Engin sprengja fundist enn sem komið er Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. september 2022 06:23 Unnið er samkvæmt viðbragðsáætlun á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Lögregla er enn að störfum á Keflavíkurflugvelli eftir að sprengjuhótun um borð í flugvél barst í gærkvöldi. Flugvellinum var lokað um tíma en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var opnað aftur fyrir umferð í nótt. Engin sprengja hefur enn fundist. Tilkynnt var um sprengjuhótunina klukkan 22:47 en um var að ræða fraktflugvél af gerðinni Boeing 747 sem var á leiðinni frá Köln í Þýskalandi til Kentucky í Bandaríkjunum, að því er kemur fram í tilkynningu lögreglu. Flugvélinni var lent á Keflavíkurflugvelli eftir að sprengjuhótunin barst og þegar fréttastofa náði tali af lögreglunni á Suðurnesjum skömmu eftir klukkan sex voru viðbragðsaðilar enn að störfum. Enginn sprengja hafði þá fundist. Sprengjusérfræðingar sérsveitar ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan eru að störfum í vélinni en unnið er samkvæmt sérstakri neyðaráætlun vegna flugverndar fyrir Keflavíkurflugvöll. Öðrum vélum beint annað um tíma Nokkrum flugvélum, sem áttu að lenda á Keflavíkurflugvelli eftir að atvikið átti sér stað, var beint annað. Um var að ræða vélar sem áttu að lenda milli klukkan ellefu og tólf í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum á vef Keflavíkurflugvallar lentu tvær vélar sem beint var annað á vellinum í nótt. Heimildir fréttastofu herma að ein flugvél frá Wizz air og önnur frá Transavia hafi verið beint til Egilsstaða. Þá hafi einnig flugvél Play sem var að koma til landsins frá Madríd verið beint til Aukureyrarflugvallar. Annarri var snúið við til brottfararstaðar. Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu. Þá mun flugvél frá Lufthansa, samkvæmt heimildum, hafa lent í Glasgow en áætlað er að hún muni lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan 9:40. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Fréttir af flugi Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Tilkynnt var um sprengjuhótunina klukkan 22:47 en um var að ræða fraktflugvél af gerðinni Boeing 747 sem var á leiðinni frá Köln í Þýskalandi til Kentucky í Bandaríkjunum, að því er kemur fram í tilkynningu lögreglu. Flugvélinni var lent á Keflavíkurflugvelli eftir að sprengjuhótunin barst og þegar fréttastofa náði tali af lögreglunni á Suðurnesjum skömmu eftir klukkan sex voru viðbragðsaðilar enn að störfum. Enginn sprengja hafði þá fundist. Sprengjusérfræðingar sérsveitar ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan eru að störfum í vélinni en unnið er samkvæmt sérstakri neyðaráætlun vegna flugverndar fyrir Keflavíkurflugvöll. Öðrum vélum beint annað um tíma Nokkrum flugvélum, sem áttu að lenda á Keflavíkurflugvelli eftir að atvikið átti sér stað, var beint annað. Um var að ræða vélar sem áttu að lenda milli klukkan ellefu og tólf í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum á vef Keflavíkurflugvallar lentu tvær vélar sem beint var annað á vellinum í nótt. Heimildir fréttastofu herma að ein flugvél frá Wizz air og önnur frá Transavia hafi verið beint til Egilsstaða. Þá hafi einnig flugvél Play sem var að koma til landsins frá Madríd verið beint til Aukureyrarflugvallar. Annarri var snúið við til brottfararstaðar. Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu. Þá mun flugvél frá Lufthansa, samkvæmt heimildum, hafa lent í Glasgow en áætlað er að hún muni lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan 9:40.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Fréttir af flugi Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira