Hundruð þjóðarleiðtoga væntanlegir og rándýr öryggisgæsla á svæðinu Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 18. september 2022 15:02 Karl III Bretlandskonungur hittir Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. AP/ Stefan Rousseau/Pool Búist er við hundruðum þjóðarleiðtoga og hátt settum embættismönnum til London vegna útfarar Elísabetar II Bretlandsdrottningar. Kostnaður við öryggisgæslu við útförina geti numið meira en 6,4 milljónum punda. Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa lagt leið sína til London fyrir útför Elísabetar II Bretlandsdrottningar. Einhverjir hafa nú þegar farið á fund Karls III Bretlandskonungs og Liz Truss forsætisráðherra Bretlands. Meðal þeirra sem eru komnir til Englands eru Justin Trudeu, forsætisráðherra Kanada, Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu og Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands lendir einnig í Englandi í dag. Sky News greinir frá því að um fimm hundruð þjóðarleiðtogar og hátt settir embættismenn séu væntanlegir frá tvö hundruð löndum vegna jarðarfararinnar. Meðal þeirra ríkja sem sögð eru ekki hafa fengið boð í útför drottningarinnar eru Rússland, Hvíta-Rússland, Mjanmar, Sýrland og Afganistan en sendiherrar frá Íran, Norður-Kóreu og Níkaragva verði viðstaddir. Hér má sjá lista yfir hluta af þeim sem þjóðarleiðtogum sem búist er við að verði viðstaddir útförina. Einnig hafi fregnir borist af því að krónprins Sádi-Arabíu sé væntanlegur til landsins, hann muni hitta Karl III Bretlandskonung en ekki mæta í útförina. Samkvæmt BBC var prinsinum boðið í jarðarför drottningar en boðið sé umdeilt meðal mannréttindasamtaka. Tíu þúsund lögreglumenn ásamt hermönnum og leyniskyttum verði viðstaddir jarðarförina til þess að tryggja öryggi þjóðarleiðtoga og almennings. Öryggisgæsla fyrir meira en milljarð íslenskra króna Samkvæmt Washington Post er búist við því að allt að tvær milljónir manna verði á götum úti í kringum leiðina sem líkkista drottningar mun fara en konungsfjölskyldan muni ganga á eftir vagninum sem ber líkkistuna. Konungsfjölskyldan gangi frá Westminster Hall, þar sem líkkistan hefur legið síðustu daga og að Westminster Abbey þar sem athöfnin fari fram. Einnig sé sérstakt öryggisteymi starfrækt sem fylgist með því fólki sem talið sé gagntekið af konungsfjölskyldunni og sé þeim mögulega hættulegt. Áætlað sé að öryggisgæslan fyrir jarðarförina geti kostað meira en 6,4 milljónir punda eða rúmlega einn milljarð íslenskra króna. Öryggisgæsla fyrir brúðkaup Vilhjálms og Katrínar hafi kostað 6,4 milljónir punda en þar hafi ekki verið sama magn af þjóðarleiðtogum viðstaddir. Til þess að gæta öryggis almennings og fjölskyldunnar er breska leyniþjónustan sögð hafa farið yfir möguleika á hryðjuverkum í kringum viðburðinn ásamt erlendum kollegum sínum. Einnig hafi sprengjuleitarhundar farið yfir svæðið í marga daga til þess að tryggja megi öryggi fólks. Streymt verður frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi á morgun. Útsendingin hefst klukkan níu en athöfnin sjálf hefst klukkan tíu að íslenskum tíma. Heimir Már Pétursson fréttamaður mun lýsa því sem fyrir augu ber og setja í samhengi. Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Kanada Bandaríkin Ástralía Elísabet II Bretadrottning Kóngafólk Tengdar fréttir Bein lýsing frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á morgun Streymt verður frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi á morgun. Útsendingin hefst klukkan níu en athöfnin sjálf hefst klukkan tíu að íslenskum tíma. 18. september 2022 12:22 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa lagt leið sína til London fyrir útför Elísabetar II Bretlandsdrottningar. Einhverjir hafa nú þegar farið á fund Karls III Bretlandskonungs og Liz Truss forsætisráðherra Bretlands. Meðal þeirra sem eru komnir til Englands eru Justin Trudeu, forsætisráðherra Kanada, Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu og Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands lendir einnig í Englandi í dag. Sky News greinir frá því að um fimm hundruð þjóðarleiðtogar og hátt settir embættismenn séu væntanlegir frá tvö hundruð löndum vegna jarðarfararinnar. Meðal þeirra ríkja sem sögð eru ekki hafa fengið boð í útför drottningarinnar eru Rússland, Hvíta-Rússland, Mjanmar, Sýrland og Afganistan en sendiherrar frá Íran, Norður-Kóreu og Níkaragva verði viðstaddir. Hér má sjá lista yfir hluta af þeim sem þjóðarleiðtogum sem búist er við að verði viðstaddir útförina. Einnig hafi fregnir borist af því að krónprins Sádi-Arabíu sé væntanlegur til landsins, hann muni hitta Karl III Bretlandskonung en ekki mæta í útförina. Samkvæmt BBC var prinsinum boðið í jarðarför drottningar en boðið sé umdeilt meðal mannréttindasamtaka. Tíu þúsund lögreglumenn ásamt hermönnum og leyniskyttum verði viðstaddir jarðarförina til þess að tryggja öryggi þjóðarleiðtoga og almennings. Öryggisgæsla fyrir meira en milljarð íslenskra króna Samkvæmt Washington Post er búist við því að allt að tvær milljónir manna verði á götum úti í kringum leiðina sem líkkista drottningar mun fara en konungsfjölskyldan muni ganga á eftir vagninum sem ber líkkistuna. Konungsfjölskyldan gangi frá Westminster Hall, þar sem líkkistan hefur legið síðustu daga og að Westminster Abbey þar sem athöfnin fari fram. Einnig sé sérstakt öryggisteymi starfrækt sem fylgist með því fólki sem talið sé gagntekið af konungsfjölskyldunni og sé þeim mögulega hættulegt. Áætlað sé að öryggisgæslan fyrir jarðarförina geti kostað meira en 6,4 milljónir punda eða rúmlega einn milljarð íslenskra króna. Öryggisgæsla fyrir brúðkaup Vilhjálms og Katrínar hafi kostað 6,4 milljónir punda en þar hafi ekki verið sama magn af þjóðarleiðtogum viðstaddir. Til þess að gæta öryggis almennings og fjölskyldunnar er breska leyniþjónustan sögð hafa farið yfir möguleika á hryðjuverkum í kringum viðburðinn ásamt erlendum kollegum sínum. Einnig hafi sprengjuleitarhundar farið yfir svæðið í marga daga til þess að tryggja megi öryggi fólks. Streymt verður frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi á morgun. Útsendingin hefst klukkan níu en athöfnin sjálf hefst klukkan tíu að íslenskum tíma. Heimir Már Pétursson fréttamaður mun lýsa því sem fyrir augu ber og setja í samhengi.
Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Kanada Bandaríkin Ástralía Elísabet II Bretadrottning Kóngafólk Tengdar fréttir Bein lýsing frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á morgun Streymt verður frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi á morgun. Útsendingin hefst klukkan níu en athöfnin sjálf hefst klukkan tíu að íslenskum tíma. 18. september 2022 12:22 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Bein lýsing frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á morgun Streymt verður frá útför Elísabetar II Bretadrottningar á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi á morgun. Útsendingin hefst klukkan níu en athöfnin sjálf hefst klukkan tíu að íslenskum tíma. 18. september 2022 12:22