„Held að íbúar í Íran séu komnir með meira en nóg af ríkisstjórninni“ Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2022 23:03 Vísir/AP/Vilhelm Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Íran undanfarna daga eftir að ung kúrdísk kona dó í haldi lögreglu. Hún hafði verið handtekin fyrir að vera ekki klædd samkvæmt ströngum reglum klerkastjórnar Írans og dó í síðustu viku. Hinn 22 ára gamla Masha Jina Amini þótti ekki vera með höfuðklút sinn nógu þéttan á höfðinu. Lögreglan hefur haldið því fram að hún hafi fengið hjartaáfall en fjölskylda hennar segir hana hafa verið myrta. Þau segja hana ekki hafa verið með neina hjartakvilla og að þeim hafi verið meinaður aðgangur að líki hennar. Mótmælin í vikunni hafa leitt til þess að yfirvöld í Íran hafa lokað á aðgang að internetinu víða í landinu en til átaka hefur komið milli mótmælenda og öryggissveita. AP fréttaveitan hefur eftir Amnesty International að minnst átta séu látnir og hundruð hafi særst. Þá hafa fregnir borist af því að öryggissveitir hafi skotið á mótmælendur. This is incredible - Iranians are fighting back like I ve never seen before.pic.twitter.com/06zKSUBaeJ— Gabriel Noronha (@GLNoronha) September 21, 2022 Þetta er fimmti dagurinn sem mótmælt er í Íran og eru mótmælin sögð hafa náð til minnst fimmtíu borga og bæja í Íran og þar á meðal Tehran, höfuðborgar landsins. Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, er stödd á sjálfstjórnarsvæði Kúrda í Írak og segir dauða Amini byrjaðan að hafa áhrif þar og komið hafi til mótmæla. Iranians are so frustrated, their anger is exploding in the streets. The international community needs to support them in determining their own future. pic.twitter.com/cjYOU4HTcG— Masih Alinejad (@AlinejadMasih) September 21, 2022 Hún segir mikla reiði meðal mótmælenda. „Ég held að íbúar í Íran séu komnir með meira en nóg af ríkisstjórninni þar, sem beitir fasískum aðferðum gegn borgurum landsins. Óafsakanlegt ofbeldi gegn Jina Amini var dropinn sem fyllti mælinn,“ segir Lenya. I had to leave Kurdistan tonight, I didn t. I want to be part of the Iranian liberation and use my platform the best I can. Dear Kurds, we know what oppression, rebellion and overthrowing a fascist government feels like. Jina Amini is a Kurd. Let us be her voice. # — Lenya Rún (@Lenyarun) September 21, 2022 Lenya átti flug til Íslands í kvöld en hætti við vegna fjölmargra skilaboða sem hún hefur fengið frá fólki í Íran. Hún ákvað að fresta brottför um nokkra daga. „Það segir mjög mikið að borgarar í Íran hafi leitað til varaþingmanns í stjórnarandstöðu til þess að veita þeim stuðning og rödd. Ég er hér sem Íslendingur og þau líta á mig sem Íslending, ég hef ekki tekið neina afstöðu sem íslenska ríkisstjórnin hefur ekki tekið nú þegar og ég vil trúa því að hver annar varaþingmaður eða þingmaður hefði gert það nákvæmlega sama í minni stöðu,“ segir Lenya. Wow, I m speechless.An old lady, with head uncovered, walks through the city of Rasht in northern #Iran chanting death to Khamenei. pic.twitter.com/WfNow9ZR8Z— Charles Lister (@Charles_Lister) September 21, 2022 Draumur um ríki hvarf með nokkrum pennastrikum Við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar Ottóman-veldið féll gerðu þáverandi heimsveldi upprunalega ráð fyrir ríki Kúrda, sem iðulega er nefnt Kúrdistan, í Sevres-samkomulaginu (finna má kort í hlekknum) árið 1920. Því var þó breytt þremur árum seinna, með Lausanne-samkomulaginu, og varð stærstur hluti landsins sem átti að verða Kúrdistan hluti að Tyrklandi. Kúrdar eru nú á stórum svæðum í Írak, Íran, Tyrklandi og í Sýrlandi. Á síðustu hundrað árum hafa allar tilraunir Kúrda til að stofna eigið ríki verið stöðvaðar með miklu afli. Íran Írak Íslendingar erlendis Mótmælaalda í Íran Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Hinn 22 ára gamla Masha Jina Amini þótti ekki vera með höfuðklút sinn nógu þéttan á höfðinu. Lögreglan hefur haldið því fram að hún hafi fengið hjartaáfall en fjölskylda hennar segir hana hafa verið myrta. Þau segja hana ekki hafa verið með neina hjartakvilla og að þeim hafi verið meinaður aðgangur að líki hennar. Mótmælin í vikunni hafa leitt til þess að yfirvöld í Íran hafa lokað á aðgang að internetinu víða í landinu en til átaka hefur komið milli mótmælenda og öryggissveita. AP fréttaveitan hefur eftir Amnesty International að minnst átta séu látnir og hundruð hafi særst. Þá hafa fregnir borist af því að öryggissveitir hafi skotið á mótmælendur. This is incredible - Iranians are fighting back like I ve never seen before.pic.twitter.com/06zKSUBaeJ— Gabriel Noronha (@GLNoronha) September 21, 2022 Þetta er fimmti dagurinn sem mótmælt er í Íran og eru mótmælin sögð hafa náð til minnst fimmtíu borga og bæja í Íran og þar á meðal Tehran, höfuðborgar landsins. Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, er stödd á sjálfstjórnarsvæði Kúrda í Írak og segir dauða Amini byrjaðan að hafa áhrif þar og komið hafi til mótmæla. Iranians are so frustrated, their anger is exploding in the streets. The international community needs to support them in determining their own future. pic.twitter.com/cjYOU4HTcG— Masih Alinejad (@AlinejadMasih) September 21, 2022 Hún segir mikla reiði meðal mótmælenda. „Ég held að íbúar í Íran séu komnir með meira en nóg af ríkisstjórninni þar, sem beitir fasískum aðferðum gegn borgurum landsins. Óafsakanlegt ofbeldi gegn Jina Amini var dropinn sem fyllti mælinn,“ segir Lenya. I had to leave Kurdistan tonight, I didn t. I want to be part of the Iranian liberation and use my platform the best I can. Dear Kurds, we know what oppression, rebellion and overthrowing a fascist government feels like. Jina Amini is a Kurd. Let us be her voice. # — Lenya Rún (@Lenyarun) September 21, 2022 Lenya átti flug til Íslands í kvöld en hætti við vegna fjölmargra skilaboða sem hún hefur fengið frá fólki í Íran. Hún ákvað að fresta brottför um nokkra daga. „Það segir mjög mikið að borgarar í Íran hafi leitað til varaþingmanns í stjórnarandstöðu til þess að veita þeim stuðning og rödd. Ég er hér sem Íslendingur og þau líta á mig sem Íslending, ég hef ekki tekið neina afstöðu sem íslenska ríkisstjórnin hefur ekki tekið nú þegar og ég vil trúa því að hver annar varaþingmaður eða þingmaður hefði gert það nákvæmlega sama í minni stöðu,“ segir Lenya. Wow, I m speechless.An old lady, with head uncovered, walks through the city of Rasht in northern #Iran chanting death to Khamenei. pic.twitter.com/WfNow9ZR8Z— Charles Lister (@Charles_Lister) September 21, 2022 Draumur um ríki hvarf með nokkrum pennastrikum Við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar Ottóman-veldið féll gerðu þáverandi heimsveldi upprunalega ráð fyrir ríki Kúrda, sem iðulega er nefnt Kúrdistan, í Sevres-samkomulaginu (finna má kort í hlekknum) árið 1920. Því var þó breytt þremur árum seinna, með Lausanne-samkomulaginu, og varð stærstur hluti landsins sem átti að verða Kúrdistan hluti að Tyrklandi. Kúrdar eru nú á stórum svæðum í Írak, Íran, Tyrklandi og í Sýrlandi. Á síðustu hundrað árum hafa allar tilraunir Kúrda til að stofna eigið ríki verið stöðvaðar með miklu afli.
Íran Írak Íslendingar erlendis Mótmælaalda í Íran Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira