 áður en hann hélt út í atvinnumennsku. Hann lék með Vichy í Frakklandi 2003 til 2004 en lék í kjölfarið fyrir fimm mismunandi lið á Spáni frá 2004 til 2010. Árið 2010 kom hann heim í KR og varð Íslands- og bikarmeistari með liðinu vorið 2011. Hann fór þá til Svíðþjóðar og lék með Sundsvall Dragons og Norrköping Dolphins frá 2011 til 2013 áður en hann kom aftur heim. Eintak af nýprentuðu Skessuhorni barst til Brussel í morgun. Þar má finna hugljúfa ástarjátningu til æskuslóðanna í Borgarnesi. Þetta er það Borgarnes sem ég minnist. Pavel Ermolinski er hættur. En körfurnar hanga enn uppi í bílskúrum Borgnesinga. Farvel eina geit @pavelino15 pic.twitter.com/8zwLv1jnq4— Guðmundur Björn (@gudmundurbjorn) October 5, 2022 Hann lék með KR á gullaldarskeiði félagsins og vann sex Íslandsmeistaratitla með liðinu frá 2014 til 2019, auk þess að vinna tvo bikartitla. Hann lauk ferlinum með Val hvar hann lék frá 2019 þar til í vor en lauk ferlinum á því að vinna sinn áttunda Íslandsmeistaratitil á ferlinum, þegar Valur varð Íslandsmeistari í vor. Hann var valinn besti leikmaður Íslandsmótsins 2011 og 2015 og lék með íslenska landsliðinu frá 2004 og fór með liðinu á EuroBasket 2015 og 2017. „Endalaus tækifæri til þess að búa til frábærar minningar“ Pavel ritaði grein í Skessuhorni til að greina frá ákvörðun sinni þar sem hann segir mótunarár sín í Borgarnesi hafa reynst sér dýrmæt. „Nú er komið að því að ég hef ákveðið að segja skilið við þessa íþrótt sem leikmaður. Ég hef átt nokkur rifrildi við körfuboltann í gegnum tíðina en hann brosti alltaf þegar ég kom skömmustulegur til að biðja hann afsökunar. Hann tók bara utan um mig og bauð mér upp á endalaus tækifæri til þess að búa til frábærar minningar,“ segir Pavel í grein sinni í Skessuhorni. „Á þessum tímamótum verð ég enn meðvitaðri um að síðustu tveir áratugir hefðu farið á allt annað veg ef ekki hefði verið fyrir Borgarnes og mótttökurnar sem ég fékk þar, þá 5 ára gamall. Takk Borgarnes,“ segir Pavel að endingu.
Subway-deild karla Valur Borgarbyggð Reykjavík Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti