Neytendasamtökin misskilji dóma um Google Analytics Bjarki Sigurðsson skrifar 28. september 2022 06:02 Tryggvi Freyr Elínarson notast meðal annars við Google Analytics í starfi sínu hjá Datera. Datera/Getty Þróunarstjóri og sérfræðingur tæknilausna hjá Datera segir það ekki rétt að Google Analytics hafi verið bannað í nokkrum Evrópuríkjum. Persónuvernd eigi að gefa út leiðbeiningar en ekki banna tólið. Í síðustu viku birtist tilkynning á vef Neytendasamtakanna þar sem skorað var á Persónuvernd að banna notkun vefvöktunarforritsins Google Analytics (GA) hér á landi. Í tilkynningunni var sagt að Danir hafi bannað notkunina, sem og Frakkar og Austurríkismenn. Í samtali við fréttastofu segir Tryggvi Freyr Elínarson, þróunarstjóri og sérfræðingur tæknilausna hjá stafræna birtinga- og ráðgjafarfyrirtækinu Datera, að það sé ekki rétt að aðrar Evrópuþjóðir hafi bannað notkunina. Það sé einungis verið að banna fólki að nota GA á rangan hátt. „Það er hægt að nota GA bæði löglega og ólöglega. Það er væntanlega ástæðan fyrir því að franska persónuverndarstofnunin gaf út leiðbeinandi reglur fyrir sinn markað, hvernig ætti að setja þetta upp og stilla þetta af þannig það væri í samræmi við lögin,“ segir Tryggvi. Þannig það er auðvelt fyrir fyrirtæki að nota Google Analytics óvart ólöglega? „Já, ég myndi meira að segja ganga svo langt að fullyrða það að ef maður setur upp GA 3, sem er verið að fara að koma í burtu, beint af beljunni með standard-stillingum þá eru það í flestum tilvikum stillingar sem eru ekki í samræmi við lögin,“ segir Tryggvi. Ný útgáfa kemur í veg fyrir ólöglega notkun Ný útgáfa Google Analytics, GA 4, er komin út en enn eiga mörg fyrirtæki og stofnanir eftir að innleiða það kerfi. Með þeirri útgáfu er komið í veg fyrir þá hluti sem Frakkar, Danir og Austurríkismenn hafa sett út á, til dæmis er varða persónuupplýsingaafmáningu IP-talna. Tryggvi segist telja að evrópskar stofnanir hafi áhyggjur af því að bandarískar njósnastofnanir komist yfir IP-tölur í Evrópu en í GA 3 er kerfi sem dulkóðar tölurnar. Það dugar þó ekki að mati Evrópudómstólsins og því eru engum IP-tölum safnað í GA 4. „Google er að gera sitt til þess að ganga eins langt og þeir geta til þess að uppfylla þessar kröfur sem Evrópulöggjöfin og Evrópskar þjóðir eru að setja á þá. Gallinn er að við þurfum öll að innleiða GA 4 en það eru fæstir byrjaðir og það mun taka einhvern tíma,“ segir Tryggvi. Ekki banna heldur leiðbeina Hann vill að Persónuvernd banni ekki notkun GA heldur gefi þess í stað út leiðbeiningar fyrir þann fjölda fyrirtækja og stofnana sem notast við forritið. Hann segir það ólíklegt að fyrirtæki hætti að nota tólið og því sé mikilvægt að nota það rétt. Varðandi tilkynningu Neytendasamtakanna segir Tryggvi að hann telji að samtökin skilji reglurnar ekki rétt. Sérstaklega hafi verið tekið fram í dómsorði í Frakklandi og Austurríki að ekki væri verið að banna forritið í heild sinni heldur einungis ranga uppsetningu þess. „Þetta er alveg flókið mál með marga anga. Hafandi sagt það þá höfum við séð, án þess að hafa skoðun á því, að neytendasamtökin eru að berjast gegn því að fyrirtæki geti nýtt vefkökur og ýmis önnur tól til að markaðssetja út frá svokölluðu persónusniðmati. Sérstaklega ef fólk er að gera það ólöglega. En það er alveg sér umræða,“ segir Tryggvi. Persónuvernd Neytendur Google Tækni Tengdar fréttir Reiknar með höggi verði Google Analytics bannað Bann á notkun vefvöktunarforritsins Google Analytics yrði högg fyrir atvinnulífið, að sögn birtingaráðgjafa hjá Aton/JL. Komi til banns væri það sérstakt áhyggjuefni fyrir fyrirtæki sem reiða sig á vefsölu. 22. september 2022 11:35 Mest lesið Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Í síðustu viku birtist tilkynning á vef Neytendasamtakanna þar sem skorað var á Persónuvernd að banna notkun vefvöktunarforritsins Google Analytics (GA) hér á landi. Í tilkynningunni var sagt að Danir hafi bannað notkunina, sem og Frakkar og Austurríkismenn. Í samtali við fréttastofu segir Tryggvi Freyr Elínarson, þróunarstjóri og sérfræðingur tæknilausna hjá stafræna birtinga- og ráðgjafarfyrirtækinu Datera, að það sé ekki rétt að aðrar Evrópuþjóðir hafi bannað notkunina. Það sé einungis verið að banna fólki að nota GA á rangan hátt. „Það er hægt að nota GA bæði löglega og ólöglega. Það er væntanlega ástæðan fyrir því að franska persónuverndarstofnunin gaf út leiðbeinandi reglur fyrir sinn markað, hvernig ætti að setja þetta upp og stilla þetta af þannig það væri í samræmi við lögin,“ segir Tryggvi. Þannig það er auðvelt fyrir fyrirtæki að nota Google Analytics óvart ólöglega? „Já, ég myndi meira að segja ganga svo langt að fullyrða það að ef maður setur upp GA 3, sem er verið að fara að koma í burtu, beint af beljunni með standard-stillingum þá eru það í flestum tilvikum stillingar sem eru ekki í samræmi við lögin,“ segir Tryggvi. Ný útgáfa kemur í veg fyrir ólöglega notkun Ný útgáfa Google Analytics, GA 4, er komin út en enn eiga mörg fyrirtæki og stofnanir eftir að innleiða það kerfi. Með þeirri útgáfu er komið í veg fyrir þá hluti sem Frakkar, Danir og Austurríkismenn hafa sett út á, til dæmis er varða persónuupplýsingaafmáningu IP-talna. Tryggvi segist telja að evrópskar stofnanir hafi áhyggjur af því að bandarískar njósnastofnanir komist yfir IP-tölur í Evrópu en í GA 3 er kerfi sem dulkóðar tölurnar. Það dugar þó ekki að mati Evrópudómstólsins og því eru engum IP-tölum safnað í GA 4. „Google er að gera sitt til þess að ganga eins langt og þeir geta til þess að uppfylla þessar kröfur sem Evrópulöggjöfin og Evrópskar þjóðir eru að setja á þá. Gallinn er að við þurfum öll að innleiða GA 4 en það eru fæstir byrjaðir og það mun taka einhvern tíma,“ segir Tryggvi. Ekki banna heldur leiðbeina Hann vill að Persónuvernd banni ekki notkun GA heldur gefi þess í stað út leiðbeiningar fyrir þann fjölda fyrirtækja og stofnana sem notast við forritið. Hann segir það ólíklegt að fyrirtæki hætti að nota tólið og því sé mikilvægt að nota það rétt. Varðandi tilkynningu Neytendasamtakanna segir Tryggvi að hann telji að samtökin skilji reglurnar ekki rétt. Sérstaklega hafi verið tekið fram í dómsorði í Frakklandi og Austurríki að ekki væri verið að banna forritið í heild sinni heldur einungis ranga uppsetningu þess. „Þetta er alveg flókið mál með marga anga. Hafandi sagt það þá höfum við séð, án þess að hafa skoðun á því, að neytendasamtökin eru að berjast gegn því að fyrirtæki geti nýtt vefkökur og ýmis önnur tól til að markaðssetja út frá svokölluðu persónusniðmati. Sérstaklega ef fólk er að gera það ólöglega. En það er alveg sér umræða,“ segir Tryggvi.
Persónuvernd Neytendur Google Tækni Tengdar fréttir Reiknar með höggi verði Google Analytics bannað Bann á notkun vefvöktunarforritsins Google Analytics yrði högg fyrir atvinnulífið, að sögn birtingaráðgjafa hjá Aton/JL. Komi til banns væri það sérstakt áhyggjuefni fyrir fyrirtæki sem reiða sig á vefsölu. 22. september 2022 11:35 Mest lesið Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Reiknar með höggi verði Google Analytics bannað Bann á notkun vefvöktunarforritsins Google Analytics yrði högg fyrir atvinnulífið, að sögn birtingaráðgjafa hjá Aton/JL. Komi til banns væri það sérstakt áhyggjuefni fyrir fyrirtæki sem reiða sig á vefsölu. 22. september 2022 11:35