Harma hegðun „nokkurra skemmdra epla“ Sindri Sverrisson skrifar 3. október 2022 12:20 Alls voru 4.381 áhorfendur á bikarúrslitaleiknum en þeir höguðu sér misvel. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Knattspyrnufélagið Víkingur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem framkoma nokkurra stuðningsmanna á bikarúrslitaleiknum um helgina er hörmuð. Félagið hefur óskað eftir myndum og upptökum og vill ná tali af mönnunum. Nokkur umræða hefur skapast um slæma hegðun og drykkjulæti fáeinna gesta Laugardalsvallar á laugardag, sem þar fylgdust með úrslitaleik Víkings og FH í Mjólkurbikar karla í fótbolta. Víkingar fögnuðu sigri í framlengdum og spennandi leik. Einn af sjálfboðaliðunum sem sinntu gæslu á vellinum lýsti því til að mynda yfir í viðtali við mbl.is að hann myndi ekki taka aftur að sér gæslustörf á bikarleikjum í fótbolta á meðan að ekki væri tekið harðar á ólátum stuðningsmanna. Sagði hann framkomu sumra af stuðningsmönnum Víkings hafa verið til háborinnar skammar og þónokkrir verið ofurölvi. Hrannar Már Ásgeirs Sigrúnarson var í hópi áhorfenda á leiknum ásamt börnum sínum og lýsir því í færslu á Facebook hvernig nokkrir ölvaðir stuðningsmenn hafi látið illa í stúkunni og meðal annars hellt bjór yfir konu og unglingsstelpu. Auk þess hafi þeir brugðist svo illa við þegar þeir voru beðnir um að setjast að ung börn hans hafi orðið hrædd og grátið. Öll gæsla í höndum KSÍ Í yfirlýsingu Víkings segir að þeir tæplega 3.000 stuðningsmenn Víkings sem mættu á leikinn hafi nær allir hagað sér óaðfinnanlega en nokkur skemmd epli sett ljótan svip á stuðningsmannasveitina. Félagið hefur óskað eftir myndum og upptökum úr öryggiskerfi vallarins í þeim tilgangi að ná tali af þessum mönnum. Þá benda Víkingar á að öll gæsla á leiknum hafi verið í höndum Knattspyrnusambands Íslands, án aðkomu Víkings og FH, en yfirlýsinguna má lesa hér að neðan. Yfirlýsing frá Knattspyrnufélaginu Víkingi Í kjölfar glæsilegs sigurs Víkings í Mjólkurbikarkeppni KSÍ, þriðja árið í röð, hefur komið upp neikvæð umræða um framkvæmd leiksins og hegðun stuðningsmanna. Knattspyrnufélagið Víkingur harmar mjög framkomu einstakra stuðningsmanna sem settu ljótan svip á leikinn. Hátt í 3000 stuðningsmenn Víkings voru á leiknum sem nær allir hegðuðu sér óaðfinnanlega en nokkur skemmd epli settu ljótan blett á frábæra stuðningsmannasveit. Félagið hefur óskað eftir myndum og upptökum úr öryggiskerfi vallarins í þeim tilgangi að ná tali af þessum mönnum. Öll gæsla á leiknum var í höndum Knattspyrnusambandins og komu félögin ekki að því. Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Sjá meira
Nokkur umræða hefur skapast um slæma hegðun og drykkjulæti fáeinna gesta Laugardalsvallar á laugardag, sem þar fylgdust með úrslitaleik Víkings og FH í Mjólkurbikar karla í fótbolta. Víkingar fögnuðu sigri í framlengdum og spennandi leik. Einn af sjálfboðaliðunum sem sinntu gæslu á vellinum lýsti því til að mynda yfir í viðtali við mbl.is að hann myndi ekki taka aftur að sér gæslustörf á bikarleikjum í fótbolta á meðan að ekki væri tekið harðar á ólátum stuðningsmanna. Sagði hann framkomu sumra af stuðningsmönnum Víkings hafa verið til háborinnar skammar og þónokkrir verið ofurölvi. Hrannar Már Ásgeirs Sigrúnarson var í hópi áhorfenda á leiknum ásamt börnum sínum og lýsir því í færslu á Facebook hvernig nokkrir ölvaðir stuðningsmenn hafi látið illa í stúkunni og meðal annars hellt bjór yfir konu og unglingsstelpu. Auk þess hafi þeir brugðist svo illa við þegar þeir voru beðnir um að setjast að ung börn hans hafi orðið hrædd og grátið. Öll gæsla í höndum KSÍ Í yfirlýsingu Víkings segir að þeir tæplega 3.000 stuðningsmenn Víkings sem mættu á leikinn hafi nær allir hagað sér óaðfinnanlega en nokkur skemmd epli sett ljótan svip á stuðningsmannasveitina. Félagið hefur óskað eftir myndum og upptökum úr öryggiskerfi vallarins í þeim tilgangi að ná tali af þessum mönnum. Þá benda Víkingar á að öll gæsla á leiknum hafi verið í höndum Knattspyrnusambands Íslands, án aðkomu Víkings og FH, en yfirlýsinguna má lesa hér að neðan. Yfirlýsing frá Knattspyrnufélaginu Víkingi Í kjölfar glæsilegs sigurs Víkings í Mjólkurbikarkeppni KSÍ, þriðja árið í röð, hefur komið upp neikvæð umræða um framkvæmd leiksins og hegðun stuðningsmanna. Knattspyrnufélagið Víkingur harmar mjög framkomu einstakra stuðningsmanna sem settu ljótan svip á leikinn. Hátt í 3000 stuðningsmenn Víkings voru á leiknum sem nær allir hegðuðu sér óaðfinnanlega en nokkur skemmd epli settu ljótan blett á frábæra stuðningsmannasveit. Félagið hefur óskað eftir myndum og upptökum úr öryggiskerfi vallarins í þeim tilgangi að ná tali af þessum mönnum. Öll gæsla á leiknum var í höndum Knattspyrnusambandins og komu félögin ekki að því.
Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Sjá meira