Braut ákærusvið lögreglustjóra lög? Viðar Hjartarson skrifar 3. október 2022 18:00 Í apríl 2019 handtók lögreglan í Reykjavík 5 ungmenni í anddyri Dómsmálaráðuneytis vegna mótmælasetu þar fram yfir skrifstofutíma. Friðsöm mótmæli og engar skemmdir unnar. Í framhaldinu voru 5-menningarnir ákærðir og dæmdir sekir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Greinarhöfundur sat nokkur dómþing þessa máls og varð sífellt meira hugsi yfir málatilbúnaðinum, þar sem hann virtist lagalega vafasamur. Óumdeilt er að gjörningurinn var nákvæmlega sá sami hjá öllum hinna ákærðu. Í lögum um meðferð sakamála 88/2008 grein 143 segir: “Ef fleiri menn en einn eru sóttir til saka fyrir þátttöku í sama verknaði SKAL það gert í einu máli, nema annað þyki hagkvæmara” og 33. grein sömu laga hljóðar svo: “Nú eru fleiri en einn maður hafðir fyrir sökum í sama máli og er þá heimilt að skipa, eða tilnefna sama mann sem verjanda beggja, eða allra, ef telja má að hagsmunir þeirra rekist ekki á”. Vissulega er ekki rík hefð hér á landi fyrir hópmálsókn eða hópvörn, en allir hljóta að sjá að ofannefndar lagagreinar “falla eins og flís að rassi” þessa máls. Þrátt fyrir skýr ákvæði laganna beitti ákærusvið lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu ákæruvaldinu með þeim hætti að gefa út eina og eina samhljóða ákæru, dreifðar yfir rúmlega 6 mánuða tímabil, þannig að hver og einn sakborningur varð að útvega sér verjanda, með tilheyrandi kostnaði, sem áætla má að numið hafi alls um 2 milljónum króna, aukalega. Fyrsti dómurinn féll í Héraðsdómi 20.okt. 2020 þar sem viðkomandi var dæmdur í 10.000 (tíuþúsund) króna sekt (!) , en gert að greiða rúmlega 600.000 (sexhundruðþúsund) krónur í málsvarnarlaun. Auðvitað mátti ákæruvaldið vita að kæmi til sakfellingar yrði sektin agnarsmá, en málskostnaðurinn biti, svo um munaði. En afleiðingar vinnubragða ákærusviðsins voru fleiri; Þannig var stofnað til fjölda óþarfa réttarhalda, sem kostað hefur ríkissjóð fúlgur fjár, en þau voru hrein endurtekning hvert af öðru, þar sem verjendur og saksóknari fluttu, efnislega, sömu ræðuna skipti eftir skipti. Sömu 4-5 lögreglumennirnir voru kallaðir í réttinn, sem vitni, úr vinnu eða fríi, til að þylja upp sama framburðinn (eðlilega) aftur og aftur og varla verður annað sagt en illa hafi verið farið með tíma dómara og annars starfsfólks réttarins. Varla hefur þetta vinnulag mikla hagkvæmni í för með sér, samanber ákvæðið í 143.greininni. Og hér vaknar spurningin. Hefðu sakborningarnir ekki verið 5 heldur 15 , hefði dómþingið þá verið endurtekið 14 sinnum, eða hvar liggja mörkin? Í bréfi til lögreglustjóra, 17.ágúst 2021 óskuðu 5-menningarnir eftir skriflegum rökstuðningi fyrir þeirri ákvörðun ákærusviðs að falla frá meginreglu 143. gr. laga 88/2008 við útgáfu ákæra á hendur þeim og þá á hvaða forsendum beiting “hagkvæmisheimildar” hafi þótt eiga við í málinu. Vísað til 21.gr stjórnsýslulaga, svo og 20.gr, en samkv. þeim lögum skal erindi svarað innan 14 daga frá móttöku.Ljósrit sent Ríkislögreglustjóra.Tveimur mánuðum seinna var fyrirspurnin svo ítrekuð. Nú eru liðnir 13 mánuðir frá því beiðnin um rökstuðning var lögð fram og enn ríkir þögnin ein á þeim bænum. Skyldi nýskipaður aðstoðarlögreglustjóri, sem jafnframt fer með stjórn ákærusviðs, vita af málinu? ´ Í apríl s.l. vísaði umboðsmaður alþingis frá beiðni unga fólksins, um álit, m.a. á þeirri forsendu að meira en eitt ár væri liðið frá því umræddur stjónsýslugjörningur var til lykta leiddur og þar til beiðni barst. M.t.t. sjálfstæðis ákæruvalds er ólíklegt að nefndin um eftirlit með störfum lögreglu (NEL) tæki erindið til athugunar, auk þess sem afgreiðslutími hennar er afar langur. Að lokum: Hópur ungs fólks hefur skriflega óskað eftir skýringum frá lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins á aðferðum ákærusviðs við útgáfu ákæra á hendur þeim, þar sem þau vinnubrögð virðast ekki vera í samræmi við ákvæði laga um meðferð sakamála og valdið þolendum fjárhagslegum skaða. Þrátt fyrir 13 mánuða bið hefur hið valdamikla embætti ekki virt fyrirspyrjendur svars. Hvað er til ráða? Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í apríl 2019 handtók lögreglan í Reykjavík 5 ungmenni í anddyri Dómsmálaráðuneytis vegna mótmælasetu þar fram yfir skrifstofutíma. Friðsöm mótmæli og engar skemmdir unnar. Í framhaldinu voru 5-menningarnir ákærðir og dæmdir sekir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Greinarhöfundur sat nokkur dómþing þessa máls og varð sífellt meira hugsi yfir málatilbúnaðinum, þar sem hann virtist lagalega vafasamur. Óumdeilt er að gjörningurinn var nákvæmlega sá sami hjá öllum hinna ákærðu. Í lögum um meðferð sakamála 88/2008 grein 143 segir: “Ef fleiri menn en einn eru sóttir til saka fyrir þátttöku í sama verknaði SKAL það gert í einu máli, nema annað þyki hagkvæmara” og 33. grein sömu laga hljóðar svo: “Nú eru fleiri en einn maður hafðir fyrir sökum í sama máli og er þá heimilt að skipa, eða tilnefna sama mann sem verjanda beggja, eða allra, ef telja má að hagsmunir þeirra rekist ekki á”. Vissulega er ekki rík hefð hér á landi fyrir hópmálsókn eða hópvörn, en allir hljóta að sjá að ofannefndar lagagreinar “falla eins og flís að rassi” þessa máls. Þrátt fyrir skýr ákvæði laganna beitti ákærusvið lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu ákæruvaldinu með þeim hætti að gefa út eina og eina samhljóða ákæru, dreifðar yfir rúmlega 6 mánuða tímabil, þannig að hver og einn sakborningur varð að útvega sér verjanda, með tilheyrandi kostnaði, sem áætla má að numið hafi alls um 2 milljónum króna, aukalega. Fyrsti dómurinn féll í Héraðsdómi 20.okt. 2020 þar sem viðkomandi var dæmdur í 10.000 (tíuþúsund) króna sekt (!) , en gert að greiða rúmlega 600.000 (sexhundruðþúsund) krónur í málsvarnarlaun. Auðvitað mátti ákæruvaldið vita að kæmi til sakfellingar yrði sektin agnarsmá, en málskostnaðurinn biti, svo um munaði. En afleiðingar vinnubragða ákærusviðsins voru fleiri; Þannig var stofnað til fjölda óþarfa réttarhalda, sem kostað hefur ríkissjóð fúlgur fjár, en þau voru hrein endurtekning hvert af öðru, þar sem verjendur og saksóknari fluttu, efnislega, sömu ræðuna skipti eftir skipti. Sömu 4-5 lögreglumennirnir voru kallaðir í réttinn, sem vitni, úr vinnu eða fríi, til að þylja upp sama framburðinn (eðlilega) aftur og aftur og varla verður annað sagt en illa hafi verið farið með tíma dómara og annars starfsfólks réttarins. Varla hefur þetta vinnulag mikla hagkvæmni í för með sér, samanber ákvæðið í 143.greininni. Og hér vaknar spurningin. Hefðu sakborningarnir ekki verið 5 heldur 15 , hefði dómþingið þá verið endurtekið 14 sinnum, eða hvar liggja mörkin? Í bréfi til lögreglustjóra, 17.ágúst 2021 óskuðu 5-menningarnir eftir skriflegum rökstuðningi fyrir þeirri ákvörðun ákærusviðs að falla frá meginreglu 143. gr. laga 88/2008 við útgáfu ákæra á hendur þeim og þá á hvaða forsendum beiting “hagkvæmisheimildar” hafi þótt eiga við í málinu. Vísað til 21.gr stjórnsýslulaga, svo og 20.gr, en samkv. þeim lögum skal erindi svarað innan 14 daga frá móttöku.Ljósrit sent Ríkislögreglustjóra.Tveimur mánuðum seinna var fyrirspurnin svo ítrekuð. Nú eru liðnir 13 mánuðir frá því beiðnin um rökstuðning var lögð fram og enn ríkir þögnin ein á þeim bænum. Skyldi nýskipaður aðstoðarlögreglustjóri, sem jafnframt fer með stjórn ákærusviðs, vita af málinu? ´ Í apríl s.l. vísaði umboðsmaður alþingis frá beiðni unga fólksins, um álit, m.a. á þeirri forsendu að meira en eitt ár væri liðið frá því umræddur stjónsýslugjörningur var til lykta leiddur og þar til beiðni barst. M.t.t. sjálfstæðis ákæruvalds er ólíklegt að nefndin um eftirlit með störfum lögreglu (NEL) tæki erindið til athugunar, auk þess sem afgreiðslutími hennar er afar langur. Að lokum: Hópur ungs fólks hefur skriflega óskað eftir skýringum frá lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins á aðferðum ákærusviðs við útgáfu ákæra á hendur þeim, þar sem þau vinnubrögð virðast ekki vera í samræmi við ákvæði laga um meðferð sakamála og valdið þolendum fjárhagslegum skaða. Þrátt fyrir 13 mánuða bið hefur hið valdamikla embætti ekki virt fyrirspyrjendur svars. Hvað er til ráða? Höfundur er læknir.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar