Afbrotavarnir gegn skipulagðri brotastarfsemi og hryðjuverkum Brynjar Níelsson skrifar 29. september 2022 15:01 Nokkur umræða hefur skapast um fyrirhugað frumvarp dómsmálaraðherra um auknar heimildir lögreglu til afbrotavarna þegar mál tengjast hryðjuverkaógn eða skipulagðri brotastarfsemi. Þá umræðu skortir alla yfirvegun, sem er regla frekar en undantekning hér á landi, og öllu grautað saman, skyldu og óskyldu. Meira að segja sumir löglærðir geta ekki haldið þræði í umræðunni og sérstaklega ekki þeir sem halda að lögreglan sé sérstakur óvinur fólksins og reyna að grafa undan henni við hvert tækifæri. Með þessari grein geri ég tilraun til að rétta af kúrsinn í umræðunni svo hún geti orðið vitræn og málefnaleg. Þegar rætt er um valdheimildir lögreglu vegast á mikilvæg sjónarmið, annars vegar að lögregla geti rækt starf sitt svo vel sé í þágu afbrotavarna og upplýsa um brot og hins vegar mikilvæg réttindi hvers manns til friðhelgi einkalífs. Ýmsar takmarkanir eru á friðhelgi einkalífs okkar sem réttlættar eru með vísan til almannahagsmuna, t.d umferðareftirlit þar sem menn eru jafnvel stöðvaðir og látnir blása í eitthvert tæki án þess að grunur um brot liggi fyrir. Það er alltaf hárfín lína milli valdheimilda stjórnvalda og réttinda okkar til friðhelgi einkalífs og mikilvægt að við göngum ekki á þau réttindi einstaklinga nema ríkir hagsmunir krefjist þess. Svo getum við alltaf deilt um hvað eru ríkir og mikilvægir almannahagsmunir og það er rökræðan sem við þurfum að taka í þessu máli og hversu langt megi ganga. Skipulögð brotastarfsemi og brot gegn öryggi ríkisins (hryðjuverk) voru lengi vel fjarlæg íslenskum veruleika, kannski vegna smæðar samfélagsins. Hjá fjölmennari þjóðum hefur verið viðvarandi glíma við þessu brot áratugum saman, sem eru talin veruleg ógn við samfélagið. Því hafa þessar þjóðir sett á laggirnar sérstaka öryggislögreglu eða leyniþjónustur sem hafa víðtækari heimildir sem ganga gegn friðhelgi einkalífs og er það réttlætt með því að afleiðingar þessara brota séu svo miklar og alvarlegar fyrir samfélagið. Nú er hins vegar svo komið að skipuleg brotastarfsemi og hryðjuverkaógn eru ekki svo fjarlæg okkar litla landi eins og erlend stjórnvöld og lögregluyfirvöld hafa bent okkur á um margra ára skeið. Vatnið rennur alltaf þangað sem leiðin er greiðust og eru engin ný sannindi í því. Í ljósi þessa veruleika hyggst dómsmálaráðherra, sem ber ábyrgð á öryggi borgaranna og öryggi ríkisins, leggja fram frumvarp um breytingu á lögreglulögum og lögum um meðferð sakamála til að auka heimildir lögreglu til aðgerða og upplýsingaöflunar í þágu afbrotavarna þegar kemur að skipulagðri brotastarfsemi og ógn við öryggi ríkisins(hryðjuverkaógn). Þessir brotaflokkar tengjast mjög innbyrðis auk þess sem skipulögð brotastarfsemi er mikil ógn við öryggi ríkisins og stofnana þess, velferð og öryggi borgaranna og viðskiptalífs. Skipulögð brotastarfsemi er alþjóðleg og virðir hvorki landamæri né lögsagnaumdæmi. Stofnanauppbygging og lagaheimildir lögreglu hér á landi á sviði afbrotavarna eru mun takmarkaðri samanborið við nágrannaríki og önnur vestræn lýðræðisríki. Það takmarkar mjög getu íslensku lögreglunnar til að efla og viðhalda alþjóðlegu samstarfi á þessum