Harma hegðun „nokkurra skemmdra epla“ Sindri Sverrisson skrifar 3. október 2022 12:20 Alls voru 4.381 áhorfendur á bikarúrslitaleiknum en þeir höguðu sér misvel. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Knattspyrnufélagið Víkingur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem framkoma nokkurra stuðningsmanna á bikarúrslitaleiknum um helgina er hörmuð. Félagið hefur óskað eftir myndum og upptökum og vill ná tali af mönnunum. Nokkur umræða hefur skapast um slæma hegðun og drykkjulæti fáeinna gesta Laugardalsvallar á laugardag, sem þar fylgdust með úrslitaleik Víkings og FH í Mjólkurbikar karla í fótbolta. Víkingar fögnuðu sigri í framlengdum og spennandi leik. Einn af sjálfboðaliðunum sem sinntu gæslu á vellinum lýsti því til að mynda yfir í viðtali við mbl.is að hann myndi ekki taka aftur að sér gæslustörf á bikarleikjum í fótbolta á meðan að ekki væri tekið harðar á ólátum stuðningsmanna. Sagði hann framkomu sumra af stuðningsmönnum Víkings hafa verið til háborinnar skammar og þónokkrir verið ofurölvi. Hrannar Már Ásgeirs Sigrúnarson var í hópi áhorfenda á leiknum ásamt börnum sínum og lýsir því í færslu á Facebook hvernig nokkrir ölvaðir stuðningsmenn hafi látið illa í stúkunni og meðal annars hellt bjór yfir konu og unglingsstelpu. Auk þess hafi þeir brugðist svo illa við þegar þeir voru beðnir um að setjast að ung börn hans hafi orðið hrædd og grátið. Öll gæsla í höndum KSÍ Í yfirlýsingu Víkings segir að þeir tæplega 3.000 stuðningsmenn Víkings sem mættu á leikinn hafi nær allir hagað sér óaðfinnanlega en nokkur skemmd epli sett ljótan svip á stuðningsmannasveitina. Félagið hefur óskað eftir myndum og upptökum úr öryggiskerfi vallarins í þeim tilgangi að ná tali af þessum mönnum. Þá benda Víkingar á að öll gæsla á leiknum hafi verið í höndum Knattspyrnusambands Íslands, án aðkomu Víkings og FH, en yfirlýsinguna má lesa hér að neðan. Yfirlýsing frá Knattspyrnufélaginu Víkingi Í kjölfar glæsilegs sigurs Víkings í Mjólkurbikarkeppni KSÍ, þriðja árið í röð, hefur komið upp neikvæð umræða um framkvæmd leiksins og hegðun stuðningsmanna. Knattspyrnufélagið Víkingur harmar mjög framkomu einstakra stuðningsmanna sem settu ljótan svip á leikinn. Hátt í 3000 stuðningsmenn Víkings voru á leiknum sem nær allir hegðuðu sér óaðfinnanlega en nokkur skemmd epli settu ljótan blett á frábæra stuðningsmannasveit. Félagið hefur óskað eftir myndum og upptökum úr öryggiskerfi vallarins í þeim tilgangi að ná tali af þessum mönnum. Öll gæsla á leiknum var í höndum Knattspyrnusambandins og komu félögin ekki að því. Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
Nokkur umræða hefur skapast um slæma hegðun og drykkjulæti fáeinna gesta Laugardalsvallar á laugardag, sem þar fylgdust með úrslitaleik Víkings og FH í Mjólkurbikar karla í fótbolta. Víkingar fögnuðu sigri í framlengdum og spennandi leik. Einn af sjálfboðaliðunum sem sinntu gæslu á vellinum lýsti því til að mynda yfir í viðtali við mbl.is að hann myndi ekki taka aftur að sér gæslustörf á bikarleikjum í fótbolta á meðan að ekki væri tekið harðar á ólátum stuðningsmanna. Sagði hann framkomu sumra af stuðningsmönnum Víkings hafa verið til háborinnar skammar og þónokkrir verið ofurölvi. Hrannar Már Ásgeirs Sigrúnarson var í hópi áhorfenda á leiknum ásamt börnum sínum og lýsir því í færslu á Facebook hvernig nokkrir ölvaðir stuðningsmenn hafi látið illa í stúkunni og meðal annars hellt bjór yfir konu og unglingsstelpu. Auk þess hafi þeir brugðist svo illa við þegar þeir voru beðnir um að setjast að ung börn hans hafi orðið hrædd og grátið. Öll gæsla í höndum KSÍ Í yfirlýsingu Víkings segir að þeir tæplega 3.000 stuðningsmenn Víkings sem mættu á leikinn hafi nær allir hagað sér óaðfinnanlega en nokkur skemmd epli sett ljótan svip á stuðningsmannasveitina. Félagið hefur óskað eftir myndum og upptökum úr öryggiskerfi vallarins í þeim tilgangi að ná tali af þessum mönnum. Þá benda Víkingar á að öll gæsla á leiknum hafi verið í höndum Knattspyrnusambands Íslands, án aðkomu Víkings og FH, en yfirlýsinguna má lesa hér að neðan. Yfirlýsing frá Knattspyrnufélaginu Víkingi Í kjölfar glæsilegs sigurs Víkings í Mjólkurbikarkeppni KSÍ, þriðja árið í röð, hefur komið upp neikvæð umræða um framkvæmd leiksins og hegðun stuðningsmanna. Knattspyrnufélagið Víkingur harmar mjög framkomu einstakra stuðningsmanna sem settu ljótan svip á leikinn. Hátt í 3000 stuðningsmenn Víkings voru á leiknum sem nær allir hegðuðu sér óaðfinnanlega en nokkur skemmd epli settu ljótan blett á frábæra stuðningsmannasveit. Félagið hefur óskað eftir myndum og upptökum úr öryggiskerfi vallarins í þeim tilgangi að ná tali af þessum mönnum. Öll gæsla á leiknum var í höndum Knattspyrnusambandins og komu félögin ekki að því.
Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira