Aldrei annað staðið til en að Vanda veiti verðlaunin Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2022 14:04 Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, og framkvæmdastjórinn Klara Bjartmarz. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, mun ekki geta heilsað upp á leikmenn Víkings og FH fyrir bikarúrslitaleikinn á Laugardalsvelli á morgun, eins og hefð er fyrir. Hún verður á Hlíðarenda þegar leikurinn hefst. Þannig vill til að lokaumferðin í Bestu deild kvenna fer fram á morgun og hefjast leikirnir klukkan 14. Á meðal leikja er leikur Valur og Selfoss á Hlíðarenda. Valskonur fá eftir leik afhentan Íslandsmeistaraskjöldinn og gullmedalíur sínar, eftir að hafa tryggt sér titilinn um síðustu helgi, en það verður um það bil á sama tíma og bikarúrslitaleikurinn hefst klukkan 16. Ljóst er að Vanda getur ekki verið á báðum stöðum í einu og velti Pétur Pétursson, þjálfari Vals, því fyrir sér í viðtali á Fótbolta.net hvort að liðið myndi sjálft þurfa að sækja sér verðlaunin, líkt og á sjálfsafgreiðslukassa í Krónunni. Svo verður hins vegar ekki. „Ég ætla að sjálfsögðu að fara og veita verðlaun í Bestu deild kvenna. Það hefur aldrei neitt annað staðið til en að ég myndi gera það. Ég verð því á Valsvellinum að veita verðlaun og síðan bruna ég í Laugardalinn og veiti verðlaun á bikarúrslitaleiknum,“ segir Vanda í samtali við Vísi og bætir við: „Varaformaður KSÍ, Borghildur Sigurðardóttir, mun heilsa upp á liðin fyrir leik, sem er vaninn að formaðurinn geri.“ Segir enga ósk hafa borist um að færa leikina Aðspurð hvort að hún taki undir þá gagnrýni sem heyrst hefur, að tímasetning leikjanna sé óheppileg og að lokaumferðin í Bestu deild kvenna falli í skuggann af bikarúrslitaleik karla, segir Vanda að ákveðnar skýringar liggi að sjálfsögðu að baki. Hún vísaði að öðru leyti á Birki Sveinsson, mótastjóra KSÍ. Birkir segir sjónvarpsrétthafa ráða miklu um tímasetningu leikja og vildi RÚV hafa bikarúrslitaleikinn klukkan 16. „Það hefði auðvitað verið betra ef við hefðum getað haft þetta aðeins öðruvísi en kostirnir eru ekki margir. Sjónvarpið ræður miklu um tímasetningu leikja, í öllum deildum og mótum. Lokaumferðin var sett á laugardag, og til vara á sunnudag ef þess hefði þurft með tilliti til Evrópukeppni kvenna. Engin ósk barst hins vegar um að færa leikina til sunnudags og því var ekki gripið til þess ráðs,“ segir Birkir. Birkir segir að knattspyrnudeild Vals hafi verið boðið að færa leik sinn við Selfoss til klukkan 13 en því hafi verið hafnað. „Þá var ekki verið að bjóða öðrum upp á það, enda hefði það getað komið liðum sem þurftu að ferðast á milli landshluta til vandræða,“ sagði Birkir en Þór/KA spilar til að mynda útileik gegn KR í Vesturbænum. „Félögin hefðu þó að sjálfsögðu getað óskað eftir því.“ Besta deild kvenna Valur Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík FH Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Sjá meira
Þannig vill til að lokaumferðin í Bestu deild kvenna fer fram á morgun og hefjast leikirnir klukkan 14. Á meðal leikja er leikur Valur og Selfoss á Hlíðarenda. Valskonur fá eftir leik afhentan Íslandsmeistaraskjöldinn og gullmedalíur sínar, eftir að hafa tryggt sér titilinn um síðustu helgi, en það verður um það bil á sama tíma og bikarúrslitaleikurinn hefst klukkan 16. Ljóst er að Vanda getur ekki verið á báðum stöðum í einu og velti Pétur Pétursson, þjálfari Vals, því fyrir sér í viðtali á Fótbolta.net hvort að liðið myndi sjálft þurfa að sækja sér verðlaunin, líkt og á sjálfsafgreiðslukassa í Krónunni. Svo verður hins vegar ekki. „Ég ætla að sjálfsögðu að fara og veita verðlaun í Bestu deild kvenna. Það hefur aldrei neitt annað staðið til en að ég myndi gera það. Ég verð því á Valsvellinum að veita verðlaun og síðan bruna ég í Laugardalinn og veiti verðlaun á bikarúrslitaleiknum,“ segir Vanda í samtali við Vísi og bætir við: „Varaformaður KSÍ, Borghildur Sigurðardóttir, mun heilsa upp á liðin fyrir leik, sem er vaninn að formaðurinn geri.“ Segir enga ósk hafa borist um að færa leikina Aðspurð hvort að hún taki undir þá gagnrýni sem heyrst hefur, að tímasetning leikjanna sé óheppileg og að lokaumferðin í Bestu deild kvenna falli í skuggann af bikarúrslitaleik karla, segir Vanda að ákveðnar skýringar liggi að sjálfsögðu að baki. Hún vísaði að öðru leyti á Birki Sveinsson, mótastjóra KSÍ. Birkir segir sjónvarpsrétthafa ráða miklu um tímasetningu leikja og vildi RÚV hafa bikarúrslitaleikinn klukkan 16. „Það hefði auðvitað verið betra ef við hefðum getað haft þetta aðeins öðruvísi en kostirnir eru ekki margir. Sjónvarpið ræður miklu um tímasetningu leikja, í öllum deildum og mótum. Lokaumferðin var sett á laugardag, og til vara á sunnudag ef þess hefði þurft með tilliti til Evrópukeppni kvenna. Engin ósk barst hins vegar um að færa leikina til sunnudags og því var ekki gripið til þess ráðs,“ segir Birkir. Birkir segir að knattspyrnudeild Vals hafi verið boðið að færa leik sinn við Selfoss til klukkan 13 en því hafi verið hafnað. „Þá var ekki verið að bjóða öðrum upp á það, enda hefði það getað komið liðum sem þurftu að ferðast á milli landshluta til vandræða,“ sagði Birkir en Þór/KA spilar til að mynda útileik gegn KR í Vesturbænum. „Félögin hefðu þó að sjálfsögðu getað óskað eftir því.“
Besta deild kvenna Valur Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík FH Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Sjá meira