tilteknu sviðum. Af umræðunni mætti ætla að dómsmálaráðherra hyggist leggja til víðtækar heimildir lögreglu til að afla upplýsinga og hafa eftirlit með hverjum sem er eftir eigin geðþótta. Það er mikill misskilningur eða ásetningur til að afvegaleiða umræðuna. Þær valdheimildir sem ráðherra hyggst leggja til ganga ekki lengra en gengur og gerist í Norðurlöndunum og raunar skemur en víðast hvar tíðkast í vestrænum lýðræðisríkjum. Þessi ríki verða seint kölluð lögregluríki nema í huga stjórnmálamanna sem eru í litlum tengslum við raunveruleikann. Það er ekki sérstakt ákall í þessum löndum að þessar heimildir verði afnumdar eða takmarkaðar. Heimild lögreglu til að afla upplýsinga og viðhafa eftirlit með einstaklingi verður ávallt bundið við að viðkomandi hafi einhver tengsl við þessi brot, t.d. vegna ábendinga frá erlendum yfirvöldum. Í núverandi lagaumhverfi þarf að vera til staðar rökstuddur grunur um að viðkomandi hafi framið tiltekið brot hér á landi. Ráðherra er meðvitaður um að með auknum heimildum lögreglu verður að fylgja aukin ábyrgð og eftirlit með störfum lögreglu. Valdheimildir eru nefnilega vandmeðfarnar. Þegar frumvarpið hefur verið lagt fyrir þingið standa þingmenn frammi fyrir því, eins og svo oft áður, að meta hvort gengið er of langt á friðhelgi einkalífsins með hliðsjón af þeim almannahagsmunum sem undir eru. Jafnframt hvort eftirlit sem störfum lögreglu sé nægilegt til að tryggja að ekki sé gengið lengra en lögin heimila. Þá er bara að vona að sú umræða verði málefnaleg en einkennist ekki af upphrópunum. Höfundur er aðstoðarmaður innanríkisráðherra og fyrrverandi þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur skapast um fyrirhugað frumvarp dómsmálaraðherra um auknar heimildir lögreglu til afbrotavarna þegar mál tengjast hryðjuverkaógn eða skipulagðri brotastarfsemi. Þá umræðu skortir alla yfirvegun, sem er regla frekar en undantekning hér á landi, og öllu grautað saman, skyldu og óskyldu. Meira að segja sumir löglærðir geta ekki haldið þræði í umræðunni og sérstaklega ekki þeir sem halda að lögreglan sé sérstakur óvinur fólksins og reyna að grafa undan henni við hvert tækifæri. Með þessari grein geri ég tilraun til að rétta af kúrsinn í umræðunni svo hún geti orðið vitræn og málefnaleg. Þegar rætt er um valdheimildir lögreglu vegast á mikilvæg sjónarmið, annars vegar að lögregla geti rækt starf sitt svo vel sé í þágu afbrotavarna og upplýsa um brot og hins vegar mikilvæg réttindi hvers manns til friðhelgi einkalífs. Ýmsar takmarkanir eru á friðhelgi einkalífs okkar sem réttlættar eru með vísan til almannahagsmuna, t.d umferðareftirlit þar sem menn eru jafnvel stöðvaðir og látnir blása í eitthvert tæki án þess að grunur um brot liggi fyrir. Það er alltaf hárfín lína milli valdheimilda stjórnvalda og réttinda okkar til friðhelgi einkalífs og mikilvægt að við göngum ekki á þau réttindi einstaklinga nema ríkir hagsmunir krefjist þess. Svo getum við alltaf deilt um hvað eru ríkir og mikilvægir almannahagsmunir og það er rökræðan sem við þurfum að taka í þessu máli og hversu langt megi ganga. Skipulögð brotastarfsemi og brot gegn öryggi ríkisins (hryðjuverk) voru lengi vel fjarlæg íslenskum veruleika, kannski vegna smæðar samfélagsins. Hjá fjölmennari þjóðum hefur verið viðvarandi glíma við þessu brot áratugum saman, sem eru talin veruleg ógn við samfélagið. Því hafa þessar þjóðir sett á laggirnar sérstaka öryggislögreglu eða leyniþjónustur sem hafa víðtækari heimildir sem ganga gegn friðhelgi einkalífs og er það réttlætt með því að afleiðingar þessara brota séu svo miklar og alvarlegar fyrir samfélagið. Nú er hins vegar svo komið að skipuleg brotastarfsemi og hryðjuverkaógn eru ekki svo fjarlæg okkar litla landi eins og erlend stjórnvöld og lögregluyfirvöld hafa bent okkur á um margra ára skeið. Vatnið rennur alltaf þangað sem leiðin er greiðust og eru engin ný sannindi í því. Í ljósi þessa veruleika hyggst dómsmálaráðherra, sem ber ábyrgð á öryggi borgaranna og öryggi ríkisins, leggja fram frumvarp um breytingu á lögreglulögum og lögum um meðferð sakamála til að auka heimildir lögreglu til aðgerða og upplýsingaöflunar í þágu afbrotavarna þegar kemur að skipulagðri brotastarfsemi og ógn við öryggi ríkisins(hryðjuverkaógn). Þessir brotaflokkar tengjast mjög innbyrðis auk þess sem skipulögð brotastarfsemi er mikil ógn við öryggi ríkisins og stofnana þess, velferð og öryggi borgaranna og viðskiptalífs. Skipulögð brotastarfsemi er alþjóðleg og virðir hvorki landamæri né lögsagnaumdæmi. Stofnanauppbygging og lagaheimildir lögreglu hér á landi á sviði afbrotavarna eru mun takmarkaðri samanborið við nágrannaríki og önnur vestræn lýðræðisríki. Það takmarkar mjög getu íslensku lögreglunnar til að efla og viðhalda alþjóðlegu samstarfi á þessum tilteknu sviðum. Af umræðunni mætti ætla að dómsmálaráðherra hyggist leggja til víðtækar heimildir lögreglu til að afla upplýsinga og hafa eftirlit með hverjum sem er eftir eigin geðþótta. Það er mikill misskilningur eða ásetningur til að afvegaleiða umræðuna. Þær valdheimildir sem ráðherra hyggst leggja til ganga ekki lengra en gengur og gerist í Norðurlöndunum og raunar skemur en víðast hvar tíðkast í vestrænum lýðræðisríkjum. Þessi ríki verða seint kölluð lögregluríki nema í huga stjórnmálamanna sem eru í litlum tengslum við raunveruleikann. Það er ekki sérstakt ákall í þessum löndum að þessar heimildir verði afnumdar eða takmarkaðar. Heimild lögreglu til að afla upplýsinga og viðhafa eftirlit með einstaklingi verður ávallt bundið við að viðkomandi hafi einhver tengsl við þessi brot, t.d. vegna ábendinga frá erlendum yfirvöldum. Í núverandi lagaumhverfi þarf að vera til staðar rökstuddur grunur um að viðkomandi hafi framið tiltekið brot hér á landi. Ráðherra er meðvitaður um að með auknum heimildum lögreglu verður að fylgja aukin ábyrgð og eftirlit með störfum lögreglu. Valdheimildir eru nefnilega vandmeðfarnar. Þegar frumvarpið hefur verið lagt fyrir þingið standa þingmenn frammi fyrir því, eins og svo oft áður, að meta hvort gengið er of langt á friðhelgi einkalífsins með hliðsjón af þeim almannahagsmunum sem undir eru. Jafnframt hvort eftirlit sem störfum lögreglu sé nægilegt til að tryggja að ekki sé gengið lengra en lögin heimila. Þá er bara að vona að sú umræða verði málefnaleg en einkennist ekki af upphrópunum. Höfundur er aðstoðarmaður innanríkisráðherra og fyrrverandi þingmaður.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun