Dagur íslenskrar náttúru Jódís Skúladóttir skrifar 16. september 2022 10:00 Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. september á ári hverju og meðvitund Þjóðarinnar verður sífellt sterkari um dýrmæti náttúru landsins. Á undanförnum árum hefur erlendu ferðafólki fjölgað svo um munar og níu af hverjum tíu sem sem sækja landið heim gera það vegna náttúrunnar. Ósnortin, hrein og stórbrotin Íslensk náttúra er það sem fólk vill sjá. Þetta er mikilvæg staðreynd, ekki síst efnahagslega, fyrir Ísland. Með nýtingu landsins gæða, hvort heldur er í sjávarútvegi, ferðaþjónustu eða orkuöflun, erum við vissulega að skapa verðmæti sem skila sér inn í fjármögnun innviða landsins en það má aldrei vera á kostnað náttúrunnar. Því með ágangi og röskun dýrmætra svæða erum við einnig á óafturkræfan hátt að gagna gegn auðlind sem skilar sér í gjaldeyristekjum. Fólk er ekki að sækja hálendið heim til að aka á malbikuðum vegum, meðfram vindmyllum og fallvatnsvirkjunum né til að geta keypt sér pylsu í vegasjoppu. Sérstaðan fellst í hinu frumstæða og ósnortna. Íslensk þjóð hefur lifað í gegnum aldirnar í þessu samspili manns og náttúru, stundum fer landið óblíðum höndum um börnin sín. Jörð skelfur, hraun rennur, snjó- og aurflóð hafa tekið mannslíf og menningarverðmæti á augabragði. En þjóðarsál Íslendinga er samofin hinni íslensku náttúru og af henni höfum við lifað um aldir. Það er mikilvægt að við höfum náttúruvernd alltaf í forgrunni í umræðunni um loftslagsmálin. Vissulega er staðan alvarleg og Ísland hefur skuldbundið sig til að takast af festu á við hina skelfilegu stöðu sem loftslagsváin er, en það má aldrei fara af stað í orkuöflun án þess að ígrunda vel afleiðingarnar á náttúruna. Mikilvægt er að auðlindaákvæði verði tryggt í okkar góðu stjórnarskrá og arður af nýtingu okkar sameiginlegu auðlinda renni með sanngjörnum hætti til þjóðarinnar. Veljum alltaf að láta náttúruna njóta vafans. Höfundur er þingmaður VG í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Vinstri græn Umhverfismál Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Kæri Lars Agnar Tómas Möller Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. september á ári hverju og meðvitund Þjóðarinnar verður sífellt sterkari um dýrmæti náttúru landsins. Á undanförnum árum hefur erlendu ferðafólki fjölgað svo um munar og níu af hverjum tíu sem sem sækja landið heim gera það vegna náttúrunnar. Ósnortin, hrein og stórbrotin Íslensk náttúra er það sem fólk vill sjá. Þetta er mikilvæg staðreynd, ekki síst efnahagslega, fyrir Ísland. Með nýtingu landsins gæða, hvort heldur er í sjávarútvegi, ferðaþjónustu eða orkuöflun, erum við vissulega að skapa verðmæti sem skila sér inn í fjármögnun innviða landsins en það má aldrei vera á kostnað náttúrunnar. Því með ágangi og röskun dýrmætra svæða erum við einnig á óafturkræfan hátt að gagna gegn auðlind sem skilar sér í gjaldeyristekjum. Fólk er ekki að sækja hálendið heim til að aka á malbikuðum vegum, meðfram vindmyllum og fallvatnsvirkjunum né til að geta keypt sér pylsu í vegasjoppu. Sérstaðan fellst í hinu frumstæða og ósnortna. Íslensk þjóð hefur lifað í gegnum aldirnar í þessu samspili manns og náttúru, stundum fer landið óblíðum höndum um börnin sín. Jörð skelfur, hraun rennur, snjó- og aurflóð hafa tekið mannslíf og menningarverðmæti á augabragði. En þjóðarsál Íslendinga er samofin hinni íslensku náttúru og af henni höfum við lifað um aldir. Það er mikilvægt að við höfum náttúruvernd alltaf í forgrunni í umræðunni um loftslagsmálin. Vissulega er staðan alvarleg og Ísland hefur skuldbundið sig til að takast af festu á við hina skelfilegu stöðu sem loftslagsváin er, en það má aldrei fara af stað í orkuöflun án þess að ígrunda vel afleiðingarnar á náttúruna. Mikilvægt er að auðlindaákvæði verði tryggt í okkar góðu stjórnarskrá og arður af nýtingu okkar sameiginlegu auðlinda renni með sanngjörnum hætti til þjóðarinnar. Veljum alltaf að láta náttúruna njóta vafans. Höfundur er þingmaður VG í Norðausturkjördæmi.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun