Má bjóða þér stutta stráið? Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 27. september 2022 13:00 Mörg strá eru sett saman í knippi, eitt þeirra er styttra en hin. Hópur barna kemur saman og eiga að draga strá úr knippinu. Sá sem dregur stutta stráið þarf að inna eitthvað óvinsælt verkefni af hendi. Máltækið „að draga stutta stráið“ kemur af þessari félagslegu athöfn og enginn vill draga það. Setjum stráin í knippinu í samhengi við lífið sjálft. Stráin í knippinu geta verið heimaland einstaklingsins, fjölskylda, umhverfi, nú eða hæfileikar, veikleikar eða styrkleikar. Í lífinu sjálfu draga margir stutta stráið og komast ekki hjá því. Við fæðingu taka á móti okkur aðstæður sem við völdum ekki sjálf, land, þjóð, foreldrar, heimili og aðrar aðstæður. Við fæðumst með mismunandi spil á hendi og umhverfi okkar er ætlað að styðja við það góða og aðstoða okkur á lífsins braut. Við drögum mismunandi strá og misvel er hlúð að stráunum okkar. Flest okkar sem búa á Íslandi hafa dregið stór og voldug strá sem hafa fengið aðhlynningu og vökvun. Þau fæðast í fjölskyldur sem styðja við hæfileika, gefa tækifæri og hvetja til menntunar. Þau kunna að nýta sér þær aðstæður og möguleika sem samfélagið býður upp á. Þau sem drógu stutta stráið hafa ekki sömu möguleika og hafa ekkert til þess unnið að hafa færri tækifæri en hin. Stutta stráið getur verið fátækt, veikindi, skortur á umhyggju, stuðningi eða hvatningu. Barn sem dregur stutta stráið við fæðingu fær jafnvel ekki að stunda tómstundir, sækja menningarviðburði eða að ferðast og þannig víkka sjóndeildarhringinn. Við getum breytt leikreglum á þann veg að þeir sem draga stutta stráið fái aðstoð frá hinum, frá samfelaginu til að hlúa að sínu strái, láta það vaxa og dafna eins og hin stráin. Öll börn eru afsprengi eða ávöxtur þess samfélags og umhverfis sem þau vaxa upp í. Ekkert okkar getur þakkað sjálfu sér einu fyrir hugsanlega velgengni. Ekkert okkar öðlast frægð, frama eða fé á svokölluðum eigin verðleikum eingöngu. Verðleikarnir hafa vaxið vegna frjósams jarðvegs og umhverfis þess sem ber þá. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna má ekki mismuna börnum eftir stöðu þeirra eða stöðu foreldra þeirra svo sem vegna efnahags. Okkur ber að uppfylla þann rétt og sjá til þess að jarðvegur allra barna sé frjósamur. Fyrsta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er að uppræta fátækt og ber okkur að uppfylla það. Þann 17. október er alþjóðlegur dagur gegn fátækt og vilja Barnaheill – Save the Children á Íslandi því hvetja stjórnvöld til að setja sér stefnu og áætlun um að uppræta fátækt á Íslandi. Slík stefna er ekki til hér á landi. Eitt sinn sat ég tíma í hagfræði í Háskóla Íslands. Prófessorinn teiknaði upp alls kyns gröf og línur sem mættust í heilögum skurðpunktum þar sem hámark hamingju sem flestra var að finna. Ég taldi mig oft þurfa að koma með athugasemdir. Í stuttu hléi milli kennslustunda kom prófessorinn til mín og sagði: „ Margrét, þú ert ekki sérlega sammála mér”. „Nei” svaraði ég ,, ég get ekki fallist á það að fólk velji hvort það verði ríkt eða fátækt”. Þannig er það með stutta stráið, fólk velur það ekki. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Réttindi barna Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Mörg strá eru sett saman í knippi, eitt þeirra er styttra en hin. Hópur barna kemur saman og eiga að draga strá úr knippinu. Sá sem dregur stutta stráið þarf að inna eitthvað óvinsælt verkefni af hendi. Máltækið „að draga stutta stráið“ kemur af þessari félagslegu athöfn og enginn vill draga það. Setjum stráin í knippinu í samhengi við lífið sjálft. Stráin í knippinu geta verið heimaland einstaklingsins, fjölskylda, umhverfi, nú eða hæfileikar, veikleikar eða styrkleikar. Í lífinu sjálfu draga margir stutta stráið og komast ekki hjá því. Við fæðingu taka á móti okkur aðstæður sem við völdum ekki sjálf, land, þjóð, foreldrar, heimili og aðrar aðstæður. Við fæðumst með mismunandi spil á hendi og umhverfi okkar er ætlað að styðja við það góða og aðstoða okkur á lífsins braut. Við drögum mismunandi strá og misvel er hlúð að stráunum okkar. Flest okkar sem búa á Íslandi hafa dregið stór og voldug strá sem hafa fengið aðhlynningu og vökvun. Þau fæðast í fjölskyldur sem styðja við hæfileika, gefa tækifæri og hvetja til menntunar. Þau kunna að nýta sér þær aðstæður og möguleika sem samfélagið býður upp á. Þau sem drógu stutta stráið hafa ekki sömu möguleika og hafa ekkert til þess unnið að hafa færri tækifæri en hin. Stutta stráið getur verið fátækt, veikindi, skortur á umhyggju, stuðningi eða hvatningu. Barn sem dregur stutta stráið við fæðingu fær jafnvel ekki að stunda tómstundir, sækja menningarviðburði eða að ferðast og þannig víkka sjóndeildarhringinn. Við getum breytt leikreglum á þann veg að þeir sem draga stutta stráið fái aðstoð frá hinum, frá samfelaginu til að hlúa að sínu strái, láta það vaxa og dafna eins og hin stráin. Öll börn eru afsprengi eða ávöxtur þess samfélags og umhverfis sem þau vaxa upp í. Ekkert okkar getur þakkað sjálfu sér einu fyrir hugsanlega velgengni. Ekkert okkar öðlast frægð, frama eða fé á svokölluðum eigin verðleikum eingöngu. Verðleikarnir hafa vaxið vegna frjósams jarðvegs og umhverfis þess sem ber þá. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna má ekki mismuna börnum eftir stöðu þeirra eða stöðu foreldra þeirra svo sem vegna efnahags. Okkur ber að uppfylla þann rétt og sjá til þess að jarðvegur allra barna sé frjósamur. Fyrsta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er að uppræta fátækt og ber okkur að uppfylla það. Þann 17. október er alþjóðlegur dagur gegn fátækt og vilja Barnaheill – Save the Children á Íslandi því hvetja stjórnvöld til að setja sér stefnu og áætlun um að uppræta fátækt á Íslandi. Slík stefna er ekki til hér á landi. Eitt sinn sat ég tíma í hagfræði í Háskóla Íslands. Prófessorinn teiknaði upp alls kyns gröf og línur sem mættust í heilögum skurðpunktum þar sem hámark hamingju sem flestra var að finna. Ég taldi mig oft þurfa að koma með athugasemdir. Í stuttu hléi milli kennslustunda kom prófessorinn til mín og sagði: „ Margrét, þú ert ekki sérlega sammála mér”. „Nei” svaraði ég ,, ég get ekki fallist á það að fólk velji hvort það verði ríkt eða fátækt”. Þannig er það með stutta stráið, fólk velur það ekki. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun