Dvaldi í Leifsstöð í tvær vikur Árni Sæberg skrifar 19. september 2022 19:46 Flestir Íslendingar hafa komið í Leifsstöð en ósennilegt er að margir hafi dvalið þar í heilar tvær vikur. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti nýverið úrskurð héraðsdóms þess efnis að karlmaður skyldi nauðungarvistaður á geðdeild í allt að 21 sólarhring. Hann hefur verið á geðdeild frá því að lögregla fylgdi honum þangað úr Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þar hafði hann haldið til í tvær vikur eftir að hafa misst af flugi. Í staðfestum úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur segir að maðurinn, sem samkvæmt heimildum fréttstofu er Íri, hafi að sögn lögreglu dvalið í Leifsstöð frá 16. ágúst síðastliðnum til 30. ágúst þegar lögregla færði hann á geðdeild að tilmælum bráðalæknis í Keflavík. Sýslumaður ákvað svo fyrsta dag septembermánaðar að maðurinn skyldi sæta nauðungarvistun á geðdeild í þrjár vikur. Maðurinn hafi að eigin sögn misst af flugi til Bandaríkjanna og síðan ekki komist þangað vegna skorts á vegabréfsáritun eða ESTA-heimild. Þá hafi hann að sögn lögreglu verið ósamvinnuþýður og ekki gefið upp neinar upplýsingar um sig utan þess að hafa sagst vera giftur heimsþekktum, nafngreindum áhrifavaldi sem hygðist útvega honum fé fyrir flugi til Bandaríkjanna. Nauðungarvistun óhjákvæmileg Í vottorði geðlæknis kom fram að maðurinn væri rólegur og ekki ógnandi en hann standi í dyrum herbergis síns, gefi ekki aðrar upplýsingar um fjölskylduhagi en að hann búi einn og gefi engar skýringar eða upplýsingar um ástand sitt, ýmist svari ekki spurningum eða svari þeim neitandi. Fram kemur að hegðun hans sé óvenjuleg og það séu vísbendingar um geðrof. Þá séu taldar verulegar líkur séu á að maðurinn sé haldinn geðklofa og því sé nánara mat og nauðungarvistun óhjákvæmileg. Á þetta mat féllst núverandi meðferðarlæknir mannsins. Í niðurstöðum héraðsdóms segir að það þyki nægilega sannað að verulegar líkur séu á því að maðurinn sé haldinn alvarlegum geðsjúkdómi. Þá eigi hann ekki í nein hús að venda hér á landi og hafi ekki burði til að koma sér til síns heimalands. Því verði ekki séð að vægari úrræði en nauðungarvistun séu tæk til að tryggja að ástand hans verði rannsakað, þannig að hann fái eftir atvikum viðeigandi lyfjagjöf, aðstoð, meðferð og eftirfylgni svo færa megi líðan hans til betri vegar og hjálpa honum að komast aftur til síns heima. Því féllst héraðsdómur ekki á kröfu mannsins um að nauðungarvistun hans, sem komið var á með ákvörðun sýslumanns, yrði aflétt. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Dómsmál Geðheilbrigði Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Í staðfestum úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur segir að maðurinn, sem samkvæmt heimildum fréttstofu er Íri, hafi að sögn lögreglu dvalið í Leifsstöð frá 16. ágúst síðastliðnum til 30. ágúst þegar lögregla færði hann á geðdeild að tilmælum bráðalæknis í Keflavík. Sýslumaður ákvað svo fyrsta dag septembermánaðar að maðurinn skyldi sæta nauðungarvistun á geðdeild í þrjár vikur. Maðurinn hafi að eigin sögn misst af flugi til Bandaríkjanna og síðan ekki komist þangað vegna skorts á vegabréfsáritun eða ESTA-heimild. Þá hafi hann að sögn lögreglu verið ósamvinnuþýður og ekki gefið upp neinar upplýsingar um sig utan þess að hafa sagst vera giftur heimsþekktum, nafngreindum áhrifavaldi sem hygðist útvega honum fé fyrir flugi til Bandaríkjanna. Nauðungarvistun óhjákvæmileg Í vottorði geðlæknis kom fram að maðurinn væri rólegur og ekki ógnandi en hann standi í dyrum herbergis síns, gefi ekki aðrar upplýsingar um fjölskylduhagi en að hann búi einn og gefi engar skýringar eða upplýsingar um ástand sitt, ýmist svari ekki spurningum eða svari þeim neitandi. Fram kemur að hegðun hans sé óvenjuleg og það séu vísbendingar um geðrof. Þá séu taldar verulegar líkur séu á að maðurinn sé haldinn geðklofa og því sé nánara mat og nauðungarvistun óhjákvæmileg. Á þetta mat féllst núverandi meðferðarlæknir mannsins. Í niðurstöðum héraðsdóms segir að það þyki nægilega sannað að verulegar líkur séu á því að maðurinn sé haldinn alvarlegum geðsjúkdómi. Þá eigi hann ekki í nein hús að venda hér á landi og hafi ekki burði til að koma sér til síns heimalands. Því verði ekki séð að vægari úrræði en nauðungarvistun séu tæk til að tryggja að ástand hans verði rannsakað, þannig að hann fái eftir atvikum viðeigandi lyfjagjöf, aðstoð, meðferð og eftirfylgni svo færa megi líðan hans til betri vegar og hjálpa honum að komast aftur til síns heima. Því féllst héraðsdómur ekki á kröfu mannsins um að nauðungarvistun hans, sem komið var á með ákvörðun sýslumanns, yrði aflétt.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Dómsmál Geðheilbrigði Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira