Fundu flugelda og eftirlíkingar af skotvopnum í pakka um borð Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. september 2022 08:52 Keflavíkurflugvöllur var lokaður í um fjóra klukkutíma í nótt. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurnesjum fann pakka um borð flugvélar UPS sem lenti á Keflavíkurflugvelli í gær en pakkinn innihélt flugelda og eftirlíkingar af skotvopnum. Málið er nú til rannsóknar en enginn var í hættu á meðan aðgerðum stóð að sögn lögreglu. Keflavíkurflugvelli var lokað í um fjóra klukkutíma í nótt vegna málsins. Aðgerðum lögreglu lauk klukkan korter yfir átta í morgun en flugvélin lenti á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Lögregla hafði þá fengið tilkynningu um að ákveðinn pakki innihéldi sprengju. „Vinna sprengjusérfræðinga sérsveitar ríkislögreglustjóra og sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar gekk vel og pakkinn fannst eftir leit. Pakkinn var tekinn til frekari skoðunar, þar sem við gegnumlýsingu komu í ljós að hann innihéldi torkennilega hluti,“ segir í tilkynningu lögreglu sem barst fyrir skömmu. Við nánari skoðun kom í ljós að flugeldar og eftirlíkingar af skotvopnum væru í pakkanum. Enginn var í hættu á meðan aðgerðum stóð og er lögreglan á Suðurnesjum með málið til rannsóknar. Vellinum lokað í fjóra klukkutíma Flugvélin var dregin yfir á öryggissvæði fyrir hættulegan farm, svokallað hot cargo svæði, þar sem lögregla hafði verið að störfum frá því í nótt. „Vellinum var lokað fyrri part nætur og vélin lendir þarna rétt rúmlega ellefu og það lentu engar vélar á vellinum eftir það. Völlurinn er opnaður aftur um þrjú leytið í nótt og síðan þá skilst mér að allt hafi verið nokkurn veginn samkvæmt áætlun,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, um atburði næturinnar. Einhverjar flugvélar fóru yfir til Akureyrar og Egilstaða meðan Keflavíkurflugvelli var lokað og ein fór til Glasgow. Þá var einhverjum flugvélum snúið við aftur á brottfarastað. „Á endanum voru einhverjar vélar sem að komu frá völlum sem þeir lentu á yfir til Keflavíkur eftir að það var opnað aftur þarna um þrjú leytið. Þannig það var einhver röskun og vafalaust hafa einhverjir farþegar fundið fyrir því en þessi lokun varði í fjóra klukkutíma eða svo,“ segir Guðjón. „Það getur vissulega komið til að vélum sé beint hingað út af sprengjuhótunum eða veikindum meðal farþega eða eitthvað slíkt, en það er sem betur fer ekki algengt að vélum sé beint hingað út af sprengjuhótunum,“ segir hann enn fremur. Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Lögreglumál Smygl Tengdar fréttir Engin sprengja fundist enn sem komið er Lögregla er enn að störfum á Keflavíkurflugvelli eftir að sprengjuhótun um borð í flugvél barst í gærkvöldi. Flugvellinum var lokað um tíma en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var opnað aftur fyrir umferð í nótt. Engin sprengja hefur enn fundist. 29. september 2022 06:23 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Sjá meira
Aðgerðum lögreglu lauk klukkan korter yfir átta í morgun en flugvélin lenti á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Lögregla hafði þá fengið tilkynningu um að ákveðinn pakki innihéldi sprengju. „Vinna sprengjusérfræðinga sérsveitar ríkislögreglustjóra og sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar gekk vel og pakkinn fannst eftir leit. Pakkinn var tekinn til frekari skoðunar, þar sem við gegnumlýsingu komu í ljós að hann innihéldi torkennilega hluti,“ segir í tilkynningu lögreglu sem barst fyrir skömmu. Við nánari skoðun kom í ljós að flugeldar og eftirlíkingar af skotvopnum væru í pakkanum. Enginn var í hættu á meðan aðgerðum stóð og er lögreglan á Suðurnesjum með málið til rannsóknar. Vellinum lokað í fjóra klukkutíma Flugvélin var dregin yfir á öryggissvæði fyrir hættulegan farm, svokallað hot cargo svæði, þar sem lögregla hafði verið að störfum frá því í nótt. „Vellinum var lokað fyrri part nætur og vélin lendir þarna rétt rúmlega ellefu og það lentu engar vélar á vellinum eftir það. Völlurinn er opnaður aftur um þrjú leytið í nótt og síðan þá skilst mér að allt hafi verið nokkurn veginn samkvæmt áætlun,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, um atburði næturinnar. Einhverjar flugvélar fóru yfir til Akureyrar og Egilstaða meðan Keflavíkurflugvelli var lokað og ein fór til Glasgow. Þá var einhverjum flugvélum snúið við aftur á brottfarastað. „Á endanum voru einhverjar vélar sem að komu frá völlum sem þeir lentu á yfir til Keflavíkur eftir að það var opnað aftur þarna um þrjú leytið. Þannig það var einhver röskun og vafalaust hafa einhverjir farþegar fundið fyrir því en þessi lokun varði í fjóra klukkutíma eða svo,“ segir Guðjón. „Það getur vissulega komið til að vélum sé beint hingað út af sprengjuhótunum eða veikindum meðal farþega eða eitthvað slíkt, en það er sem betur fer ekki algengt að vélum sé beint hingað út af sprengjuhótunum,“ segir hann enn fremur.
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Lögreglumál Smygl Tengdar fréttir Engin sprengja fundist enn sem komið er Lögregla er enn að störfum á Keflavíkurflugvelli eftir að sprengjuhótun um borð í flugvél barst í gærkvöldi. Flugvellinum var lokað um tíma en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var opnað aftur fyrir umferð í nótt. Engin sprengja hefur enn fundist. 29. september 2022 06:23 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Sjá meira
Engin sprengja fundist enn sem komið er Lögregla er enn að störfum á Keflavíkurflugvelli eftir að sprengjuhótun um borð í flugvél barst í gærkvöldi. Flugvellinum var lokað um tíma en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var opnað aftur fyrir umferð í nótt. Engin sprengja hefur enn fundist. 29. september 2022 06:23